Trúarbrögð

Vilja dreifa ösku ástvina á vinsælum ferðamannastöðum
Sýslumanninum á Norðurlandi eystra berast árlega um 40 til 60 umsóknir á ári þar sem óskað er eftir leyfi til að dreifa ösku utan kirkjugarða. Helmingur þeirra kemur erlendis frá þar sem aðstandendur hinna látnu koma með jarðneskar leifar viðkomandi til landsins. Í langflestum tilvikum hafa umsækjendur engin tengsl við Ísland en vilja dreifa öskunni á vinsælum ferðamannastöðum.
21.01.2021 - 23:26
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi. 
Myndskeið
„Það er hægt að samræma guðs lög og sóttvarnalög“
Jakob Rolland  kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segir sóttvarnareglur nauðsynlegar, en ekki sé ásættanlegt að sömu reglur gildi alls staðar. Hann segir að engin smit hafi verið rakin til messuhalds kirkjunnar, hugsanlega verði gerðar breytingar á messuhaldi á virkum dögum vegna fjöldatakmarkana. Hægt sé að samræma guðs lög og sóttvarnareglur.
Úthlutaði oblátum til kirkjugesta án sóttvarna
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort smit verði vegna þess að prestur úthlutaði oblátum í messu í Landakotskirkju í gær án þess að tryggja sóttvarnir. Sóttvarnareglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju. 
Aflýsa opinberum kaþólskum messum
David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum  opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ekki sé hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kaþólsku kirkjunni.
Höfða mál til að geta afhent Lilju Pálmadóttur kirkju
Hofssókn á Hofsósi þarf að að höfða eignardómsmál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra til að geta afhent athafnakonunni Lilju Pálmadóttur timburkirkju frá árinu 1871 sem er staðsett á jörð Lilju, Hofi á Höfðaströnd. Til stóð að Lilja fengi kirkjuna eftir fund aðalsafnaðar í apríl á síðasta ári en það reyndist ekki hægt þar sem enginn þinglýstur eigandi var að kirkjunni.
29.12.2020 - 06:57
Mótmælt í Svartfjallalandi
Þúsundir söfnuðust saman í við þinghúsið í miðborg Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands í gær og mótmæltu boðuðum breytingum á lögum um kirkjueignir sem til umræðu voru í þinginu. Lögin færa serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni mikinn fjárhagslegan ávinning og mátti heyra mótmælendur kyrja slagorð á borð við „Landráð!" og „Þetta er ekki Serbía!"
29.12.2020 - 06:25
Segir kirkju sem fangar tíðarandann dæmda til mistakast
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer hörðum orðum um stefnu kirkjunnar á Íslandi í grein í tímaritinu Spectator í dag. Kirkjan sé dæmd til að mistakast, reyni hún að fanga tíðarandann. Kirkjan sé með rangar áherslur og sé allt of oft þögul í málum sem skipti miklu máli.
Lögregla: Á annað hundrað manns í kirkju í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum á aðfangadagskvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir um það bil 50 manns á leið út úr kirkjunni og á milli 70 og 80 manns inni í henni, bæði fullorðna og börn.
Fámenn jólamessa páfa í skugga heimsfaraldurs
Tómlegt var um að litast á Péturstorginu í Róm að kvöldi aðfangadags, öfugt við það sem venja er til, og fámennt var í Péturskirkjunni sjálfri, þar sem Frans páfi þjónaði fyrir altari. Innan við tvö hundruð grímubúnir gestir sóttu messuna, aðallega starfsfólki Páfagarðs. Messan var haldin klukkan hálf átta að ítölskum tíma en ekki á miðnætti eins og venja er, vegna útgöngubanns sem í gildi er á Ítalíu kvölds og nætur.
24.12.2020 - 23:32
Bönnuð jól
Jólin eru ein mesta hátíð kristinna manna, en samt hefur það komið nokkrum sinnum fyrir að jólin hafa verið bönnuð í löndum þar sem flestir höfðu alist upp við kristna trú.
24.12.2020 - 09:00
Stefnir í messufall í Danmörku um jólin
Messufall verður í Danmörku yfir hátíðarnar, fari prestar landsins að ráðum biskupa, prófasta, samtaka danskra sóknarnefnda og heilbrigðisyfirvalda. Hin síðastnefndu birtu í gærkvöld enn nýjar sóttvarnareglur um fyrirkomulag helgihalds í dönsku þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum. Nýju tilmælin setja messuhaldi talsvert strangari skorður en þau sem gefin voru út degi fyrr, þann 22. desember.
24.12.2020 - 04:49
Spegillinn
Berjum ekki fólk í hausinn með Biblíunni
Um þrjú hundruð manns ætla að mæta í jólaboð Hjálpræðishersins í Reykjavík á aðfangadag. Mun fleiri sóttu um nú fyrir jólin en í fyrra um að fá jólaaðstoð frá Hernum. Svæðisforingi segir að Hjálpræðisherinn eigi enn fullt erindi. Starfið snúist ekki um að berja fólk í höfuðið með Biblíunni.
22.12.2020 - 17:00
Lyfjastofnun vísar á vinnueftirlitið í Kína
Lyfjastofnun getur ekki staðfest hvort grímur frá sænska heildasalanum OneMed séu seldar á Íslandi. Grunur leikur á um að andlitsgrímur sem dönsk yfirvöld keyptu til notkunar á heilsugæslustöðvum og spítölum hafi verið framleiddar af kúguðum Úígúrum í Kína.
16.12.2020 - 19:37
Landinn
Altaristafla Krosskirkju tengd Tyrkjaráninu
Síðustu misseri hefur verið unnið að gagngerum endurbótum Krosskirkju, sem er lítil sveitakirkja á bænum Krossi í Austur-Landeyjum. Í ár eru liðin hundrað og sjötíu ár síðan Krosskirkja var vígð og á þessum tíma hefur henni verið breytt töluvert en ekki endilega til prýði. Því var ákveðið að koma henni í upphaflegt horf.
16.12.2020 - 08:30
Aðventustund fyrir syrgjendur
Hugljúf tónlist, hugvekja og minningarstund fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.
13.12.2020 - 16:40
Jólin reynast syrgjendum oft erfið
Aðdragandi jóla og jólahátíðin geta verið mörgum erfiður tími, ekki síst þeim sem misst hafa ástvini, segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Aðventustund fyrir syrgjendur verður send út á RÚV klukkan 17 í dag.
13.12.2020 - 13:13
Samþykktu lög til höfuðs trúarofstæki
Franska ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir lagafrumvarp Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, sem miðar að því að stemma stigu við öfga-íslamisma, svo sem með því að herða reglur um hatursorðræðu og heimaskóla. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þriggja mannskæðra árása öfga-íslamista að undanförnu og er liður í langtímaáætlun Macrons um að treysta og efla veraldlegan grundvöll og gildi fransks samfélags.
10.12.2020 - 02:20
Ljósahátíð Gyðinga hefst 10. desember
Hin gyðinglega hátíð Hanukka, sem kölluð hefur verið ljósahátíð á íslensku, hefst við sólarlag 10. desember og henni lýkur 18. desember. Hátíðin stendur í 8 daga og nætur, og níu arma ljósastika gegnir lykilhlutverki: átta kerti, og eitt aukakerti í miðjunni til þess að kveikja á hinum.
09.12.2020 - 18:18
Vindmyllubræður ákærðir fyrir fjársvik vegna Zúista
Bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson hafa verið ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við rekstur Zúista-trúfélagsins. Þeir eru sagðir hafa styrkt og hagnýtt sér þá röngu hugmynd starfsmanna íslenskra stjórnvalda að trúfélagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim grunni hafi félagið fengið tæpar 85 milljónir frá október 2017 til janúar 2019. Ákæra héraðssaksóknara er ítarleg og löng þar sem meint brot bræðranna eru rakin.
07.12.2020 - 13:00
Rifu niður málmsúluna og settu upp risakross í staðinn
Nokkrir menn sem virðast aðhyllast kristin trúarbrögð, samsæriskenningar og kynþáttahatur, fjarlægðu á fimmtudagsnótt, málmsúluna dularfullu sem fannst á toppi Fururfjalls í Kaliforníu. Mennirnir birtu myndband af sér á Netinu þar sem þeir sjást taka súluna burt og setja þar heimagerðan kross í staðinn á meðan þeir drekka orkudrykki og viðhafa hatursorðræðu.Yfirvöld segjast vera í uppnámi yfir skemmdarverkinu.
05.12.2020 - 10:15
Landinn
Jafnvel fleiri sem sækja messu á netinu en í kirkju
Það er aðventustund í Akraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessi athöfn er hinsvegar óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að í kirkjunni eru engir nema prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli, organisti Akraneskirkju og tæknimaður, sem er reyndar líka í sóknarnefndinni.
29.11.2020 - 20:20
Ljóst að helgihald verður með öðru sniði í ár
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og fer helgihald fram með breyttu sniði í ár vegna faraldursins eins og svo margt annað. Kirkjur landsins hafa verið óvenju dauflegar í morgun.
29.11.2020 - 12:54
Viðtal
„Ég kann alveg að svara fyrir mig“
Davíð Þór Jónsson prestur í Laugarneskirkju viðurkennir að saga hans sé ekki öll falleg og til fyrirmyndar. Þegar hann tók fyrst við prestakalli efuðust sumir um þjóðþekktan grínistann hlutverkinu og stundum hefur fólk afþakkað þjónustu hans vegna fortíðarinnar. Fleiri hafa þó leitað til sérstaklega til hans í trausti um að mæta ekki siðferðislegu yfirlæti.
29.11.2020 - 08:35