Trúarbrögð

Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
Hyggjast bjóða upp á bálfarir fyrir hvern og einn
Stofnandi sjálfseignarstofnunarinnar Tré lífsins segir þörf og eftirspurn eftir rými óháðu trúar- og lífsskoðunarfélögum athafnir á borð við útfarir. Stofnunin endurreisti nýverið Bálfarafélag Íslands sem starfaði á árunum 1934 til 1964 sem hyggst bjóða upp á bálfarir.
Lagt til að fækka landsbyggðarprestum um tíu
Lagt verður til á komandi kirkjuþingi að fækka prestum kirkjunnar um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma verður stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu. Dregið verður nokkuð úr sérþjónustu presta.
20.10.2021 - 13:28
Bandarískum trúboðum og fjölskyldum þeirra rænt á Haítí
Minnst fimmtán Bandaríkjamönnum, trúboðum og fjölskyldum þeirra, var rænt skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær, laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni innan lögregluyfirvalda á eyjunni.
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Zúistabræður fá ekki gögn sem voru kveikjan að rannsókn
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni bræðranna Ágústs Arnars Ágústssonar og Einars Ágústssonar um að fá afhent gögn frá embætti héraðssaksóknara. Þetta var annars vegar erindi til héraðssaksóknara frá skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu eða SFL og hins vegar tilkynningin sem erindið byggði á. Skjalið frá SFL varð kveikjan að rannsókn héraðssaksóknara á hugsanlegum brotum bræðranna í tengslum við trúfélag Zúista.
14.10.2021 - 13:44
Fimm ættliðir prýða altaristöfluna í kirkju Birgis
„Þetta er kirkjusöguleg hefð á Íslandi, fram undir miðja 18. öld, að mála heimilisfólkið á altaristöflur,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um altaristöfluna í kirkjunni sem hann lét byggja á Vatnsleysuströnd.
12.10.2021 - 21:51
Páfi boðar samráð og breytingar innan kirkjunnar
Frans páfi boðar einhverjar mestu umbótahugmyndir sem sést hafa innan kaþólsku kirkjunnar um sex áratuga skeið. Næstu tveimur árum verður varið til að kynna og eiga samráð við hverja einustu kaþólska sókn veraldar um hvert kirkjan stefnir til framtíðar. Fyrstu skrefin voru stigin við messu í Páfagarði nú um helgina.
10.10.2021 - 20:01
Nýtt hljóðrit af íslenskri dýrlingatónlist
Eins og alkunnugt er voru Íslendingar kaþólskrar trúar frá kristnitöku árið 1000 og fram til siðaskipta árið 1550. Hinni kaþólsku trú fylgdu dýrlingar, helgir menn og konur, og æðst var María mey, móðir Jesú Krists. Enda þótt reynt væri að uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir að mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig.
06.10.2021 - 13:38
Sagðir hafa tekið 13 Hazara af lífi eftir valdatökuna
Gögn mannréttindasamtaka sýna að liðsmenn vígasveita Talibana drápu þrettán úr röðum Hazara í bænum Kahor í Khidir-héraði í Afganistan 30. ágúst síðastliðinn.
Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi
Sænski teiknarinn og listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í dag, 75 ára að aldri. Mynd hans af spámanninum Múhameð í hundslíki vakti hörð viðbrögð meðal múslima þegar hún var birt árið 2007.
03.10.2021 - 22:23
Forstjóri segir réttlætanlegt að segja óbólusettum upp
Scott Kirby forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines segir fullkomlega réttlætanlegt að segja því starfsfólki upp störfum sem hafnar bólusetningum við COVID-19. Á sjö vikum er nánast allt starfsfólk fyrirtækisins bólusett.
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Sex moskum lokað í Frakklandi
Sex moskum í Frakklandi verður lokað og starfsemi tveggja samtaka múslíma bönnuð að ákvörðun innanríkisráðherra landsins. Til stendur að banna fleiri slík samtök í landinu.
29.09.2021 - 03:48
Kaþólskir biskupar biðja frumbyggja Kanada afsökunar
Kaþólska kirkjan í Kanada baðst í gær fortakslausrar afsökunar á aldarlöngu ofbeldi og vanrækslu gagnvart Kanadamönnum af ættum frumbyggja í skólum kirkjunnar. Skólarnir voru stofnaðir af stjórnvöldum og margir hverjir í umsjón kaþólsku kirkjunnar.
25.09.2021 - 06:58
Sinna má gömlum kirkjum og húsum betur
Deildarstjóri minjavörslu og rannsókna hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur segir viðhald og eftirlit mikilvægan þátt í varðveislu menningararfs, eins og Miðgarðakirkju í Grímsey sem brann til kaldra kola í nótt. Gera megi betur í að sinna gömlum kirkjum og húsum.
22.09.2021 - 22:24
Þjóðkirkjan styður við endurbyggingu verði það ákveðið
Biskup Íslands segir bruna Miðgarðakirkju í Grímsey sorglegan. Yfirstjórn kirkjunnar muni styðja söfnuðinn eins og kostur sé, verði ákveðið að endurbyggja kirkjuna. Hjörleifur Stefánsson arkitekt segir hverja friðaða kirkju á Íslandi einstaka. Miðgarðakirkja hafi verið ein þeirra.
22.09.2021 - 11:20
Síðustu gyðingarnir farnir frá Afganistan
Zebulon Simentov varð loks að játa sig sigraðan. Þessi leiðtogi gyðinga neitaði að yfirgefa Afganistan þegar Sovétmenn réðust þar inn. Þrátt fyrir að Talibanar hafi handtekið hann fjórum sinnum og gengið í skrokk á honum og reynt að snúa honum til Islamstrúar var hann ekki á þeim buxunum að fara úr landi
09.09.2021 - 16:35
Biskupinn sem féll fyrir erótísku skáldi
Þegar spænski biskupinn Xavier Novell sagði af sér í síðasta mánuði gaf kaþólska kirkjan þá skýringu að það hefði verið af persónulegum ástæðum.
09.09.2021 - 13:40
Táragasi beitt á mótmælendur í Svartfjallalandi
Lögregla í Svartfjallalandi beitti táragasi á mótmælendur sem mótmæltu innsetningu nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Cetinje í dag. Mótmælin eru til marks um þann ágreining sem ríkir um tengslin við Serbíu og núning kirkjunnar við forseta landsins.
06.09.2021 - 00:35
Hörð mótmæli í Svartfjallalandi vegna vígslu biskups
Vígsla nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Svartfjallalandi hefur vakið hörð mótmæli í landinu. Mótmælin endurspegla núning milli kirkjunnar og forseta landsins.
05.09.2021 - 06:47