Trúarbrögð

Spegillinn
Gamlar sögur og nýjar á Norður-Írlandi
Fyrir 23 árum, 10. apríl 1998, var friðarsamkomulagið, kennt við föstudaginn langa, undirritað á Norður-Írlandi. Nú er það ungt fólk, fætt eftir eða um það leyti sem samkomulagið tókst, sem kastar bensínsprengjum í bíla og grýtir lögregluna. En eins og alltaf á Írlandi, gamlar sögur og nýjar fléttast saman, þá líka samþætting glæpa og hryðjuverka.
13.04.2021 - 08:46
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Páskadagsmessa í Dómkirkjunni
Hátíðarmessa á páskadag. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Guðbjörg Hilmarsdóttir sópransöngkona syngur How beautiful are the feet úr Messiah eftir G.F Handel.Dómorganisti er Kári Þormar og Dómkórinn syngur undir hans stjórn.
04.04.2021 - 10:32
Pistill
Draumur um krossfestingu
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar um krossfestinguna og mótsögnina í því þegar Guð hafnar sjálfum sér.
Kristur á leið til Emmaus kemur við á fótboltaleik
Fræg er sagan um það þegar Kristur upprisinn hitti lærisveinana tvo á leið til Emmaus. Frá því er sagt í Lúkasarguðspjalli og hefur frásögnin orðið að innblæstri fyrir tónverk og ljóð, en þar má nefna „Eyðilandið“ eftir T.S. Eliot og „Tímann og vatnið“ eftir Stein Steinarr.
29.03.2021 - 00:30
Yfir 650 milljóna halli á rekstri Þjóðkirkjunnar 2020
654 milljóna króna halli varð á rekstri Þjóðkirkjunnar í fyrra. Er þetta fyrst og fremst rakið til svokallaðra einskiptis fjárhagsaðgerða í efnahagsreikningi. Frá þessu er greint í skriflegu svari Þjóðkirkjunnar við fyrirspurn Morgunblaðsins, sem sagt er frá í blaðinu í dag.
19.03.2021 - 05:28
Geta ekki blessað samkynja sambönd
Vatíkanið greindi frá því í gær að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir samkynja sambönd, því guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið, en hann kvaðst sjálfur styðja samkynja sambönd þegar hann var beðinn álits fyrir heimildamynd í fyrra. 
Sendi umsögn á „ritskoðunardeild“ um helförina
Umsögn merkt „ritskoðunardeild allsherjar-og menntamálanefndar“ var send til Alþingis vegna frumvarps um breytingu á hegningarlögum þar sem bann er lagt við því að afneita helförinni. Umsögn um svipað efni var fjarlægð af vef Alþingis í desember.
08.03.2021 - 17:27
Meirihluti Svisslendinga vill banna búrkur
Bann við því að hylja andlit sitt á almannafæri var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í dag. Naumur meirihluti, eða 51%, kusu með banninu. Andlitsgrímur verða þó ekki bannaðar, þær falla undir undantekninguna að það sé leyfilegt að hylja andlit sitt af heilsufarsástæðum, vegna veðurs og við trúarathafnir.
07.03.2021 - 22:22
Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Frans páfa vel fagnað í Írak
Frans páfi kom í dag í heimsókn til Íraks. För hans er söguleg fyrir ýmsar sakir, meðal annars þá að páfi hefur aldrei áður komið til landsins. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna hins ótrygga ástands í Írak.
05.03.2021 - 17:51
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Fjöldi sóknarbarna fórnarlömb ofbeldis í Frakklandi
Mögulega hafa allt að tíu þúsund börn verið fórnarlömb ofbeldis af hálfu starfsmanna kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 1950. Frá þessu greinir Jean-Marc Sauve, yfirmaður rannsóknarnefndar sem kaþólska kirkjan setti á laggirnar. 
02.03.2021 - 18:27
Tónlist
Messugestir kvaddir með Metallicu
„Mörg lög með hljómsveitum eins Metallica og Queen eru ótrúlega vel samin,“ segir Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju. „Lagið Nothing else matters fjallar um kærleikann sem er grunnundirstaða kristinnar trúar og á alltaf við.“
Myndskeið
Meðalmaðurinn slafrar í sig 4 bollum á bolludaginn
Það eru allir í þeim gír að njóta á bolludaginn, segir formaður Landssambands bakarameistara sem áætlar að hver landsmaður spæni í sig fjórum bollum í dag. Þótt bollurnar séu gamalgróinn réttur er sífellt verið að prófa nýjar bragðtegundir.
15.02.2021 - 20:32
Messað að nýju í kirkjum eftir langa bið
Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni segir það mikið fagnaðarefni að hægt sé að hefja helgihald að nýju. Messað verður í Dómkirkjunni á sunnudaginn í fyrsta skipti í langan tíma. Slakað hefur verið á sóttvarnareglum. Biðraðir styttast við listasöfnin og hleypa má fólki í búningsklefa líkamsræktarstöðva.
Vilja afnema lög og tilskipanir frá 18. og 19. öld
Fjórir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella úr gildi lög og tilskipanir sem snúa að starfsemi Þjóðkirkjunnar. Þeir vilja að Þjóðkirkjan falli undir sömu lög og önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög í landinu fremur en sérlög. Þingmennirnir vilja nema úr gildi þá skilgreiningu að biskupar, prestar og prófastar séu embættismenn og breyta lögum þannig að trúfélög sjái sjálf um innheimtu sóknargjalda. Þingmennirnir vilja afnema ýmis ákvæði, sum frá fyrri hluta 18. aldar.
04.02.2021 - 09:51
Þúsundir við útför rabbína ergja varnarmálaráðherra
Þúsundir strangtrúaðra gyðinga tóku þátt í jarðarför rabbínans Meshulam Dovid Soloveitchik í dag og höfðu þar með að engu sóttvarnarráðstafanir og samkomutakmarkanir sem stjórnvöld hafa fyrirskipað. Benny Gantz varnarmálaráðherra brást við og sagði að samfélög strangtrúaðra yrðu að fara að lúta reglum til að sporna gegn COVID-19.
31.01.2021 - 14:33
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Helförin, arabíska vorið og haggis
Öfugþróun hefur verið í flestum arabaríkjum síðasta áratug, en miklar vonir voru bundnar var arabíska vorið svonefnda. Hluti þess voru mikil mótmæli í Kaíró sem leiddu til falls Hosnis Mubaraks, Egyptalandsforseta. Arabíska vorið, helförin og bresk og skosk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugga dagsins á Morgunvakt Rásar 1, sem og að þjóðarréttur Skota, haggis, er ekki skoskur heldur enskur að uppruna.
28.01.2021 - 10:45
Þórólfur: Fermið sem flesta en fylgið reglum
Það er ekki í anda sóttvarnarreglna að skipta fermingarveislum í tvennt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Margir íhuga nú að skipuleggja fermingarveislur þannig að gestum sé hleypt inn og út úr veislunni í hópum.
26.01.2021 - 08:38
Vilja dreifa ösku ástvina á vinsælum ferðamannastöðum
Sýslumanninum á Norðurlandi eystra berast árlega um 40 til 60 umsóknir á ári þar sem óskað er eftir leyfi til að dreifa ösku utan kirkjugarða. Helmingur þeirra kemur erlendis frá þar sem aðstandendur hinna látnu koma með jarðneskar leifar viðkomandi til landsins. Í langflestum tilvikum hafa umsækjendur engin tengsl við Ísland en vilja dreifa öskunni á vinsælum ferðamannastöðum.
21.01.2021 - 23:26
Páfinn: „Sjálfseyðandi afneitun" að hafna bólusetningu
Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.
Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi. 
Myndskeið
„Það er hægt að samræma guðs lög og sóttvarnalög“
Jakob Rolland  kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi segir sóttvarnareglur nauðsynlegar, en ekki sé ásættanlegt að sömu reglur gildi alls staðar. Hann segir að engin smit hafi verið rakin til messuhalds kirkjunnar, hugsanlega verði gerðar breytingar á messuhaldi á virkum dögum vegna fjöldatakmarkana. Hægt sé að samræma guðs lög og sóttvarnareglur.
Úthlutaði oblátum til kirkjugesta án sóttvarna
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort smit verði vegna þess að prestur úthlutaði oblátum í messu í Landakotskirkju í gær án þess að tryggja sóttvarnir. Sóttvarnareglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju.