Trúarbrögð

Fornleifafundur við kirkjuna í Grímsey
Minjar frá miðöldum fundust nýverið við rannsókn fornleifafræðinga í grunni Miðgarðakirkju í Grímsey.
18.05.2022 - 09:30
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Úkraínsk páskahátíð í Neskirkju
Páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar stendur nú yfir og er sjálfur páskadagur í dag. Páskahátíðin er aðalhátíð rétttrúnaðarkirkjunnar.
24.04.2022 - 18:40
Sjónvarpsfrétt
Hjá víkingamúslimum rekast menningarheimarnir ekki á
Ramadan, ein helgasta hátíð múslima, stendur nú sem hæst. Trúarleiðtogi þeirra á Íslandi telur fordóma í  garð múslima á Íslandi fara minnkandi og unga fólkið í söfnuðinum sé eins konar víkingamúslimar og þar rekist menningarheimarnir ekki á.
18.04.2022 - 08:10
Eldar og óeirðir í Malmö, fjórða daginn í röð
Uppþot og óeirðir héldu áfram í sænsku borginni Malmö á Skáni á páskadag, þar sem ítrekað hefur komið til harðra mótmæla og átaka síðustu daga. Fjöldi fólks safnaðist saman í Rosengård-hverfinu í hjarta borgarinnar í síðdegis og lét ófriðlega fram eftir kvöldi. Lögregla var með fjölmennt lið á vettvangi og freistaði þess að dreifa mannfjöldanum, en um klukkan 23 að staðartíma hitnaði enn í kolunum þegar mótmælendur kveiktu elda á nokkrum stöðum, þar á meðal í skóla í hverfinu.
17.04.2022 - 23:35
Leyfa milljón pílagríma til Mekka þetta árið
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar. Hadsjí hefst 7. júlí og stendur til 12. júlí í ár.
09.04.2022 - 02:40
Frans páfi væntanlegur til Líbanon
Til stendur að Frans páfi heimsæki Líbanon í júní, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembætti landsins. Mikil efnahagskreppa og pólítísk upplausn ríkir í Líbanon.
06.04.2022 - 01:27
Ramadan hefst í dag - ekki þó alls staðar
Ramadan - föstumánuður múslima hefst þessa dagana. Þjóðarleiðtogar eru ekki sammála um hvort hann hefst í dag eða á morgun. Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á trúariðkunina, þó að þau séu ekki nærri jafn mikil og áhrif heimsfaraldursins hafa verið síðustu tvö árin.
02.04.2022 - 19:16
Páfi biðst afsökunar á örlögum kanadískra frumbyggja
Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem kanadísk frumbyggjabörn máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um það bil aldarskeið.
Vilja að óháður aðili taki við bálförum
Fimm trúar- og lífsskoðunarfélög hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við að óháður aðili taki við þjónustu við bálfarir. Undir yfirlýsinguna skrifa Ásatrúarfélagið, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Siðmennt – félag siðrænna húmanista og Búddistasamtökin SGI á Íslandi.
31.03.2022 - 21:01
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Lestin
„Ég veit í sjálfu sér ekki hvort Guð er til eða ekki“
„Trúin hins vegar er mjög raunverulegt fyrirbæri og hana er hægt að rannsaka með aðferðum samfélagsfræði, sagnfræði, heimspeki, jafnvel málvísinda, fornleifafræði og svo framvegis,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur. Hann segir að hlutverk presta, stjórnmálamanna og stundum grínista sé hið sama á margan hátt; að leiðsegja.
27.03.2022 - 09:00
Vestræn ríki hvetja talibana til að opna stúlknaskóla
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja fordæma þá ákvörðun talibana-stjórnarinnar að loka öllum miðskólum fyrir stúlkur á miðvikudaginn örfáum klukkustundum eftir að þeir voru opnaðir að nýju.
Bælingarmeðferðir refsiverðar á Nýja Sjálandi
Nýsjálenska þingið hefur samþykkt löggjöf sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir, sem ætlað er að „lækna“ fólk af samkynhneigð, að refsiverðu athæfi. Samkvæmt lögunum er bannað að reynda að breyta eða bæla kynhneigð fólks eða kynvitund, með skaðlegum og skipulegum meðferðum hvers konar. Hámarksrefsing fyrir sérlega alvarleg tilfelli er fimm ára fangelsisvist.
16.02.2022 - 03:57
Á samviskunni
„Mér fannst ég hrapa í eitthvað hyldýpi“
Sibyl Urbancic var ársgömul þegar hún kom fyrst heim. Heim til Íslands. Í dag er hún 84 ára og hefur búið erlendis í yfir 60 ár en í eigin huga er hún og verður Íslendingur. Til þess að Sibyl gæti orðið Íslendingur mátti hins vegar lítið út af bregða í röð atburða sem björguðu lífi Urbancic-fjölskyldunnar. Móðir Sibyl var austurrískur gyðingur. Hún flúði í gegnum ólgandi Evrópu með Sibyl og eldri systkini hennar tvö undan vísum dauða af hendi nasista.
Á samviskunni
Frænka forsætisráðherra vildi bjarga börnum gyðinga
Árið 1938 fór Friðarvinafélagið þess á leit við stjórnvöld að hingað til lands kæmu börn gyðinga sem hætt voru komin á meginlandi Evrópu. Fremst í flokki fór Katrín Thoroddsen en hlaut ekki erindi sem erfiði. Í dag situr náfrænka og nafna Katrínar í embætti því er neitaði börnunum um hæli.
Á samviskunni
Hafa Íslendingar mannslíf á samviskunni?
Salinger-fjölskyldan frá Berlín, Erich, Gertrud og Steffi sem er átta ára gömul, vilja koma til Íslands. „Í ljósi þess að yfirvofandi brottflutningur okkar er knúinn af brýnni nauðsyn, bið ég yður að svara eins fljótt og auðið er,” skrifar Erich þann 5. desember 1938. Svarið er krotað efst á bréfið. „Nei” með rauðum penna. Salinger-fjölskyldan var myrt í Auschwitz.
Bræðurnir: Yfirlæti og vanþekking í rannsókn saksóknara
Bræðurnir Ágúst Einar og Einar Ágústssynir, sem sæta ákæru fyrir fjársvik í tengslum við rekstur trúfélag Zúista, segja nokkuð hafa borið á vanþekkingu hjá rannsakendum héraðssaksóknara á málefnum trúfélagsins. Það hafi verið afgreitt eins og það hefði að einhverju leyti verið dregið upp úr hatti þeirra.
27.01.2022 - 19:13
Benedikt páfi aðhafðist ekki vegna brota gegn börnum
Benedikt Páfi XVI brást ekki við sem skyldi þegar honum var greint frá kynferðisbrotum presta gegn börnum þegar hann var biskup í Munchen í Þýskalandi á árunum 1977 til 1982. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem þýsk lögfræðistofa lauk nýlega við. Páfinn neitar því að hafa látið brot viðgangast óátalin. Gögn sem stuðst var við í rannsókninni styðja hins vegar að hann hafi verið viðstaddur umræðu um brot kirkjunnar manna.
20.01.2022 - 12:36
Biskup ekki brotlegur þegar sá hæfasti fékk ekki brauð
Umboðsmaður Alþingis telur biskup Íslands ekki hafa brotið lög þegar hún tók mið af niðurstöðu kjörnefndar en ekki matsnefndar þegar skipaðir voru fjórir prestar í þremur prestaköllum. Umboðsmaður segir að biskupi beri að fylgja bindandi niðurstöðu kjörnefndar án tillits til efnislegrar eða tölulegrar niðurstöðu matsnefndar svo lengi sem umsækjendur uppfylli almenn hæfisskilyrði.
12.01.2022 - 14:32
Sögur af landi
Hugmynd um vistaskipti kviknaði í líkbílnum
Í byrjun árs 2020 jarðsöng séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, afa sinn á Ísafirði ásamt sóknarprestinum þar séra Magnúsi Erlingssyni. Í líkbílnum á leiðinni inn í kirkjugarð kviknaði sú hugmynd að kannski ættu þeir Magnús að prófa að hafa kirkjuskipti. „Þá sagði Magnús: Ja, ég get sagt þér frændi. Ef þú ert þá er ég til, rifjar Grétar upp, „og meðhjálparinn var í bílnum og spurði okkur hvort þetta væri þá ákveðið.“
Miður að frelsi sé notað til niðurrifs
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fjallaði um málefni líðandi stundar í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun og væntingar um að minni hörmungar verði á komandi ári en hafa verið á nýliðnu ári.
01.01.2022 - 13:46
Kastljós
Jólasveinarnir eru ekki þrettán heldur um hundrað
Nöfn íslensku jólasveinanna hafa greypst í vitund landsmanna úr Jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Færri vita kannski að í raun eru jólasveinarnir miklu fleiri, svo sem Lunguslettir, Flórsleikir, Kleinusníkir, Reykjasvelgur og kvenkyns jólasveinarnir Flotnös og Flotsokka.
30.12.2021 - 15:10
Allt helgihald fellt niður um áramótin annað árið í röð
Annað árið í röð verða sóknarbörn Þjóðkirkjunnar að láta sér nægja streymi og útvarpsmessur um áramót. Biskup tilkynnti í gær að ekkert helgihald yrði í kirkjum landsins um áramótin.
29.12.2021 - 13:16
Spegillinn
Kristnir sæta ofsóknum á Indlandi
Erlend fjárframlög til hjálparstarfs á vegum reglu Móður Teresu hafa verið fryst á Indlandi. Kristnir sæta vaxandi ofsóknum þar í landi, ráðist var á kirkjur og helgihaldi spillt um jólin.
28.12.2021 - 17:28