Trúarbrögð

Kirkjuráð samþykkir tilboð í Laugaveg 31
Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í Laugaveg 31 sem var húsnæði biskupsstofu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ákveðnir fyrirvarar á tilboðinu, meðal annars um fjármögnum og það skýrist síðar í þessum mánuði hvort af verður. Ásett verð á eignina er 570 milljónir en húsnæðið er 1.540 fermetrar. Ekki fengust upplýsingar um hver gerði tilboðið sem kirkjuráð samþykkti.. 
14.09.2020 - 19:45
Svona er talið líklegast að Jesú hafi litið út
Það eru engar lýsingar á útliti Jesú Krists í Biblíunni en sérfræðingar telja líklegast að hann hafi verið dökkur yfirlitum, smávaxinn, skegglaus og almúgalegur maður. Ekki er hann talinn hafa skorið sig úr fjöldanum á sínum tíma að fríðleika eða hörundslit eins og á þeim myndum sem við flest þekkjum af frelsaranum.
14.09.2020 - 12:50
„Ég læt brimið dynja á mér án þess að gefa eftir“
„Vestfirðir geta mjög auðveldlega eignað sér stærsta hlutann af hjarta þínu og þannig var það með mig,“ segir Pétur G. Markan fyrrum bæjarstjóri á Súðavík. Hann hefur valdið usla í hlutverki sínu sem samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar og hefur markaðsefni þar sem Jesús er sýndur með brjóst og andlitsfarða farið fyrir brjóstið á mörgum.
14.09.2020 - 09:54
Myndskeið
Kolvitlaus mynd af Jesú í flestum kirkjum á Íslandi
Sóknarprestur segir að sú mynd sem flestir hafi í huga sér af Jesú sé röng. Skiptar skoðanir eru um auglýsingamynd þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og andlitsfarða. Kirkjan hefur beðist afsökunar á myndinni en strætó skreyttur henni ekur um göturnar næstu vikurnar.
13.09.2020 - 19:20
Viðtal
„Þetta voru mistök, engin spurning“
Biskupsstofa vann heimavinnuna ekki nægilega vel áður en farið var í að setja Jesú fram með brjóst og andlitsfarða til þess að fagna fjölbreytileikanum, kynna sunnudagaskólann og vetrarstarf kirkjunnar. Þetta segir prestur í Grafarvogskirkju, og segir kirkjuna nú sitja uppi með afleiðingarnar.
12.09.2020 - 15:05
Tvær tillögur um flóttamenn á kirkjuþingi
Tvær tillögur að ályktunum um bætta þjónustu og stuðning við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd liggja fyrir kirkjuþingi. Í annarri er lýst efasemdum um getu grískra, ítalskra og ungverskra stjórnvalda um að skapa fólki á flótta mannsæmandi aðstæður.
10.09.2020 - 17:32
„Skiptir ekki máli hvort Jesús sé trans, kona eða karl“
Þjóðkirkjan uppfærði forsíðumynd sína á Facebook fyrir helgi og olli með því nokkru fjaðrafoki. Á myndinni má sjá Jesú kampakátan með sitt síða hár og skegg en einnig vegleg brjóst og andlitsfarða. Pétur G. Markan, samskiptastjóri kirkjunnar, segir myndina fanga samfélagið eins og það er, og fjölbreytileika þess.
06.09.2020 - 12:57
Prestum hugnast ekki að rukka sjálfir fyrir útfarir
Prestar telja að breyting sem gerð var á lögum um þjóðkirkjuna hafi sett starfskjör þeirra óvissu. Með breytingunni fá prestar ekki lengur greitt frá kirkjugörðum vegna kistulagninga, útfara og niðursetningu duftkerja heldur þurfa sjálfir að annast innheimtu þessara greiðslna. Og það hugnast þeim ekki.
04.09.2020 - 08:34
Viðtal
Jón Steinar talar fyrir frjálslegri og hlýlegri útförum
„Prestarnir gera þetta oft vel en það verður aldrei jafn hlýlegt og þegar einhver sem þekkti hinn látna talar,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, á RÚV í dag. Hann vakti máls á því á dögunum að ástvinir geti séð um minningarorð í útförum í stað presta.
Þjóðkirkjan braut jafnréttislög
Þjóðkirkjan braut gegn jafnréttislögum þegar sóknarprestur var skipaður í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem fjallaði um málið og kvað upp úrskurð fyrr í þessum mánuði. Nefndin segir að Þjóðkirkjan hafi ekki sýnt fram á að önnur sjónarmið en kyn umsækjenda hafi ráðið úrslitum um hver var valinn sóknarprestur. Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni segir að lærdómur verði dreginn af úrskurði kærunefndar unnið að tillögum um umbætur.
18.07.2020 - 14:48
Myndskeið
Eldur í 15. aldar dómkirkju
Eldur kviknaði í dómkirkju Péturs og Páls í frönsku borginni Nantes í morgun. Eldtungurnar standa út um glugga dómkirkjunnar. Óskað var eftir liðsinni slökkviliðs um klukkan átta í morgun að staðartíma, sex að íslenskum tíma. Um 60 slökkviliðsmenn voru að störfum við að reyna að slökkva eldinn rétt fyrir klukkan níu að íslenskum tíma, samkvæmt frétt AFP.
18.07.2020 - 08:57
Lýsir yfir hryggð vegna breytinga á Hagia Sophia
Alþjóða kirkjuráðið, sem í sitja fulltrúar 350 kristinna kirkna, hefur ritað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, bréf þar sem það lýsir yfir hryggð og vonbrigðum með áform forsetans um að breyta Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, úr safni í mosku. 
11.07.2020 - 13:55
Heimila að breyta Ægisif í mosku
Æðsti dómstóll Tyrklands heimilaði í dag að Ægisif eða Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, verði breytt úr safni í mosku. Byggingin var reist í Istanbúl á sjöttu öld og var ein af höfuðkirkjum kristinnar trúar í þúsund ár. Eftir það var hún moska í fimm aldir þar til hún var gerð að safni um miðjan fjórða áratug síðustu aldar.
10.07.2020 - 14:59
Segir furðulegt ef úthýsa ætti presti úr sóknarbústað
Sóknarpresturinn í Laugalandsprestakalli, segir að sér þætti það furðulegt ef „úthýsa ætti sóknarpresti úr prestsbústað sem hefur vilja og getu til að kaupa húsnæðið.“ Og sóknarpresturinn í Útskálaprestakalli segir það hafa verið sér „ákveðið áfall“ þegar honum var tilkynnt að hann yrði að skila prestssetrinu við lok skipunartíma síns. Hann óskar eftir því að ákvörðunin verði dregin til baka.
08.06.2020 - 07:29
Skakkir prestar
Fornleifafræðingar í Ísrael hafa fundið leifar af hassi í rústum við hina fornu borg Arad í Ísrael. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fornleifafræðingar finna kannabis frá járnöld, í fyrra fundust hassleifar í 2.500 ára gömlum leirpottum í Vestur-Kína.
04.06.2020 - 19:32
Fótspor Krists á veggteppi og í sálmi
Samkvæmt Biblíunni steig Jesús upp til himna fjörutíu dögum eftir upprisu sína og því er uppstigningardagur fjörutíu dögum eftir páska. Uppstigningunni hefur oft verið lýst, bæði í myndlist og tónlist.
20.05.2020 - 16:29
Messað í kirkjum landsins í dag
Guðsþjónustur fara mjög víða fram á nokkuð hefðbundinn hátt í dag, en undanfarnar vikur hefur messuhald verið með breyttu sniði vegna samkomubannsins.
17.05.2020 - 08:38
Gæti kostað 150 milljónir að gera við Skálholtskirkju
Það gæti kostað á bilinu 100 til 150 milljónir króna að gera við húsnæði Skálholtskirkju. Þetta segir Kristján Björnsson vígslubiskup. Hann sendi Kirkjuráði bréf um síðustu mánaðamót, þar sem hann lýsti neyðarástandi vegna húsnæðis Skálholtskirkju. Fréttastofa ræddi við Kristján í hádeginu. 
16.05.2020 - 13:03
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Heimskviður
Trúin á tímum kórónuveiru
Leiðtogar fjölmargra trúfélaga víða um heim hafa síðustu vikur óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði andlega líðan einstaklingsins, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum, en um leið hjálpa öðrum.
26.04.2020 - 07:30
Kæra kirkju vegna sölu á kraftaverkalyfi við COVID-19
Bandaríska dómsmálaráðuneytið greip í gær til aðgerða til að stöðva sölu hættulegrar efnablöndu sem trúarsöfnuður í Flórída markaðssetti sem „kraftaverkalækningu" á COVID-19 veirusjúkdómnum - og reyndar flestum sjúkdómum öðrum.
Segir það alvarlegt mál að rjúfa trúnaðarskyldu
Það er alvarlegt mál ef prestur rýfur trúnaðarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum og varðar viðstarfs- og siðareglur presta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Trúnaðarskylda presta sé hornsteinn í sambandi þeirra við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga.
13.04.2020 - 15:05
Segðu mér
„Allir heimsins herir gætu ekki sigrað kórónuveiruna“
„Samfélagið okkar er í svo mikilli fegurð að rísa á fætur. Við sjáum fólk hlúa að þeim sem á höllustum fæti standa," segir Bjarni Karlsson prestur og sálgæslumaður sem telur kórónuveiruna, skæð sem hún er, kenna manninum mikilvæga lexíu. Heimsfaraldurinn sé stríð sem ekki verður unnið með vopnum heldur samstöðu.
22.03.2020 - 09:12
Fermingum frestað í Danmörku
Danska þjóðkirkjan hefur frestað fermingum fram yfir hvítasunnu vegna COVID-19 faraldursins. Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá kirkjumálaráðuneytinu í Kaupmannahafnar voru biskupar landsins sammála um að fresta athöfnunum.
18.03.2020 - 13:55
Skipulag útfara þarf að taka mið af samkomubanni
Útfarir fara fram á meðan samkomubann gildir, en aðstandendur látinna þurfa að útfæra þær í samráði við presta með samkomubann til hliðsjónar. Þetta segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í samtali við fréttastofu. 
13.03.2020 - 13:05