Trúarbrögð

Ebrahim Raisi settur í embætti Íransforseta í dag
Nýkjörinn forseti Írans, harðlínumaðurinn Ebrahim Raisi, verður settur í embætti í dag. Við honum blasa margvísleg úrlausnarefni á sviði efnahagsmála auk glímunnar við vaxandi útbreiðslu COVID-19 í landinu.
03.08.2021 - 05:27
Fleiri Afgönum boðið hæli í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn kveðst reiðubúin að fjölga í hópi þeirra Afgana sem fái hæli vestra. Harðir bardagar geisa um þrjár lykilborgir í Afganistan og Bandaríkjamenn óttast að þeim Afgönum sem liðsinntu þeim undanfarna tvo áratugi verði refsað grimmilega
Eldflaugaárás gerir flugvöllinn í Kandahar óstarfhæfan
Flugvöllurinn í Kandahar í Afganistan skemmdist í eldflaugaárás Talibana í nótt. Minnst þremur flaugum var skotið að flugvellinum og tvær sprungu á flugbraut. Sókn Talibana í átt að lykilborgum í landinu þyngist óðum.
01.08.2021 - 04:42
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Háttsettur kaþólikki í klandri vestra
Aðalritari Samtaka kaþólskra biskupa í Bandaríkjunum hefur sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi stundað bari fyrir samkynhneigða og notað stefnumótaforritið Grindr, samkvæmt tilkynningu sem biskuparnir sendu frá sér á þriðjudag.
21.07.2021 - 23:08
Félagsstarf Ásatrúarmanna hefst í Öskjuhlíð undir haust
Jóhanna G. Harðardóttir starfandi allsherjargoði segir hægt en vel miða við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð. Nú styttist í að hluti starfseminnar flytji þangað inn.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
Kristileg útvarpsstöð þarf ekki að borga erfðaskatt
Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns sem taldi að útvarpsstöðin Lindin ætti að greiða skatt af arfi sem hún fékk. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að útvarpsstöðin starfaði að almenningsheillum.
03.07.2021 - 21:11
Kardínáli og níumenningar ákærðir fyrir fjársvik
Dómari í Vatíkaninu hefur fyrirskipað að tíu manns, þar á meðal ítalskur kardínáli, skuli þura að svara til saka fyrir meinta fjármálaglæpi.
03.07.2021 - 18:44
Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada
Yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja fundust við fyrrum heimavistarskóla í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Reiði í garð kaþólsku kirkjunnar fer sífellt vaxandi í ríkinu, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst á lóð heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í landinu á skömmum tíma. Eldur hefur verið lagður að kaþólskum kirkjum í landinu, og loguðu tvær slíkar í gær.
01.07.2021 - 03:41
Sjónvarpsfrétt
Tuttugu hjónavígslur í dag í Grafarvogskirkju
Brúðarmarsinn hljómaði hvorki meira né minna en tuttugu sinnum í Grafarvogskirkju í dag þar sem fram fóru jafnmargar hjónavígslur. 
26.06.2021 - 19:16
Biskup: „Sjaldan hefur andleg leit fólks verið meiri“
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir ekki hægt að segja að trúin sé ekki ráðandi í lífi Íslendinga. Níu af hverjum tíu séu skráðir í trúar-og lífskoðunarfélög og tæp 80 prósent í trúfélögum sem treysta á æðri mátt í lífi sínu. „Sjaldan hefur andleg leit fólks verið meiri og vart er opnað blað eða fésbókarsíða án þess að sjá tilboð um námskeið þar sem andleg leit kemur við sögu,“ sagði Agnes í predikun sinni í hátíðarguðsþjónustu Dómkirkjunnar í morgun.
17.06.2021 - 11:04
Miklar endurbætur á Silfrastaðakirkju
Miklar endurbætur eru nú hafnar á Silfrastaðakirkju í Skagafirði, sem er bæði sigin og illa farin af fúa. Áætlað er að viðgerðin taki fimm ár og kosti fimmtíu milljónir króna.
Helmingi færri hirða um kirkjugarðana
Viðvarandi fjárskortur hefur orðið til þess að viðhaldi og umhirðu í kirkjugörðum Reykjavíkur eru verulega ábótavant. Helmingi færri starfsmenn sinna umhirðu á sumrin nú en fyrir nokkrum árum.
29.05.2021 - 18:09
Sóknarnefnd sér fram á betri tíð með regnboga Ólafs
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju bindur vonir við að ljósverk Ólafs Elíassonar í turni kirkjunnar tryggi að kirkjan geti verið sjálfbær og staðið undir þeim mikla viðhalds- og endurnýjunarkostnaði sem henni fylgir næstu áratugi. Reynsla annarra borga hafi sýnt að verk Ólafs eru segull fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Regnboginn eigi eftir að auka enn frekar orðspor kirkjunnar sem eins af helstu „íhugunarstöðum heims“.
21.05.2021 - 15:56
Björn Steinar leiðir tónlistarstarf í Hallgrímskirkju
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur samþykkt að Björn Steinar Sólbergsson taki að sér að leiða tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Styr hefur staðið um stöðu tónlistarflutnings í kirkjunni eftir að ljóst varð að Hörður Áskelsson organisti myndi hverfa á braut. Björn Steinar er konsertorganisti og skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
13.05.2021 - 08:23
Vara við skelfilegu menningarslysi í Hallgrímskirkju
Félagar í Tónskáldafélagi Íslands furða sig á fréttum af þróun tónlistarmála í Hallgrímskirkju og hvetja yfirstjórn kirkjunnar til að forða „því skelfilega menningarslysi“ sem þeir telja að felist í brotthvarfi kantors og kóra kirkjunnar. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Tónskáldafélags Íslands í gær.
Mótettukórinn ætlar að fylgja Herði úr Hallgrímskirkju
Mótettukór Hallgrímskirkju ætlar ekki að starfa áfram í kirkjunni og hyggst fylgja Herði Áskelssyni „hvert á land sem er“. Hörður lætur af störfum um næstu mánaðamót eftir deilur við sóknarnefndina en hann hefur verið kantor og organisti Hallgrímskirkju í nær 40 ár. Mótettukórinn er eini kór Hallgrímskirkju og því óljóst hvernig kórstarfi verður háttað þar á næstunni.
03.05.2021 - 15:10
Sóknarnefndarformaður ósammála skrifum kantors
Formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju gerir athugasemdir við tölvupóst sem Hörður Áskelsson, fráfarandi kantor Hallgrímskirkju, sendi á Listvini Hallgrímskirkju í fyrradag. Í bréfinu segir Hörður að forsvarsmenn kirkjunnar hafi kosið að víkja honum úr starfi. Formaðurinn segir þetta ekki rétt. Hörður hafi hafnað heiðurssamningnum og sjálfur lagt fram ósk um stafslok.
03.05.2021 - 08:10
Þjóðarsorg í Ísrael vegna stórslyss á trúarhátíð
Að minnsta kosti 45 létust og á annað hundrað slösuðust þegar áhorfendapallur gaf sig á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í nótt. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.
30.04.2021 - 12:43
Tugir tróðust undir á pílagrímsstað í Ísrael
Minnst 44 létust þegar áhorfendapallur hrundi og óðagot greip um sig í mikilli mannþröng á pílagrimsstað í norðanverðu Ísrael að morgni föstudags. Á annað hundrað slösuðust, mörg alvarlega. Ísraelska sjúkraflutningafyrirtækið MDA greinir frá því á Twitter að lík 38 pílagríma bíði flutnings og AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni sjúkrahúss í bænum Ziv að sex lík hafi verið flutt þangað.
30.04.2021 - 01:24
Leitar til umboðsmanns vegna sóknargjalda
Valgarður Guðjónsson, tónlistarmaður og forritari, hefur sent Umboðsmanni Alþingis formlegt erindi þar sem fjármálaráðuneytið hefur neitað kröfu hans um að skattar hans verði lækkaðir sem nemur sóknargjöldum. Valgarður stendur utan trúfélaga og lífsskoðunarfélaga og segir það mannréttindabrot að vera látinn greiða sóknargjöld rétt eins og þau sem tilheyra félögum sem eiga rétt á slíkum greiðslum úr ríkissjóði. Hann er reiðubúinn að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
29.04.2021 - 09:10
Danskir þingmenn greiða atkvæði um umskurð drengja
Þingmenn á danska þinginu greiða í dag atkvæði um hvort banna skuli umskurð sveinbarna og pilta undir átján ára aldri í Danmörku. Þótt mikill meirihluti dönsku þjóðarinnar sé fylgjandi slíku banni eru engar líkur á að tillagan verði samþykkt.
20.04.2021 - 06:28
Spegillinn
Gamlar sögur og nýjar á Norður-Írlandi
Fyrir 23 árum, 10. apríl 1998, var friðarsamkomulagið, kennt við föstudaginn langa, undirritað á Norður-Írlandi. Nú er það ungt fólk, fætt eftir eða um það leyti sem samkomulagið tókst, sem kastar bensínsprengjum í bíla og grýtir lögregluna. En eins og alltaf á Írlandi, gamlar sögur og nýjar fléttast saman, þá líka samþætting glæpa og hryðjuverka.
13.04.2021 - 08:46