Trúarbrögð

Segir furðulegt ef úthýsa ætti presti úr sóknarbústað
Sóknarpresturinn í Laugalandsprestakalli, segir að sér þætti það furðulegt ef „úthýsa ætti sóknarpresti úr prestsbústað sem hefur vilja og getu til að kaupa húsnæðið.“ Og sóknarpresturinn í Útskálaprestakalli segir það hafa verið sér „ákveðið áfall“ þegar honum var tilkynnt að hann yrði að skila prestssetrinu við lok skipunartíma síns. Hann óskar eftir því að ákvörðunin verði dregin til baka.
08.06.2020 - 07:29
Skakkir prestar
Fornleifafræðingar í Ísrael hafa fundið leifar af hassi í rústum við hina fornu borg Arad í Ísrael. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fornleifafræðingar finna kannabis frá járnöld, í fyrra fundust hassleifar í 2.500 ára gömlum leirpottum í Vestur-Kína.
04.06.2020 - 19:32
Fótspor Krists á veggteppi og í sálmi
Samkvæmt Biblíunni steig Jesús upp til himna fjörutíu dögum eftir upprisu sína og því er uppstigningardagur fjörutíu dögum eftir páska. Uppstigningunni hefur oft verið lýst, bæði í myndlist og tónlist.
20.05.2020 - 16:29
Messað í kirkjum landsins í dag
Guðsþjónustur fara mjög víða fram á nokkuð hefðbundinn hátt í dag, en undanfarnar vikur hefur messuhald verið með breyttu sniði vegna samkomubannsins.
17.05.2020 - 08:38
Gæti kostað 150 milljónir að gera við Skálholtskirkju
Það gæti kostað á bilinu 100 til 150 milljónir króna að gera við húsnæði Skálholtskirkju. Þetta segir Kristján Björnsson vígslubiskup. Hann sendi Kirkjuráði bréf um síðustu mánaðamót, þar sem hann lýsti neyðarástandi vegna húsnæðis Skálholtskirkju. Fréttastofa ræddi við Kristján í hádeginu. 
16.05.2020 - 13:03
Pell vissi af barnaníði á áttunda áratugnum
Ástralski kardinálinn George Pell vissi af kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Pell var sjálfur sýknaður af barnaníði í síðasta mánuði.
Heimskviður
Trúin á tímum kórónuveiru
Leiðtogar fjölmargra trúfélaga víða um heim hafa síðustu vikur óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði andlega líðan einstaklingsins, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum, en um leið hjálpa öðrum.
26.04.2020 - 07:30
Kæra kirkju vegna sölu á kraftaverkalyfi við COVID-19
Bandaríska dómsmálaráðuneytið greip í gær til aðgerða til að stöðva sölu hættulegrar efnablöndu sem trúarsöfnuður í Flórída markaðssetti sem „kraftaverkalækningu" á COVID-19 veirusjúkdómnum - og reyndar flestum sjúkdómum öðrum.
Segir það alvarlegt mál að rjúfa trúnaðarskyldu
Það er alvarlegt mál ef prestur rýfur trúnaðarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum og varðar viðstarfs- og siðareglur presta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Trúnaðarskylda presta sé hornsteinn í sambandi þeirra við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga.
13.04.2020 - 15:05
Segðu mér
„Allir heimsins herir gætu ekki sigrað kórónuveiruna“
„Samfélagið okkar er í svo mikilli fegurð að rísa á fætur. Við sjáum fólk hlúa að þeim sem á höllustum fæti standa," segir Bjarni Karlsson prestur og sálgæslumaður sem telur kórónuveiruna, skæð sem hún er, kenna manninum mikilvæga lexíu. Heimsfaraldurinn sé stríð sem ekki verður unnið með vopnum heldur samstöðu.
22.03.2020 - 09:12
Fermingum frestað í Danmörku
Danska þjóðkirkjan hefur frestað fermingum fram yfir hvítasunnu vegna COVID-19 faraldursins. Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá kirkjumálaráðuneytinu í Kaupmannahafnar voru biskupar landsins sammála um að fresta athöfnunum.
18.03.2020 - 13:55
Skipulag útfara þarf að taka mið af samkomubanni
Útfarir fara fram á meðan samkomubann gildir, en aðstandendur látinna þurfa að útfæra þær í samráði við presta með samkomubann til hliðsjónar. Þetta segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, í samtali við fréttastofu. 
13.03.2020 - 13:05
Íslenskur sjónvarpspredikari ákærður fyrir skattsvik
Eiríkur Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Hann er í ákærunni sagður hafa nýtt ávinning af brotunum, rúmlega 36 milljónir, í eigin þágu.
09.03.2020 - 11:03
Vilja afglæpavæða fjölkvæni í Utah
Afglæpavæðing fjölkvænis var á þriðjudag einróma samþykkt í öldungadeild ríkisþingsins í Utah. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt með 29 atkvæðum gegn engu eftir litlar sem engar umræður. Það fer nú til umfjöllunar í fulltrúadeild þingsins, þar sem reikna má með að það mæti meiri andstöðu.
20.02.2020 - 05:39
Vilja banna prestum að blessa gereyðingarvopn
Rússneskir prestar ættu að hætta að blessa kjarnorkuvopn og önnur gjöreyðingarvopn sem eru til þess fallin að drepa fjölda fólks af handahófi, þar á meðal almenna borgara. Þannig hljóðar tillaga að breytingum á vinnureglum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem nú eru til umræðu þar á bæ.
05.02.2020 - 07:12
Tugir tróðust undir í leit að lækningu
Tuttugu létust og á annan tug slösuðust í troðningi í messu vinsæls prests í Tansaníu í gær. Presturinn lagði á flótta og hafa yfirvöld skorað á hann að gefa sig fram.
02.02.2020 - 11:07
Kirkjunni dæmdar bætur vegna leka við prestsbústað
Landsréttur dæmdi Hitaveitufélag Hvalfjarðar og Vátryggingafélag Íslands fyrir helgi skaðabótaskyld vegna lekaskemmda á prestsbústaðnum í Saurbæ. Hitaveitufélagið og tryggingafyrirtækið voru dæmd til að greiða Kirkjamálasjóði tæpar fimm milljónir króna í bætur vegna skemmda sem hlutust af leka frá hitaveitulögn.
02.02.2020 - 08:30
Myndskeið
Banaslys á þrettándahátíð í Eþíópíu
Að minnsta kosti tíu létust og margir slösuðust þegar áhorfendapallar hrundu á þrettándahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar í Eþíópíu í dag. Slysið varð í borginni Gondar í norðurhluta landsins. AFP fréttastofan hefur eftir læknum á háskólasjúkrahúsi borgarinnar að 100 til 150 séu slasaðir, sumir svo alvarlega að þeim er vart hugað líf.
20.01.2020 - 16:09
Ríkið má neita að borga Zuistum
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sýknaði ríkið í gær af kröfu trúfélagsins Zuism. Forsvarsmenn félagsins töldu ríkið brjóta á sér með því að neita að greiða því sóknargjöld. Sýslumaður sem sér um málefni trúfélaga hafði beðið Fjársýslu ríkisins að stöðva greiðslu sóknargjalda þar sem upplýsingar frá félaginu töldust ekki sýna fram á að það uppfyllti reglur.
16.01.2020 - 08:36
Úrskurðar að erfðareglur kristinna gildi um kopta
Egypskur dómstóll dæmdi í dag að kristnar erfðareglur eigi að gilda um skiptingu arfs þeirra sem teljast til kopta í landinu. Koptar eru kristinn minnihlutahópur, um tíu til fimmtán prósent þjóðarinnar sem er að miklum meirihluta súnní-múslimar. 
05.01.2020 - 21:49
Fá upplýsingar um félaga í trú-og lífsskoðunarfélögum
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þjóðskrá megi afhenda trú-og lífsskoðunarfélögum persónuupplýsingar um meðlimi þeirra. Siðmennt óskaði eftir þessum upplýsingum fyrir ári en Þjóðskrá hafnaði beiðninni þar sem hún taldi enga skýra lagaheimild til staðar fyrir afhendingu listans.
02.01.2020 - 17:08
Tilhneiging til „skipulegrar afkristnunar síðustu árin“
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir veigamikil rök fyrir því að þeir kvótaflóttamenn sem komi hingað til lands séu kristnir. Þeir eigi auðveldara með að aðlagast íslensku samfélagi, siðum og venjum. Þá sé það áhyggjuefni að hér á landi hafi gætt ákveðinnar tilhneigingar til skipulegrar afkristnunar síðustu árin. „Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta.“
02.01.2020 - 14:14
Myndskeið
Páfi biðst afsökunar á að hafa slegið á hönd konu
Frans páfi hefur beðist afsökunar á því að hafa slegið á hönd konu sem greip í hann á  þar sem hann gekk um og heilsað fólki skömmu áður en hann söng messu í Péturskirkju í Róm í gærkvöld.
01.01.2020 - 16:51
Upptaka
Prestar ekki lengur embættismenn ríkisins
Prestar landsins eru frá og með þessum fyrsta degi ársins ekki lengur embættismenn ríkisins og nýr ráðningarsamningur hefur tekið gildi við starfsfólk biskupsstofu og kirkjuráðs. Þetta kom fram í nýárspredikun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, í Dómkirkjunni í morgun. Þetta sé í samræmi við nýlega samþykktar breytingar á lögum.
01.01.2020 - 11:42
Fyrstu jól eftir afnám banns við skemmtunum
Jólin sem nú standa sem hæst eru þau fyrstu sem haldin eru eftir breytingar á lögum um helgidagafrið og helgidaga þjóðkirkjunnar. Alþingi afnam í sumar bann við allri almennri starfsemi, dansleikjum og einkasamkvæmum á veitingastöðum, opinberum sýningum, happdrættum, bingóum og öðrum spilum á helgidögum Þjóðkirkjunnar.
25.12.2019 - 11:24