Tónlistarmyndband

Þeir tónlistarmenn sem vilja freista þess að koma myndbandi í spilun á Rúv og eða á ruv.is  geta vistað myndböndin sín hér að neðan og mjög mikilvægt er að allir reitir séu útfylltir.  

Athugið að ef þið viljið koma laginu í RÚV-Sjónvarp þá þarf myndbandið að berast svona til okkar.

Skilyrði:

  • Myndin ætti að vera 1920x1080 interlaced.
  • 25 rammar á sekúndu.
  • Hljóð stereo á sporum 1 og 2.
  • Ef 5.1 mix er til þá má það koma á sporum 3-8.
  • XDCAM HD 422 50Mb/s í .mxf skrá (viljum helst það) eða Apple ProRes í .mov skrá. Vinsamlegast sendið bara .mxf eða .mov skrár.
  • Fylla þarf út annað hvort Youtube eða niðurhal boxið.

Notið aðeins hlekki sem renna ekki út á stuttum tíma. Við mælum með Dropbox, Google drive og One drive, en ekki WeTransfer.