Tjörneshreppur

Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Segir sameiningu óumflýjanlega
Oddviti Tjörneshrepps telur að sveitarfélagið geti staðið á eigin fótum án þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Það séu hlunnindi fólgin í því að búa í litlu samfélagi en örlög hreppsins séu ráðin, sameining sé óumflýjanleg.
26.09.2019 - 06:29
Tjörneshreppur segir sig úr SÍS og Eyþingi
Tjörneshreppur hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþingi. Hreppurinn er þar með eina sveitarfélag landsins sem stendur utan Sambands sveitarfélaga. Varaoddviti Tjörneshrepps segir úrsögnina mótmæli við þingsályktun um þúsund manna lágmark í hverju sveitarfélagi.
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Hitaveitan langstærsta málið
Stærsta málið er klárlega að leggja hitaveitu fyrir sveitarfélagið, segir Aðalsteinn J. Halldórsson, oddviti T-listans í Tjörneshreppi. Sjálfkjörið verður í Tjörneshreppi líkt og í síðustu sveitarstjórnarkosningum þegar T-listinn var einnig sjálfkjörinn.
T-listinn sjálfkjörinn í Tjörneshreppi
Aðeins eitt framboð, T-listi Tjörneslistans, býður fram í sveitarstjórnarkosningum í í Tjörneshreppi vor og telst þar því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn hreppsins sem birt var á vefnum 631.is í dag.
Leggjast gegn lögboðnum sameiningum
Forsvarsmenn nokkurra af minnstu sveitarfélögum landsins leggjast alfarið gegn því að knýja fram sameiningar með lögum. Oddviti Skorradalshrepps segir að hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga ráðist af fleiri þáttum en íbúafjölda.
Tjörneshreppur
Í Tjörneshreppi bjuggu 55 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 72. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins, semsagt það þriðja fámennasta. Einum framboðslista var skilað inn í sveitarfélaginu og er hann því sjálfkjörinn.
14.05.2014 - 17:30
Sjálfkjörnir listar á þremur stöðum
Ekki verður kosið til sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi, Tjörnsehreppi og Vesturbyggð í vor. Á hverjum þessara staða var aðeins boðinn fram einn listi og frambjóðendur þar eru því sjálfkjörnir.
Vilja jafnræði í flutningsjöfnun
Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir að löggjafinn hafi ekki gætt jafnræðis við úthlutun svæðisbundins flutningsjöfnunarstyrks. Hluti starfssvæðisins fái aukinn styrk en aðrir séu skildir eftir, jafnvel þó fjarlægðir séu þær sömu eða meiri.
Þriggja fasa rafmagn vantar víða
Tvö íslensk sveitarfélög eru algerlega án þriggja fasa rafmagns. Tæplega 1.800 íslenskir sveitabæir eiga aðeins möguleika á einfasa rafmagni. Það kostar um 17,5 milljarða króna að koma þriggja fasa rafmagni á þá alla.
16.11.2012 - 13:30
Margt óljóst varðandi Grímsstaði
Oddviti Tjörneshrepps segir margt óljóst í áformum sveitarfélaga um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Til dæmis hafi skipulags- og fráveitumál ekki verið leyst. Að minnsta kosti tvö sveitarfélög á Norðausturlandi ætla ekki að koma að hlutafélagi um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
13.05.2012 - 12:32
Ætla ekki að vera með í kaupunum
Þingeyjarsveit mun að líkindum ekki vera með í kaupunum á Grímsstöðum á Fjöllum.
13.05.2012 - 08:23
Dvalarheimili rekið á yfirdrætti
Hvammur, dvalarheimili aldraðra á Húsavík hefur undanfarna mánuði verið rekinn á yfirdrætti í Landsbankanum. Rekstrarvanda heimilisins má rekja til þess að ekki hefur fengist heimild félagsmálaráðuneytisins til þess að fjölga þar hjúkrunarrýmum.