Þingmál

Tímabært að leggja Jafnréttisráð niður
Tímabært er að leggja Jafnréttisráð niður og finna vinnu þess annan farveg. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins sem kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Hlutdeildarlán gætu leitt til hækkunar fasteignaverðs
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Þeim er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum að eignast sína fyrstu íbúð. Hagfærðingur Landsbankans segir aðgerðirnar geta leitt til þess að fasteignir hækki í verði.
04.09.2020 - 14:13
Myndskeið
„Sláandi“ niðurstaða skýrslu um starfsumhverfi þingsins
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að niðurstöður viðamikillar könnunar Félagsvísindastofnunar á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu þingsins séu á margan hátt sláandi. Í könnuninni var lögð sérstök áhersla á einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni.
19.05.2020 - 14:55
„Á að skilja ungt fólk eftir enn eina ferðina?“
„Atvinnuleysisbætur eru neyðarúrræði. Við eigum að skapa störf fyrir námsmenn, eins mörg og við mögulega getum. Það er það sem ríkisstjórnin ætlar að gera.“ Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, í svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
11.05.2020 - 17:15
Viðtal
Vill að þingið fjalli um ofbeldisrannsókn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fjallað verði á þingi um rannsókn á kynbundnu ofbeldi sem þingkonur mæta. 20 af 25 stjórnmálakonum sögðust í nýrri rannsókn hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi.
18.10.2019 - 08:40
„Verðum að beina sjónum að litlum fyrirtækjum“
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillagan er í sjö liðum og er ætlað að styðja sérstaklega við vöxt og viðgang smærri fyrirtækja og efla nýsköpun í landinu.
17.10.2019 - 15:45
Segir Ísland ekki eiga heima á gráum lista
Ísland gæti lent á gráum lista þjóða sem ekki hafa gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gerist það verður Ísland fyrsta Evrópuríkið í fjölmörg ár til að eiga sæti á listanum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir Ísland ekki eiga heima á listanum. 
17.10.2019 - 14:29
Skoða framleiðslu iðnaðarhamps
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, vill endurskoða laga-og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Hún segir fordóma sem fólk hafi fyrir vímuefninu THC eigi ekki að hindra aðra notkun hampsins.
17.10.2019 - 11:19
Stúlkur mega nú heita Ari og drengir Anna
Ný lög um kynrænt sjálfræði, sem samþykkt voru á Alþingi á þriðjudag, fela í sér breytingar á lögum um mannanöfn. Fellt verður út ákvæði í lögum um mannanöfn sem segir að stúlku skuli gefið kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Skráning nafna í nafnaskrá verður þar með ekki lengur kyngreind og ætla má að hver sem er, óháð kyni, geti tekið sér hvaða nafn sem er á skrá, og breytt skráningu hjá Þjóðskrá.
21.06.2019 - 08:05
Segir skýr mannréttindabrot í nafnalögum
Í nótt var frumvarp Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, og fleiri þingmanna Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata um breytingar á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Prófessor í íslenskri málfræði segir lögin fela í sér skýr mannréttindabrot. Breytingar á þeim varði ekki fyrst og fremst íslenskt mál, heldur séu þær mikilvægt mannréttindamál.
20.06.2019 - 15:42
Viðtal
Samkomulag við Miðflokkinn liggur í loftinu
Samið hefur verið um þinglok við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar. Enn hefur ekki náðst samkomulag við Miðflokkinn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhera, segir að þó lending hafi enn ekki náðst sjái til lands.
13.06.2019 - 19:26
Samið um þinglok við fjóra af fimm flokkum
Samið hefur verið um þinglok við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, en enn er ósamið við Miðflokkinn. Búist er við að afgreiðslu þriðja orkupakkans verði frestað til síðsumars.
13.06.2019 - 18:37
Umræðu um þriðja orkupakkann líklega frestað
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur boðað formenn flokka sem sæti eiga á Alþingi til fundar klukkan 16. Fundurinn er í raun framhald á fundi þeirra í hádeginu. Margt bendir til þess að samkomulag um þingstörfin og afgreiðslu mála liggi nánast á borðinu.
13.06.2019 - 15:54
Vilja skýrslu frá ráðherra um dánaraðstoð
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram beiðni um skýrslu, ásamt átta þingmönnum úr Viðreisn, Vinstri grænum, Framsókn, Pírötum og Samfylkingu, frá heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð. Vilja flutningsmenn að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um dánaraðstoð þar sem fjallað verði um upplýsingar og þróun lagaramma, ástæður þar sem dánaraðstoð sé leyfð, reynsluna annars staðar frá og opinbera umræðu. 
13.06.2019 - 15:14
Samkomulag um þinglok í uppsiglingu
Flest bendir til þess að formenn flokkanna séu að ná samkomulagi um þinglok og afgreiðslu mála. Bendir margt til þess að samið verði sérstaklega við Miðflokkinn um með hvaða hætti skilið verði við þriðja orkupakkann og við aðra stjórnarandstöðuflokka um önnur mál. Endaleg niðurstaða mun að öllum líkindum liggja fyrir um miðjan dag. 
13.06.2019 - 14:15
Hefur trú á að málin leysist fyrr en seinna
Ekkert samkomulag er fast í hendi um framhald starfa á Alþingi og afgreiðslu mála. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og er umræðu lokið um nokkur mál sem samkomulag er um. Formaður Samfylkingarinnar segist hafa fulla trú á því að það náist fyrr en seinna að leysa þá erfiðu stöðu sem þingstörfin og afgreiðsla mála séu komin í.
07.06.2019 - 12:36
Eldhúsdagur
„Nú hellast inn um lúguna skerðingarnar miklu“
Inga Sæland sagðist hafa vonast eftir því fyrir ári síðan að hinn „góði vilji ríkisstjórnarinnar“ yrði sýndur í verki en sú hafi ekki orðið raunin. Hún furðaði sig á því að ekki væri hægt að komast til móts við tekjulægstu þjóðfélagshópana í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld.
29.05.2019 - 22:39
Afkoma ríkissjóðs gæti versnað um 35 milljarða
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í kvöld. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Dregið verður úr afkomumarkmiðum til að mæta samdrætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.
29.05.2019 - 21:56
Eldhúsdagur
Nýta þarf markaðsöflin í þágu umhverfisverndar
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði „tilraunina með krónuna fullreynda“ í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hár kostnaður við hana valdi miklum eignarójöfnuði. Krónan hygli þeim, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, sem geta fært eignir sínar úr landi þegar hentar.
29.05.2019 - 21:13
Eldhúsdagur
Setja „hag þjóðarinnar ekki umfram eigin hag“
Halldóra Mogensen ræddi traust, eða vantraust, til þingmanna í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í kvöld. Hún sagði traust til lýðræðislegra stofnana, ekki síst til Alþingis, í algjöru lágmarki. Stærsta skrefið sem hægt væri að taka að því að endurreisa traust til þingsins væri ný stjórnarskrá.
29.05.2019 - 20:29
Eldhúsdagur
„Hamfarahlýnun spyr ekki um landamæri“
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að „máttleysisleg loftslagsáætlun ríkisstjórnar Íslands fái algjöra falleinkun“ í ræðu sinni í eldusdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Í ræðu sinni gerði hún loftslagsmál og aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum barna meðal annars að umtalsefni sínu.
29.05.2019 - 20:14
Eldhúsdagur
Segir samstarfið ganga vonum framar
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir farsælt samstarf ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði slíkt samstarf ólíkra flokka ekki sjálfgefið.
29.05.2019 - 20:04
Vilja þriðja orkupakkann aftast á dagskrá
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar, Samfylkingin, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins, leggja til að samið verði um afgreiðslu þeirra mála sem biða afgreiðslu þingsins og að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þessa þings vegna málþófs níu þingmanna Miðflokksins. Frá þessu greinir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook.
29.05.2019 - 17:27
Greiða atkvæði um þungunarrof á þingi í dag
Lokaatkvæðagreiðsla um stjórnarfrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof fer fram á Alþingi í dag. Atkvæðagreiðslunni var frestað í síðustu viku.
13.05.2019 - 07:06
Segir rök fyrir því að fækka lífeyrissjóðum
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lífeyrissjóðakerfið hér mjög sterkt og standi öðrum þjóðum framar þótt sjóðirnir eigi ekki að vera leiðandi fjárfestar í öllum fyrirtækjum á Íslandi. Hann segir að gild rök geti verið fyrir því að fækka lífeyrissjóðum.
22.11.2018 - 13:05