Þingmál

Sjónvarpsfrétt
Aðkoma Alþingis skýlaus krafa
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé afar næmur fyrir öllum aðgerðum sem stjórnvöld boði. Þingmenn gagnrýndu harðlega litla aðkomu Alþingis að ákvörðunum stjórnvalda, það ætti að vera skýlaus krafa þingmanna að fjalla um þær aðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Meirihluti hlynntur tillögum stjórnlagaráðs
Rúmlega helmingur svarenda í nýjum þjóðarpúlsi Gallup segist vilja breytingar á stjórnarskrá Íslands í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. Talsverður munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum.
12.07.2021 - 20:01
Þjóðgarðs- og stjórnarskrármál skellur fyrir Katrínu
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir það skell fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hálendisþjóðgarðsmálið skuli ekki hafa farið í gegnum þingið sem og óvissan sem ríkir um stjórnarskrárfrumvörp hennar. Fróðlegt verði að sjá áhrifin á stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar.
11.06.2021 - 08:26
Haraldur Briem vinnur skýrslu um krabbameinsskimanir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að vinna skýrslu um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.
Spegillinn
Væri ævintýraleg óvænt uppákoma
Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust.
Skipt búseta barna samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í dag frumvarp dómsmálaráðherra sem heimilar börnum að hafa búsetu á tveimur stöðum ef foreldrar þeirra búa ekki saman.
15.04.2021 - 15:25
Myndskeið
Væsir ekki um ungana í Hreiðri Alþingis
Hreiðrið, aðstaða fyrir nýbakaða foreldra sem sinna þingstörfum, var tekið í notkun á dögunum. Þingmenn segja það breyta heilmiklu í starfi sem krefst mikillar viðveru og óreglulegs vinnutíma.
05.02.2021 - 19:44
Myndskeið
Kynna nýtt myndband um störf Alþingis
Alþingi birti í dag mynband um störf Alþingis. Myndbandinu er ætlað að sýna hvað fer fram á þinginu, ekki aðeins í ræðustólnum heldur einnig á hinum ýmsu sviðum þess.
02.02.2021 - 18:44
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 og á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir og beiðni þingmanna Pírata og Flokks fólksins um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.
18.01.2021 - 07:05
Spegillinn
Krafa um óflekkað mannorð þingmanna en ekki forseta
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands gæti forseti sem leystur hefur verið frá embætti áður en kjörtímabilinu lýkur boðið sig fram aftur seinna. Þetta segir aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef Bandaríkjaforseti verður ákærður þýðir það hins vegar að hann getur ekki aftur boðið sig fram til embættisins.
Stefnt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka í sumar
Fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok mánaðar og útboð verði eftir fimm mánuði.
12.01.2021 - 12:28
Rósa Björk gengin til liðs við Samfylkinguna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í september og hefur síðan setið á Alþingi utan flokka er gengin til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar.
16.12.2020 - 12:56
Segir lög um kynrænt sjálfræði tímamót á heimsvísu
Formaður Samtakanna '78 segir það verða mikil tímamót, ekki bara á Íslandi heldur heimsvísu, þegar Alþingi samþykkir frumvörp um kynrænt sjálfræði. Þau séu risastór réttarbót.
16.12.2020 - 12:08
Stjórnarskrárfrumvarp til meðferðar eftir áramót
Alþingi fær frumvörp eða frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá til meðferðar eftir áramót. Enn er unnið úr athugasemdum sem hafa borist, til dæmis hafa verið gerðar verulegar athugsemdir varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.
11.12.2020 - 14:17
Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.
Stuðningur við fjölmiðla aukinn frá fyrra frumvarpi
Í nýju frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum er kveðið á um meiri fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla en í frumvarpi sem lagt var fram fyrir tæpu ári. Þá stóð til að hann yrði að hámarki 18 prósent af rekstrarkostnaði fjölmiðla en samkvæmt nýju frumvarpi getur hann numið allt að 25 prósentum af rekstrarkostnaðinum.
Alhliða öryggisnet til að bæta líf barna
Samþætta á öll kerfi sem styðja við börn sem verða fyrir áföllum ásamt fjölskyldum þeirra og þannig reyna að tryggja að börnin falli ekki á milli kerfa, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra. Hann segir þetta gjörbyltingu sem eigi eftir að skila sér fjárhagslega.
30.11.2020 - 18:04
Segir ólguna á stjórnarheimilinu hafa aukist
Ólgan á stjórnarheimilinu hefur aukist undanfarið vegna ákvörðunar um að leyfa sóttvarnaryfirvöldum að stýra ferðinni og hefur Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagt að hans eigin ríkisstjórn sé að beita þjóðina alræði. Þetta sagði Sara Elísa Þórðardóttir þingmaður Pírata í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún segir að COVID muni skilja eftir sig sviðna jörð. Ríkisstjórnin verði að taka sig á.
18.11.2020 - 23:51
Sundabraut í einkaframkvæmd og þar verði veggjöld
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einkaaðili annist heildarfjármögnun Sundabrautar og að veggjöld verði innheimt þar. Um sé að ræða eina dýrustu einstöku framkvæmd sem sé til skoðunar í íslenska vegakerfinu og til að standa straum af kostnaðinum þyrfti annaðhvort að auka umtalsvert opinber framlög til nýframkvæmda eða draga úr þeim á öðrum stöðum.
Nánast ómögulegt að fá að renna saman við haf eða fjöll
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir nánast ómögulegt hér á landi að fá að ráða sínum næturstað inn í eilífðina. Ríkisvaldið ákveði að jarðsett skuli í kirkjugarði eða hægt sé að sækja um að brenna líkamsleifar, um þetta gildi strangar reglur. Hún segist hafa lítinn skilning á aðkomu stjórnsýslunnar að þessum málum.
Áhersla á að framhaldsskólanemar komist aftur í skólana
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir allan metnað lagðan í að koma framhaldsskólanemendum aftur í skólann að teknu tilliti til sóttvarnareglna. Lilja flutti í morgun Alþingi munnlega skýrslu sína um stöðu skólamála á tímum COVID-19 þar sem hún fór yfir stöðuna á hinum ýmsu skólastigum.
Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.
Sigurður Ingi styður frumvörp forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, styður frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá og segist tilbúinn til að vera meðal flutningsmanna þeirra. „Við framsóknarmenn erum tilbúnir til þess að fjalla á jákvæðan hátt um þetta og ég get því vel hugsað mér að vera flutningsmaður að þessum frumvörpum,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.
12.11.2020 - 16:57