Þingeyjarsveit

Óttast tjón á túnum og girðingum í miklum flóðum í Laxá
Bóndinn á Hólmavaði í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar séu á kafi.
08.04.2021 - 13:25
Sjá sóknarfæri í sameiningu sveitarfélaganna
Nýsköpun, fræðsla, umhverfi og stjórnsýsla eru meðal umræðuefna á íbúafundum þessa dagana í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Þar á að láta reyna á hvort samvinna sveitarfélaganna verði sterkari við sameiningu.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Nota jarðýtu til að komast til og frá bænum
Talsvert hefur snjóað um landið norðan og vestanvert seinustu daga. Í utanverðri Kinn í Þingeyjarsveit þurfa bændur að nota ýtu til að ryðja vatni og krapa af veginum svo að mjólkurbíllinn komist heim á bæi. Íbúar gagnrýna Vegagerðina fyrir aðgerðaleysi og óttast hvað gerist ef slys eða veikindi verða með ónýtan veg.
24.01.2021 - 21:48
Ekkert heyrst frá þeim sem hyggjast virkja Svartá
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók fyrir í dag álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrir Svartárvirkjun í Bárðardal. Stofnunin leggst gegn virkjuninni í áliti sínu.
14.01.2021 - 18:26
Efast um framkvæmdaleyfi fyrir Svartárvirkjun
Formaður verndarfélags Svartár í Bárðardal telur miklar líkur á því að Svartárvirkjun verði slegin af, nú þegar Skipulagsstofnuun hefur lagst gegn virkjuninni í áliti sínu. Erfitt verði fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að réttlæta framkvæmdaleyfi með álit stofnunarinnar í höndunum.
06.01.2021 - 17:10
Skipulagsstofnun leggst gegn Svartárvirkjun
Umhverfisáhrif af að virkja Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar. Yrði áin virkjuð myndu mikil náttúruverðmæti raskast verulega, segir ennfremur. Þá segir að Þingeyjarsveit ætti að endurskoða áform um gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi.
Fengu umhverfisverðlaun fyrir uppbyggingu við Goðafoss
Þingeyjarsveit hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Verðlaunin fær sveitarfélagið fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss, sem það hefur staðið fyrir á síðustu árum.
09.11.2020 - 21:31
Myndskeið
Lok lok og læs í Þeistareykjahrauni
Þessa dagana er verið að loka tveimur hellum í Þeistareykjahrauni til að vernda dýrmætar náttúruminjar. Í heildina þarf að loka fyrir um 40 fermetra og framkvæmdin kostar hátt í þrjár milljónir króna. Töluverð vinna hefur farið í að kortleggja hellana svo engin op séu óvart skilin eftir.
Loka hellum í Þeistareykjahrauni
Allir hellar í Þeistareykjahrauni að Togarahelli undanskilum eru lokaðir samkvæmt náttúruverndarlögum frá og með 10. september. Þá verður aðgangur óheimill en ekki er enn búið að setja hlera eða eitthvað sambærilegt svo ekki verði hægt að ganga inn í hellana.
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
72 prósent umferðar fara um Vaðlaheiðargöng
Um sjötíu og tvö prósent umferðar á milli Akureyrar og Fnjóskadals fóru um Vaðlaheiðargöng fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tíma hefur heildarumferðin yfir Vaðlaheiði aukist um tæp sex prósent. Framkvæmdastjóri ganganna segir að þau eigi eftir að sanna gildi sitt enn frekar í vetur.
23.10.2019 - 18:02
Sigurbjörn Árni tekur sæti í sveitastjórn
Breytingar hafa orðið í sveitastjórn Þingeyjarsveitar. Á fundi sveitastjórnarinnar sem fram fór 29. ágúst tilkynnti Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, að Hanna Jóna Stefánsdóttir, fulltrúi Ð- lista myndi láta af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi frá og með 1. september. Ástæðan er vegna brottflutnings hennar úr sveitarfélaginu.
05.09.2019 - 11:35
Fagna friðlýsingu við Goðafoss
Umhverfisstofnun hefur boðað friðlýsingu við Goðafoss. Hugmyndin kviknaði í samtali umhverfisráðherra og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Oddviti Þingeyjarsveitar fagnar framtakinu. Teymisstjóri Umhverfisstofnunnar telur tækifæri felast í friðlýsingu fyrir sveitarfélög.
19.07.2019 - 20:56
Tækifæri í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins
Oddvitar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps segja fjölda tækifæra felast í sameiningu sveitarfélaganna. Það verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar fá að kjósa um sameiningu að loknum viðræðum.
Gott hljóð í íbúum á fundi um sameiningu
Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, ef marka má kynningarfundi sem haldnir voru í gær. Þetta er mat oddvita sveitarfélaganna. Sameinað sveitarfélag yrði landfræðilega það stærsta á Íslandi.
21.06.2019 - 17:00
Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun
Framkvæmdir eru hafnar við Hólsvirkjun í Fnjóskadal og er vonast að til að virkjunin verði gangsett eftir tæpt ár. Fjárfestingin hleypur á tveimur milljörðum króna. Allir bæir í Fnjóskadal verða brátt tengdir þriggja fasa rafmagni.
06.06.2019 - 21:53
Bændur fóru í björgunarleiðangur
Sextán ær komust loksins til síns heima eftir tæplega árs útiveru. Að auki var nýborið lamb í hópnum, sennilega um tveggja daga gamalt.
11.04.2019 - 11:35
Framkvæmdir við Hólsvirkjun hefjast í vor
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Hólsvirkjun í Fnjóskadal í vor og að hún verði komin í notkun eftir eitt ár. Framkvæmdastjóri Arctic Hydro segir að ástand raforkumála á Akureyri sé ótækt - virkjunin sé kærkomin viðbót.
05.04.2019 - 09:31
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Vilja fjármagn til að sinna vetrarþjónustu
Fjöldi ferðamanna við Goðafoss nær nýjum hæðum í vetur vegna millilandaflugs til Akureyrar. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar kallar eftir framlagi frá ríkinu til þess að reka staðinn.
07.12.2018 - 20:42
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
Lenti á nefinu í snjónum
Verið er að rannsaka tildrög þess að flugvél, sem sést hér á nefinu í snjónum í Kinnarfjöllum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, brotlenti í gærkvöldi. Landhelgisgæslan sendi þessar myndir af vélinni og hvernig var umhorfs á svæðinu í gær, en eins og sjá má virðist hún lítið skemmd þrátt fyrir brösuga lendingu. Þau sem voru um borð eru óhult og var þeim komið á Sjúkrahúsið á Akureyri í gær.
02.06.2018 - 15:26
Tildrög óljós og litlar skemmdir á flugvélinni
Tildrög flugatviksins, þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Kinnarfjöllum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa á níunda tímanum í gærkvöldi, eru enn óljós og rannsókn þess á frumstigi. Ekki urðu nein slys á fólki og við fyrstu sýn virðist flugvélin lítið skemmd, segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
02.06.2018 - 11:37
Þyrlan fór með fólkið til Akureyrar
Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Kinnarfjöllum, milli Eyjarfjarðar og Skjálfandaflóa, á níunda tímanum í kvöld. Tvennt var um borð og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar fólkið og fór með það á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
01.06.2018 - 23:29