Þingeyjarsveit

Loka hellum í Þeistareykjahrauni
Allir hellar í Þeistareykjahrauni að Togarahelli undanskilum eru lokaðir samkvæmt náttúruverndarlögum frá og með 10. september. Þá verður aðgangur óheimill en ekki er enn búið að setja hlera eða eitthvað sambærilegt svo ekki verði hægt að ganga inn í hellana.
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
72 prósent umferðar fara um Vaðlaheiðargöng
Um sjötíu og tvö prósent umferðar á milli Akureyrar og Fnjóskadals fóru um Vaðlaheiðargöng fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tíma hefur heildarumferðin yfir Vaðlaheiði aukist um tæp sex prósent. Framkvæmdastjóri ganganna segir að þau eigi eftir að sanna gildi sitt enn frekar í vetur.
23.10.2019 - 18:02
Sigurbjörn Árni tekur sæti í sveitastjórn
Breytingar hafa orðið í sveitastjórn Þingeyjarsveitar. Á fundi sveitastjórnarinnar sem fram fór 29. ágúst tilkynnti Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, að Hanna Jóna Stefánsdóttir, fulltrúi Ð- lista myndi láta af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi frá og með 1. september. Ástæðan er vegna brottflutnings hennar úr sveitarfélaginu.
05.09.2019 - 11:35
Fagna friðlýsingu við Goðafoss
Umhverfisstofnun hefur boðað friðlýsingu við Goðafoss. Hugmyndin kviknaði í samtali umhverfisráðherra og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Oddviti Þingeyjarsveitar fagnar framtakinu. Teymisstjóri Umhverfisstofnunnar telur tækifæri felast í friðlýsingu fyrir sveitarfélög.
19.07.2019 - 20:56
Tækifæri í víðfeðmasta sveitarfélagi landsins
Oddvitar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps segja fjölda tækifæra felast í sameiningu sveitarfélaganna. Það verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. Íbúar fá að kjósa um sameiningu að loknum viðræðum.
Gott hljóð í íbúum á fundi um sameiningu
Íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit eru almennt jákvæðir gagnvart viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, ef marka má kynningarfundi sem haldnir voru í gær. Þetta er mat oddvita sveitarfélaganna. Sameinað sveitarfélag yrði landfræðilega það stærsta á Íslandi.
21.06.2019 - 17:00
Framkvæmdir hafnar við Hólsvirkjun
Framkvæmdir eru hafnar við Hólsvirkjun í Fnjóskadal og er vonast að til að virkjunin verði gangsett eftir tæpt ár. Fjárfestingin hleypur á tveimur milljörðum króna. Allir bæir í Fnjóskadal verða brátt tengdir þriggja fasa rafmagni.
06.06.2019 - 21:53
Bændur fóru í björgunarleiðangur
Sextán ær komust loksins til síns heima eftir tæplega árs útiveru. Að auki var nýborið lamb í hópnum, sennilega um tveggja daga gamalt.
11.04.2019 - 11:35
Framkvæmdir við Hólsvirkjun hefjast í vor
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Hólsvirkjun í Fnjóskadal í vor og að hún verði komin í notkun eftir eitt ár. Framkvæmdastjóri Arctic Hydro segir að ástand raforkumála á Akureyri sé ótækt - virkjunin sé kærkomin viðbót.
05.04.2019 - 09:31
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Vilja fjármagn til að sinna vetrarþjónustu
Fjöldi ferðamanna við Goðafoss nær nýjum hæðum í vetur vegna millilandaflugs til Akureyrar. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar kallar eftir framlagi frá ríkinu til þess að reka staðinn.
07.12.2018 - 20:42
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
Lenti á nefinu í snjónum
Verið er að rannsaka tildrög þess að flugvél, sem sést hér á nefinu í snjónum í Kinnarfjöllum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, brotlenti í gærkvöldi. Landhelgisgæslan sendi þessar myndir af vélinni og hvernig var umhorfs á svæðinu í gær, en eins og sjá má virðist hún lítið skemmd þrátt fyrir brösuga lendingu. Þau sem voru um borð eru óhult og var þeim komið á Sjúkrahúsið á Akureyri í gær.
02.06.2018 - 15:26
Tildrög óljós og litlar skemmdir á flugvélinni
Tildrög flugatviksins, þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Kinnarfjöllum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa á níunda tímanum í gærkvöldi, eru enn óljós og rannsókn þess á frumstigi. Ekki urðu nein slys á fólki og við fyrstu sýn virðist flugvélin lítið skemmd, segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
02.06.2018 - 11:37
Þyrlan fór með fólkið til Akureyrar
Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Kinnarfjöllum, milli Eyjarfjarðar og Skjálfandaflóa, á níunda tímanum í kvöld. Tvennt var um borð og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar fólkið og fór með það á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
01.06.2018 - 23:29
Húsnæðismálin í forgangi í Þingeyjarsveit
Frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga í Þingeyjarsveit binda vonir við að Vaðlaheiðargöng og önnur uppbygging á Norðausturlandi skapi mikil tækifæri í sveitarfélaginu. Til þess að nýta þessi tækifæri þurfi þó að fjölga leiguíbúðum. Húsnæðisskortur í Þingeyjarsveit torveldar fólki að flytja þangað.
Fréttaskýring
Rannsaka 130 rjúpur og borða restina
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur látið veiða 2.285 rjúpur síðustu tólf haust til þess að greina heilbrigði rjúpnastofnsins í aðdraganda veiðitímabila. 100 fuglar eru krufðir á ári hverju og 30 fara í geymslu, en restin er étin. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir að í ljós hefur komið að heilbrigði stofnsins er ekki síður áhrifavaldur heldur en fálkinn eða tíðarfar.
13.11.2017 - 15:16
Reiknaði ekki með svo mörgum athugasemdum
Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar reiknaði ekki með þeim mikla fjölda athugasemda sem bárust vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Svartá. Sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir við áformin, en fjöldi samtaka hefur mótmælt virkjuninni.
24.10.2017 - 18:30
35.000 rúmmetrar af steypu í Vaðlaheiðargöngum
Þrjátíu þúsund rúmmetra að steypu þarf í Vaðlaheiðargöng og fimmtíu kílómetra af lögnum. Gert er ráð fyrir að göngin verði opnuð síðla næsta sumar. Byggður verður vegskáli yfir vegaspotta að göngunum Fnjóskadalsmegin til að koma í veg fyrir að lokist fyrir göngin vegna snjóa.
28.06.2017 - 21:30
Vantar meiri peninga frá Kínverjum
Framkvæmdir við norðurljósarannsóknarstöð Kínverja í Reykjadal á Norðurlandi hafa tafist. Upphaflega stóð til að hefja rannsóknir í húsinu haustið 2016, en húsið er nokkuð langt frá því að vera fullklárað og framkvæmdir ganga hægt. Ástæðan er sögð styrking krónunnar og hækkun byggingarkostnaðar, en forsvarsmenn verkefnisins hér á landi eru á leið til Kína í næstu viku, meðal annars til þess að ræða um framhaldið. Byggingarkostnaður var áætlaður rúmar 200 milljónir en hefur hækkað talsvert.
15.05.2017 - 15:08
Eðlilegt að skoða fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Stjórnarformaður Greiðrar leiðar, sem á sextíu prósent í Vaðlaheiðargöngum, segir að sveitarfélögin eða aðrir hluthafar ganganna komi ekki með meira fé í gerð ganganna eins og staðan er í dag. Bæjarstjórinn á Akureyri segir hinsvegar eðlilegt að sveitarfélögin í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslu velti fyrir sér hvað sé uppi á borðinu í fjármögnun ganganna til að hægt sé að ljúka þeim.
19.03.2017 - 12:16
Spila á marimba í Þingeyjarsveit
„Þetta er rosalega skemmtilegt. Það er rosa liðsandi í þessu og mjög gaman að spila saman,“ segir Kristjana Freydís Stefánsdóttir, nemandi í 10. bekk í Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit. Allir nemendur skólans læra að spila á afríska ásláttarhljóðfærið marimba.
13.12.2016 - 10:30
Þingeyjarsveit komst áfram
Lið Þingeyjarsveitar tryggði sér sæti í annarri umferð spurningakeppninnar Útsvars í kvöld með því að bera sigurorð af liði Snæfellsbæjar. Lokatölur urðu 76-43 fyrir Þingeyjarsveit. Keppendur liðsins fögnuðu sigri en börmuðu sér, alla vega í orði kveðnu, yfir því að hafa hlotið of mörg stig.
02.12.2016 - 21:26
Segir frumvarpið aðför að réttarkerfinu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar gagnrýnir harðlega frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem heimilar framkvæmdir við línulagnir á Bakka.
21.09.2016 - 20:38