Þingeyjarsveit

Samþykkt að verja hundruðum milljóna vegna skriðufalla
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að verja samtals 375 milljónum vegna hamfaranna á Seyðisfirði í desember fyrir tveimur árum og skriðufallanna í Út-Kinn í október. 190 milljónum verður varið til að mæta kostnaði við flutningi húsa af hættusvæðum á Seyðisfirði.
Átta tillögur að nafni sendar til Örnefnanefndar
Átta tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar verða sendar til Örnefnanefndar. 281 tillaga barst í rafrænni hugmyndasöfnun sem lauk í síðustu viku.
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir...
Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit, Vindbelgir og Alþing eru meðal fjölda tillagna sem borist hafa að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Á morgun rennur út frestur til að senda inn hugmynd að nafni.
Sjónvarpsfrétt
40 þingeyskir bændur sameinast um áburðarkaup
Bændur á um 40 bæjum í Suður Þingeyjarsýslu sameinuðust um kaup á áttahundruð tonnum af áburði til að ná niður verði. Talsmaður bændanna segir að þessi hópur muni áfram standa saman að kaupum á ýmsu er snýr að búrekstrinum.
Sögur af landi
Tók veðrið í 58 ár en hlustar sjaldan á veðurfréttir
Guðrún Sveinbjörnsdóttir var bóndi og veðurathugunarmaður á Mýri í Bárðardal í 58 ár. Hún tekur ekki veðrið lengur, enda sest í helgan stein og flutt í Skarðshlíðina á Akureyri. Guðrún segist sjaldan hlusta á veðurfréttir. Helst fylgist hún þó með veðurskeytunum frá Litlu-Ávík á Ströndum, en hún er fædd og uppalin í Ófeigsfirði.
16.01.2022 - 10:28
Nýtt rannsóknasetur á sviði umhverfisvísinda við Mývatn
Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.
Sjónvarpsfrétt
Telur að um 40 skriður hafi fallið í Útkinn
Alls féllu um fjörutíu skriður í Útkinn í Þingeyjarsveit í vatnsveðrinu þar um síðustu helgi. Þá féllu stórar skriður langt norður fyrir byggðina. Viðbúnaðarstig í Kinninni hefur nú verið fært niður á óvissustig.
Sjónvarpsfrétt
Mikið uppbyggingarstarf framundan í Köldukinn
Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Bændur segja þó gott að komast aftur heim. Verktakar voru í allan dag að hreinsa aur af vegum í Útkinn og gera við ljósleiðara sem fór í sundur.
Heimavirkjanir skemmdust í vatnavöxtunum
Talsverðar skemmdir urðu á smávirkjunum á Norðurlandi í miklum vatnavöxtum á dögunum. Mest varð tjónið á tveimur bæjum þar sem skemmdust bæði stíflur og inntaksmannvirki.
12.07.2021 - 16:21
Gæti kostað um 100 milljónir að gera við vegi
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi giskar á að það kosti rúmar 100 milljónir króna að gera við skemmdir á vegum eftir vatnavextina síðustu daga. Báðar virkjanir í Glerá voru stöðvaðar þegar mest gekk á og um tíma var óttast að hitaveitulögnin til Grenivíkur færi í sundur.
Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna. Um tveir af hverjum þremur kjósendum voru samþykkir sameiningunni í báðum sveitarfélögum.
Búast við góðri kjörsókn í sameiningarkosningum í dag
Í morgun hófst kosning um sameiningu sex sveitarfélaga á Norðurlandi. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum.
Kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum á Norðurlandi
Á laugardag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Í Suður-Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu tveggja sveitarfélaga en Austur-Húnvetningar kjósa um að sameina fjögur sveitarfélög í eitt.
Viðtal
Störf í sveitarstjórn verði skilvirk og fjölskylduvæn
Lagt er til að níu manna sveitarstjórn verði í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Formaður sameiningarnefndar segir mikilvægt að tryggja að störf sveitarstjórnarfulltrúa séu bæði skilvirk og fjölskylduvæn.
Myndskeið
Frjósöm ær á Ingjaldsstöðum bar sex heilbrigðum lömbum
Kind á bænum á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit kom eigendum sínum heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar sex lömbum. Öll lömbin lifðu og eru hin sprækustu. Mjög sjaldgæft er að kindur verði sexlembdar.
Óttast tjón á túnum og girðingum í miklum flóðum í Laxá
Bóndinn á Hólmavaði í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar séu á kafi.
08.04.2021 - 13:25
Sjá sóknarfæri í sameiningu sveitarfélaganna
Nýsköpun, fræðsla, umhverfi og stjórnsýsla eru meðal umræðuefna á íbúafundum þessa dagana í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Þar á að láta reyna á hvort samvinna sveitarfélaganna verði sterkari við sameiningu.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Nota jarðýtu til að komast til og frá bænum
Talsvert hefur snjóað um landið norðan og vestanvert seinustu daga. Í utanverðri Kinn í Þingeyjarsveit þurfa bændur að nota ýtu til að ryðja vatni og krapa af veginum svo að mjólkurbíllinn komist heim á bæi. Íbúar gagnrýna Vegagerðina fyrir aðgerðaleysi og óttast hvað gerist ef slys eða veikindi verða með ónýtan veg.
24.01.2021 - 21:48
Ekkert heyrst frá þeim sem hyggjast virkja Svartá
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tók fyrir í dag álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrir Svartárvirkjun í Bárðardal. Stofnunin leggst gegn virkjuninni í áliti sínu.
14.01.2021 - 18:26
Efast um framkvæmdaleyfi fyrir Svartárvirkjun
Formaður verndarfélags Svartár í Bárðardal telur miklar líkur á því að Svartárvirkjun verði slegin af, nú þegar Skipulagsstofnuun hefur lagst gegn virkjuninni í áliti sínu. Erfitt verði fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að réttlæta framkvæmdaleyfi með álit stofnunarinnar í höndunum.
06.01.2021 - 17:10
Skipulagsstofnun leggst gegn Svartárvirkjun
Umhverfisáhrif af að virkja Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar. Yrði áin virkjuð myndu mikil náttúruverðmæti raskast verulega, segir ennfremur. Þá segir að Þingeyjarsveit ætti að endurskoða áform um gera ráð fyrir virkjuninni í aðalskipulagi.
Fengu umhverfisverðlaun fyrir uppbyggingu við Goðafoss
Þingeyjarsveit hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Verðlaunin fær sveitarfélagið fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss, sem það hefur staðið fyrir á síðustu árum.
09.11.2020 - 21:31
Myndskeið
Lok lok og læs í Þeistareykjahrauni
Þessa dagana er verið að loka tveimur hellum í Þeistareykjahrauni til að vernda dýrmætar náttúruminjar. Í heildina þarf að loka fyrir um 40 fermetra og framkvæmdin kostar hátt í þrjár milljónir króna. Töluverð vinna hefur farið í að kortleggja hellana svo engin op séu óvart skilin eftir.
Loka hellum í Þeistareykjahrauni
Allir hellar í Þeistareykjahrauni að Togarahelli undanskilum eru lokaðir samkvæmt náttúruverndarlögum frá og með 10. september. Þá verður aðgangur óheimill en ekki er enn búið að setja hlera eða eitthvað sambærilegt svo ekki verði hægt að ganga inn í hellana.