Mynd með færslu

Virkir morgnar

Hinn nýbakaði faðir, Andri Freyr Viðarsson, og bæjarstjórafrúin á Húsavík, Guðrún Dís Emilsdóttir, mæta til leiks sjötta veturinn í röð. Þrátt fyrir fjarbúð hefur samband þeirra skötuhjúa aldrei verið betra enda gerir fjarlægðin fjöllin blá og langt til Húsavíkur. Þau hafa fyrir löngu röflað sig inn í hjörtu landsmanna ásamt Sólmundi Hólm.

Morðingjarnir - Loftsteinn

Íslenska rokkhljómsveitin Morðingjarnir gaf út sína fjórðu breiðskífu miðvikudaginn 15. júní og ber hún nafnið Loftsteinn. Platan er sú fyrsta frá sveitinni síðan árið 2009 og verður til að byrja með eingöngu fáanleg stafrænt — í formi streymis — án...
11.07.2016 - 12:05

One Week Wonder og Mars

One Week Wonder er sveit skipuð þremur stúdentum sem fengu nóg af því að nema í Berlín og byrjuðu að semja tónlist. Þeir Helgi, Árni og Magnús hafa spilað saman í rúmlega ár og í kvöld mun sveitin halda tónleika í Bió Paradís.
28.06.2016 - 10:57

Open Road

Axel O & Co er hljómsveit sem spilar Country tónlist og hóf störf fyrir um ári síðan. Open Road er fyrsta plata sveitarinar og er hún plata vikunnar á Rás 2.
27.06.2016 - 08:00

Maggi Einars og Máðar myndir

Stórvinur þáttarins Magnús R. Einarsson mætti í Virka morgna í spjall og spilerí ásamt trommuleikaranum og stuðmanninum Ásgeiri Óskarssyni.
23.06.2016 - 10:50

Dreaming of you í beinni

Þór Breiðfjörð fagnar 45 ára afmæli sínu á Cafe Rósenberg í kvöld klukkan 21:00 með tónleikum ásamt Davíð Sigurgeirssyni og Will Shaman.
22.06.2016 - 11:31

„Það er gott að elska“ í alveg nýjum stíl

Elísabet Ólafsdóttir mætti ásamt hljómsveit til að taka lagið í beinni í Virkum morgnum. Fyrir valinu varð Bubba lagið Það er gott að elska.
21.06.2016 - 15:24

Þáttastjórnendur

andriv's picture
Andri Freyr Viðarsson
gunnadis's picture
Guðrún Dís Emilsdóttir
solmundur's picture
Sólmundur Hólm

Facebook