Mynd með færslu

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn fær til sín góða gesti á föstudagskvöldum í vetur. Allir helstu atburðir vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi eru krufnir í beinni útsendingu. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Hafmeyjur og karókí

Hljómsveitin Cyber ásamt Ásdísi Maríu fluttu lagatvennuna Starry night og Karaoke song og lokuðu þætti Vikunnar með Gísla Marteini af krafti.

Árið með Gísla Marteini

Sérstök áramótaútgáfa Vikunnar með Gísla Marteini þar sem góðir gestir gera upp árið sem er að líða.
30.12.2020 - 19:45

Diddú syngur inn jólin

Söngfuglinn Diddú var gestur Vikunnar með Gísla Marteini og söng jólin inn fyrir landsmenn með hinu hugljúfa jólalagi Nú minnir svo ótalmargt á jólin.

Purumenn með jólapuru

Ofurbandið Purumenn litu við í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu ekki einungis jólaslagarann Fyrir jól heldur einnig jólahelgileik úr jóladagatali Purumanna.

Jóla-Festival 3. hluti

Berglind Festival fer yfir sögu jólanna í þriggja þátta jólaseríu. Í þessum lokaþætti er farið yfir hvað á að hafa í jólamatinn.

Jóhanna Guðrún flytur nýtt jólalag

Jóhanna Guðrún flutti nýtt lag af jólaplötu sinni í Vikunni með Gísla Marteini og gaf landsmönnum jólabónus í leiðinni.