Mynd með færslu

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn fær til sín góða gesti á föstudagskvöldum í vetur. Allir helstu atburðir vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi eru krufnir í beinni útsendingu. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Kardemommubærinn tekur yfir Vikuna

Bæjarfógetinn Bastían, Kamilla litla, ræningjarnir þrír og Soffía frænka tóku yfir þátt Vikunnar með Gísla Marteini og fluttu sérsamda syrpu.

Fréttir Vikunnar 25.09.2020

Gísli Marteinn fór yfir fréttir Vikunnar þar sem rætt var um eldri borgara, ríkisborgara, Borgaraflokkinn og Tomma borgara.

Berglind Festival & bókamarkaðir

Bóksalar eru byrjaðir að hreinsa til fyrir næsta jólabókaflóð. Berglind Festival skellti sér á alvöru bókamarkað.

Högni berskjaldaður í heimildarmynd um geðhvörf

Högni Egilsson flutti frumsamið lag, sem hljómar í heimildarmyndinni Þriðja pólnum, í Vikunni hjá Gísla Marteini. Högni greinir sjálfur frá eigin geðhvörfum í myndinni og segir að það verði undarlegt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu.

Herra Hnetusmjör á 100 mismunandi vegu

Herra Hnetusmjör heiðraði Vikuna með Gísla Marteini með nærveru sinni og flutti lagið 100 mismunandi vegu af nýútkominni plötu sinni.

Fréttir Vikunnar 18.09.2020

Gísli Marteinn fór yfir fréttir Vikunnar þar sem ýmislegt bar á góma, t.a.m. leiðinlegar lygasögur og innblástur nýrra barnabóka.