Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV

Vikan með Gísla Marteini

Gísli Marteinn fær til sín góða gesti á föstudagskvöldum í vetur. Allir helstu atburðir vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi eru krufnir í beinni útsendingu. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Auður flytur ljós í lokaþætti Vikunnar

Tónlistarmaðurinn Auður sá um lokaatriði Vikunnar með Gísla Marteini á föstudag. Hann fór þar um býsna víðan völl í tilkomumiklu atriði þar sem segja mætti að hann varpi af sér hlekkjum hljóðversins.
24.05.2020 - 17:15

Gramsað í Tinder fortíðar: „Fríðleiki ekki aðalatriði“

Einmana menn sem óska eftir kynnum við gjafvaxta konur og lofa happdrættisvinningum. Þórdís Gísladóttir rithöfundur hefur rekist á sitthvað forvitnilegt í smáauglýsingum gamalla dagblaða.

Selma djammaði líkt og það væri 1999 í Vikunni

Hið goðsagnakennda All out of luck, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 1999, var flutt í allri sinni dýrð í Vikunni með Gísla Marteini. Selma Björnsdóttir mætti með upprunalegu bakraddasöngvarana auk frábærra dansara sem fluttu atriðið með glæsibrag...
11.05.2020 - 17:00

„Listin getur aldrei orðið lýðheilsustofnun“

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.

Skrautlegustu augnablikin úr kófinu

Margir rugluðu saman orðunum samkomubann og samgöngubann, Kári Stefánsson hafði margt að segja og orðið fordæmalaust er án mikils vafa orð ársins. Þríeykið varð frægt á einni nóttu, Donald Trump lagði til að fólk leggði sér sótthreinsivökva til...

Þórólfur spilaði og söng: „Mega allir kalla mig Tóta“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var gestur Gísla Marteins í Vikunni á RÚV í kvöld. Hann sýndi þar á sér aðra hlið en Íslendingar hafa mátt venjast á daglegum stöðufundum almannavarna. Þórólfur söng nefnilega og spilaði lagið Ég veit þú kemur...
17.04.2020 - 21:19

Facebook

Twitter