Mynd með færslu

Undirtónar

Njóta virðingar fyrir hógværð og lítillæti

Svartmálmshljómsveitin Zhrine nýtur virðingar hjá aðdáendum hljómsveitarinnar víðsvegar um heim fyrir að forðast fjölmiðlafár og látalæti, að mati Hönnuh Jane Cohen menningarritstjóra Reykjavík Grapevine. Zhrine eru gestir síðasta þáttar Undirtóna...

Aðeins sextán ára að slá í gegn

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu gugusar, söng í fyrsta sinn í hljóðnema á Músíktilraunum 2019 en var valin rafheili keppninnar. Hún hefur gefið út lag með tónlistarmanninum Auður og plötuna Listen to this twice...
27.11.2020 - 11:30

Pönk í niðurgröfnum kjallara í borg óttans

Pönksveitin GRÓA treður hér upp í sérstakri tónleikaupptöku Undirtóna. Flutningurinn var tekinn upp í tónleikarýminu R6013 við Ingólfsstræti en það er minnsti tónleikastaður landsins og heimili jaðarrokksenunnar á Íslandi.
20.11.2020 - 12:10

Kynntust á leikvellinum en leika nú á allt öðrum velli

Hljómsveitin GRÓA spilar pönkskotið rokk sem fyrst tók að heyrast í bílskúr í Vesturbænum. Hljómsveitin er skipuð systrum og æskuvinkonu en Músíktilraunir tóku spilamennskuna á næsta stig. GRÓA eru gestir Undirtóna þessa vikuna.
19.11.2020 - 11:10

Graðhestarokk til að lina þjáningar

Tónleikar Undirtóna þessa vikuna eru í boði Blóðmör, hljómsveitarinnar sem stóð uppi sem sigurvegari á Músíktilraunum 2019. Tónleikarnir eru í beinu framhaldi af þætti um sömu sveit sem frumsýndur var í gær.
13.11.2020 - 11:59

Líkþorn ljótasta orð íslenskrar tungu

Hljómsveitin Blóðmör er gestur vikunnar í Undirtónum. Tríóið stóð uppi sem sigurvegari Músíktilrauna 2019 með hressandi graðhestarokk sem ansi langt var síðan að heyrst hafði á verðlaunapöllum keppnarinnar. Á meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru...
12.11.2020 - 11:37