Rás 1

Rás 1, fyrir forvitna.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Mynd með færslu

Tæring, Pastel og Lengi skal manninn reyna

Rætt um sviðslistaverkið Tæringu, nýútkomin verk í Pastel ritröð og Lengi skal manninn reyna, yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar.

Barnleysi, óbeisluð náttúra og hörð lífsbarátta

Út er komin skáldsagan Tíkin eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana. Þar kynnast lesendur óblíðum náttúruöflum, þrúgandi hita og viðsjárverðu hafi sem er víst til að gleypa börn og hvolpa.

Aðskilnaður eykst í sænskum skólum

Aðskilnaður í sænska skólakerfinu hefur aukist hratt síðustu tíu ár. Fjórði hver grunnskólanemandi í Svíþjóð er nú í skóla þar sem greinilegur aðskilnaður ríkir hvað varðar uppruna og menntunarstig foreldra.
25.09.2020 - 17:00

Vannýtt tækifæri á metnaðarfullri sýningu

Miðað við metnaðarfullt og viðeigandi markmið sýningarinnar Á sameiginlegri jörð á Korpúlfsstöðum, og þá burðugu lista- og fræðimenn sem í henni taka þátt, hefði verið hægt að nýta tækifærið betur til að virkja myndlistina sem hreyfiafl, segir Ólöf...
25.09.2020 - 11:35

Lygavefur millistéttarinnar liðast í sundur

Það er mikill fengur að þýðingu Höllu Kjartansdóttur á nýjustu bók metsöluhöfundarins Elenu Ferrante, Lygalíf fullorðinna, að mati bókarýnis Víðsjár. „Þetta er listavel gert, vefurinn er flókinn og spennandi, án þess að lesandinn missi þráðinn.“

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 1 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 1

Pistlar

Að vera Karen

„Á tímum samfélagsmiðla er kannski enn meiri ábyrgð fólgin í því að bera nafn. Sérstaklega ef það er algengt, því þá gætirðu flækt lífið fyrir svo ótrúlega mörgum ef þú ferð á flug ranglætisvængjanna,“ segir pistlahöfundur Lestarinnar um það nýlega...
21.09.2020 - 09:02

Lærdómur COVID: Lifðu lífinu áður en röðin kemur að þér

Halldór Armand veltir fyrir sér hvaða lærdóm megi draga af heimsfaraldrinum og telur hann helst hafa þvingað samfélagið til að horfast aftur í augun við feigðina. „Það eru allir alltaf í hættu, þannig er það bara, hinn ósýnilegi dauði er alltaf...
20.09.2020 - 08:50

Bók vikunnar

Sólhvörf - Emil Hjörvar Petersen

Glæpafurðusagan Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen er Bók vikunnar. Sólhvörf er önnur bókin í flokki glæpafurðusagna þar sem mæðgurnar Bergrún og Brá aðstoða yfirnáttúrudeild rannsóknarlögreglunnar við að upplýsa glæp sem tengist hliðarheimi við...
10.09.2020 - 10:52

Rás 1 - fyrir forvitna

Rás 1 er fyrir fólk með áhuga á sögu, samtíð og framtíð. Hún endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindin og fræði.

Rás 1 er ekkert óviðkomandi. Á Rás 1 geturðu leyft þér að gleyma erli hversdagsins. Hlustendum er boðið í ævintýraferð, þeir heyra sögur af áhugaverðu fólki, umræður um menn og málefni af ýmsu tagi, hlýða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða fara í leikhús.