Rás 1

Rás 1, fyrir forvitna.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Gjörólíkt réttri undirskrift Birgittu

Undirskriftin sem fylgdi yfirlýsingu um að Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, tæki sæti á lista framboðsins Reykjavíkur; bestu borgarinnar, er gjörólík undirskriftinni sem Birgitta ritaði þegar hún sór drengskapareið að stjórnarskránni árið...

Rautt kjöt á útleið

Stefán Gíslason ræddi um rautt kjöt og ástæður þess að nauðsynlegt er að draga úr neyslu á því.
12.05.2022 - 13:34

„Þetta var kjaftshögg, ég viðurkenni það“

Þegar Birna Pétursdóttir leikkona kom heim úr námi hélt hún að hlutverkin myndu hrannast inn, en svo var ekki. „Mér fannst mjög leiðinlegt að þurfa að fara og vinna strangheiðarlega vinnu,“ segir hún en það reyndist síðar vera gæfuspor. Leiksýningin...
12.05.2022 - 10:00

Heimsglugginn: Finnar vilja í NATO og víg fréttamanns

Sauli Niinistö og Sanna Marin, forseti og forsætisráðherra Finnlands, gáfu í morgun út yfirlýsingu um að þau styddu að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Þetta var annað aðalumræðuefnið er Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn...

Ensku oft kennt um málbreytingar að ástæðulausu

Það virðist algengt að fólk kenni ensku um þegar því mislíkar eitthvað í málfari annarra. Áhrifum ensku er til dæmis oft kennt um þegar sagt er: Ég er ekki að skilja þetta, í stað: Ég skil þetta ekki. Það er þó dæmi um tilbrigði í máli fólks sem...

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 1 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 1

Pistlar

Ríkishvalræði og langreyðar

„Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?” spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur en fyrir liggur að stórhvalaveiðar hefjist í...

Hvernig ydda skal blýanta – Um lög og siðferði

„Hér snýst allt um það að blýantarnir séu nægilega vel yddaðir en ekki hvað er skrifað með þeim,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson sem lýsir því hvernig það sem telst siðlegt og löglegt þurfi að haldast í hendur. Máli sínu til stuðnings rekur hann...
04.05.2022 - 15:27

Bók vikunnar

hið stutta bréf og hin langa kveðja - Peter Handke

Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir Nóbelsverðlaunahafann árið 2019, Austuríkismanninn Peter Handke, er bók vikunnar. Verkið kom út fyrir tæpum fimmtíu árum eða árið 1972 og vakti eins og önnur verk Peters Handke á þessum tíma mikla athygli.
29.04.2021 - 18:09

Rás 1 - fyrir forvitna

Rás 1 er fyrir fólk með áhuga á sögu, samtíð og framtíð. Hún endurómar lífið í landinu, heimsbókmenntirnar, listirnar, vísindin og fræði.

Rás 1 er ekkert óviðkomandi. Á Rás 1 geturðu leyft þér að gleyma erli hversdagsins. Hlustendum er boðið í ævintýraferð, þeir heyra sögur af áhugaverðu fólki, umræður um menn og málefni af ýmsu tagi, hlýða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða fara í leikhús.