Mynd með færslu

Poppland

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins og þar standa vaktina alla virka daga þau Matthías Már Magnússon og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.  

Fertug plata diskógyðjunnar Grace Jones

Platan Nightclubbing er 40 ára í dag, hún kom út á þessum degi 11. maí árið 1981 og er plata dagsins í Popplandi. Þetta er fimmta stúdíóplata þessarar söngkonu og lagahöfundar, sem kemur frá Jamaíku, en hún var auðvitað miklu meira en það,...
11.05.2021 - 15:48

„Ég ætla að taka mestallt kreditið sjálfur“

Hamingjan felst í litlu hlutunum, að sögn Helga Björnssonar sem ætlar að verja helginni að mestu með Vilborgu eiginkonu sinni í garðinum og huga að gróðrinum. Hann gaf nýverið út lagið Ýkja flókið sem Jón Jónsson á nokkra hljóma í þó þeir viðurkenni...
09.05.2021 - 12:00

GDRN, Birnir og Magnús í nýju myndbandi Arons Can

Tónlistarmaðurinn Aron Can ákvað að nýta sér síðasta ár, í samkomutakmörkunum og rólegheitunum sem þeim fylgdu, í að einbeita sér að tónlist. Hann uppsker ríkulega þessa dagana eftir mikla vinnu því fyrsta plata hans í tvö ár er nú tilbúin. Lagið...
30.04.2021 - 12:42

Lög sem hafa alltaf verið til

Árin 1985 – 2000 er safnplata á vínyl með þjóðargerseminni KK. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
30.04.2021 - 09:44

Hlakkar til að koma til Íslands og hitta aðdáendur

Tónlistarstjarnan Arlo Parks er á meðal þeirra sem troða upp á Airwaves hátíðinni í haust. Hún þekkir varla að vera fræg utan heimsfaraldursástands og iðar í skinninu yfir að fá loksins að spila sín geysivinsælu lög fyrir framan fólk.
29.04.2021 - 15:55

Hafa spilað í öllum ríkjum nema Alaska

Söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Kaleo, Jökull Júlíusson, segir að nafn nýjustu plötu sveitarinnar Surface Sounds vísi í móður náttúru en líka mikilvægi þess að kafa dýpra og líta inn á við í samfélaginu í heild. Fyrstu...
29.04.2021 - 14:53

Poppland mælir með

Þáttastjórnendur

matti's picture
Matthías Már Magnússon
lovisark's picture
Lovísa Rut Kristjánsdóttir

Facebook

Twitter

Tónlistarmyndbönd

Sumargestur frá Reykjanesi og Valdimar úr Kópavogi

Ásgeir Trausti flutti lagið Sumargestur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær en þá hóf göngu sína ný tónleikaröð sem gengur undir nafninu Látum okkur streyma. Í kvöld streymir Valdimar svo tíu ára afmælistónleikum sínum úr Kópavogi á RÚV 2 og Rás 2.
27.03.2020 - 15:21

Hera snýr aftur til Íslands – án andlitsmálningarinnar

Söngkonan Hera Hjartardóttir er komin aftur til Íslands eftir að hafa dvalist í Nýja Sjálandi um langt árabil. Hún hyggur á útgáfu breiðskífu á þessu ári og leyfði Óla Palla að heyra forsmekkinn af henni í Stúdíó 12 á föstudaginn.