Mynd með færslu

Poppland

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins og þar standa vaktina alla virka daga þau Matthías Már Magnússon og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.  

Hér sé indí!

Ný plata Seabear, In Another Life, er indí fyrir allan peninginn, hvar allar rásir eru hlaðnar kræsingum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Kosning: Bjartasta vonin 2021

Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2021 verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 30. mars. Rás 2 hefur tilnefnt fimm flytjendur til verðlauna sem bjartasta vonin og þeir eru: Árný Margrét, Rakel, FLOTT, Sucks to be you Nigel og...

Vinalegir Vesturheimsópusar

Days of Roses er ný plata með hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Með köldum, myrkum brag...

One of Two, önnur plata bræðratvíeykis að nafni Omotrack, er til muna heilsteyptari en frumraun sveitarinnar. „Styrkur plötunnar liggur í konseptinu og sterkri heildarmynd,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi, Gæðunum sé þó misskipt á milli...

Tilvalið til útflutnings

Popparoft er nýtt verkefni tónvölundarins eina og sanna Róberts Arnar Hjálmtýssonar. Fáir ná jafn góðu jafnvægi í áhlýðilegri en óhefðbundinni popptónlist, segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi.

Af líkama og sál

Þroskaður Friðrik Dór birtist hlustendum á plötu vikunnar sem nefnist Dætur og kom út á föstudaginn. Annar bragur er á Dætrum en fyrri plötum hans, fágaðri og laus við grallaraskap ungs manns. Arnar Eggert Thoroddsen er hrifinn.

Poppland mælir með

Þáttastjórnendur

matti's picture
Matthías Már Magnússon
lovisark's picture
Lovísa Rut Kristjánsdóttir

Facebook

Twitter

Tónlistarmyndbönd

Sumargestur frá Reykjanesi og Valdimar úr Kópavogi

Ásgeir Trausti flutti lagið Sumargestur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í gær en þá hóf göngu sína ný tónleikaröð sem gengur undir nafninu Látum okkur streyma. Í kvöld streymir Valdimar svo tíu ára afmælistónleikum sínum úr Kópavogi á RÚV 2 og Rás 2.
27.03.2020 - 15:21

Hera snýr aftur til Íslands – án andlitsmálningarinnar

Söngkonan Hera Hjartardóttir er komin aftur til Íslands eftir að hafa dvalist í Nýja Sjálandi um langt árabil. Hún hyggur á útgáfu breiðskífu á þessu ári og leyfði Óla Palla að heyra forsmekkinn af henni í Stúdíó 12 á föstudaginn.