Mynd með færslu

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Hipsumhaps - Lög síns tíma

Fannar Ingi Friðþjófsson er söngvari, laga- og textasmiður hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem gaf út plötuna Lög síns tíma í maí. Platan er önnur plata Hipsumhaps en Best gleymdu leyndarmálin kom út fyrir tveimur árum og vakti verðskuldaða athygli.
21.06.2021 - 14:40

Bubbi Morthens – Sjálfsmynd

Á miðvikudag kemur út platan Sjálfsmynd sem er þrítugasta og fjórða hljóðsversplata Bubba Morthens. Á plötunni vinnur Bubbi aftur með sama gengi og sömu hljóðfæraleikurum og á síðustu plötu sinni, Regnbogans stræti.
14.06.2021 - 18:40

Sigurður Guðmundsson - Kappróður

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson gefur út plötuna Kappróður þann 12. júní á vegum Record Records. Sigurður hefur komið víða við í tónlistarheiminum og er meðal annars í hljómsveitunum Góss, Baggalút og Hjálmum auk þess að vera landsmönnum vel...

BSÍ – Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk

Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender stofnuðu hljómsveitina BSÍ undir þeim formerkjum að spila á hljóðfæri sem þau kynnu ekkert á í anda gamla pönksins. Þau hafa nýlega gefið út plötuna Stundum þunglynd... en alltaf andfasísk sem...
31.05.2021 - 15:35

GusGus - Mobile Home

Hljómsveitin GusGus hefur starfað frá 1995 með góðum árangri og hinir og þessir komið við til að taka í hin ýmsu hljóðfæri og hljóðnema. Nú er sveitin tríó og sendir frá sér sína elleftu sólóplötu, Mobile Home, með þau Bigga veiru, Daníel Ágúst og...
25.05.2021 - 11:05

Kaktus Einarsson - Kick The Ladder

Kick The Ladder er langþráð fyrsta breiðskífa íslenska tónskáldsins og lagahöfundarins Kaktusar Einarssonar. Kaktus er einn af forsprökkum síðpönk-sveitarinnar Fufanu og platan kemur út hjá One Little Independent Records þann 21. maí.
17.05.2021 - 15:20

Tónlistargagnrýni

Litróf skugganna

Aldís Fjóla á að baki giska langan feril sem tónlistarmaður og söngkona en Shadows er hennar fyrsta sólóplata og plata vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.

Næturstemmur úr Norðfirði

Platan Curbstone er önnur plata hljómsveitarinnar Coney Island Babies sem á varnarþing í Neskaupstað. Curbstone er plata vikunnar á Rás 2.

Á milli heims og helju

Ferjumaðurinn er ný plata eftir Rúnar Þórisson en þar er m.a. lýst hildi þeirri sem Rúnar háði við sjálfan manninn með ljáinn á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.