Mynd með færslu

Plata vikunnar á Rás 2

Í hverri viku er valin ein íslensk plata til flutnings á Rás 2. Í þessum þætti er plata vikunnar flutt í heild sinni ásamt kynningum tónlistarmanna.

Coney Island Babies - Curbstone

Hljómsveitin Coney Island Babies gaf út aðra hljómplötu sína, Curbstone, 4. júlí. Vinnsla við hana hófst í haust og hún var tekin upp í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði, Stúdíó Ris í Neskaupstað og Eyranu í Reykjavík frá október 2019 til febrúar 2020.

Hasarlífsstíll Arnars Úlfs

Arnar Úlfur er hliðarsjálf, eða kannski fremur hið raunverulega sjálf Arnars úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Úlfarnir hafa starfað síðan 2010 og gefið út þrjár breiðskífur en Hasarlífsstíll er fyrsta sólóplata Arnars.
28.08.2018 - 11:42

Hvað ef – GDRN

Söngkonan Guðrún Ýr kallar sig GDRN, en hún hefur á leifturhraða skotist fram á sjónarsvið íslensku tónlistarsenunnar.
14.08.2018 - 14:45

Orna

Söngvaskáldið Teitur Magnússon hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu sem hlotið hefur nafnið Orna og er plata vikunnar á Rás 2.
30.07.2018 - 12:17

Eini strákur

Huginn byrjaði að vinna að tónlist sinni fyrir um það bil 2.árum þegar hann var plataður inní stúdíó hjá Ými Rúnarsyni (Whyrun) vini sínum. Hann gaf út sitt fyrsta lag Gefðu Mér Einn í maí 2017.
23.07.2018 - 09:57

A Bottle Full Of Dreams

Eyvindur Karlsson hefur fengist við tónlistarsköpun í á annan áratug, og flytur gjarnan tónlist undir listamannsnafninu One Bad Day. Hann gekk með plötu í maganum í meira en tíu ár, en hún sat á hakanum vegna kvíðaröskunar og annarra þátta.