Mynd með færslu

Paradísarheimt

Í nýrri þáttaröð Paradísarheimtar ræðir Jón Ársæll Þórðarson við fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk. Dagskrárgerð: Steingrímur Jón Þórðarson.

„Það er til fiskur sem er hómósexúal“

„Fiskarnir eru með svo flókið ástarlíf, það er alveg jafn flókið og okkar,“ segir Tryggvi Hansen sem er þekktur fyrir torfhleðslur, myndlist og óbeislaðar hugmyndir en hann býr í tjaldi í skógarrjóðri fyrir utan Reykjavík.
16.02.2019 - 13:40

„Á bak við mig hef ég allan her Guðs“

„Það verður að afnema þessi kynvillulög. Lög um það að maður og maður séu hjón? Sem er bara bull,“ segir séra Guðmundur Örn Ragnarsson sem segist biðja fyrir ríkisstjórninni á hverjum degi og vonast til að hún byrji að setja lög í samræmi við orð...
09.02.2019 - 11:30

Missti föður og tvíburabróður á jóladag

Á Flókastöðum í Fljótshlíð býr Sigmundur Vigfússon, bóndi og einsetumaður. Sigmundur og Karl tvíburabróðir hans bjuggu þar saman í áratugi þar til Karl féll frá. Sigmundur er gestur í Paradísarheimt sem er á dagskrá RÚV klukkan 20:25 í kvöld.
03.02.2019 - 15:27

Ekki skáld, bara dópisti og rugludallur?

Soffía Lára er ljóðskáld sem fór að heiman 15 ára gömul með ritvélina í bakpoka. Hún var viðmælandi Jóns Ársæls í Paradísarheimt síðasta sunnudag og byrjaði viðtalið á að stinga höfðinu inn í lampaskerm til að komast í stuð.
29.01.2019 - 11:54

„Snertir okkur ekki að vera kölluð nasistar“

„Þeir geta alveg verið fínir ef þeir aðlagast og koma ekki til að breyta Íslandi í eitthvert Arabaríki,“ segir Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir um innflytjendur. Hún er tveggja barna móðir og þjóðernissinni sem kippir sér ekki upp við að vera kölluð...
25.01.2019 - 11:40

„Jú, ég sé eftir tönnunum“

„Þessi gámur er náttúrulega bara skápur í sjálfu sér,“ segir Ólafur Kristjánsson sem býr út á Granda og fer sínar eigin leiðir. Hann vinnur að tilraunum til að stjórna veðri og vindum, sól og regni. Ólafur er einn viðmælanda Jóns Ársæls í...
13.01.2019 - 10:26