Mynd með færslu

Orðbragð

Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir teygja, knúsa, rannsaka og snúa upp á íslenska tungumálið. Uppruna tungumálsins hjá mannkyninu verður leitað, skoðað hvernig lítil börn læra að tala og snúin tengsl íslenskunnar við dönsku rannsökuð. Rapparar spreyta sig á svínslega snúnum tungubrjótum og einum ofnotuðum frasa verður útrýmt í hverjum...

Fregnir af andláti „fössara“

Ritstjóri Slangurorðabókarinnar, Einar Björn Magnússon, segir að orðið „fössari“ sé gott dæmi um slangurorð sem hægt er að drepa. Banahöggið hafi verið greitt þegar það var valið orð ársins 2015 – um leið hætti það að vera töff.
19.10.2016 - 15:34

Sátt um stafsetningu eftir 100 ára deilur

Það er í raun ekki svo langt um liðið frá því að settar voru fastar reglur um íslenska stafsetningu. Áður gátu menn skrifað eftir framburði eða hvernig þeim þótti einfaldlega fallegast. Á tímabili voru sjö ólíkar stafsetningarreglur í notkun...
26.09.2016 - 12:51

Prestur og þingmaður féllu á lygaprófi

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðasókn, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og lögfræðingur, gengust undir lygapróf í sjónvarpsþættinum Orðbragð á RÚV. 
19.09.2016 - 14:05

Búvörulagið: „Algjör hittari!“

Ræðuritarar Alþingis þurfa að vera sérdeilis liprir á lyklaborðinu til að koma þeim 18.540 ræðum sem þar eru fluttar á ári niður á blað. Stundum þarf að eiga við textann, leiðrétta hann og snurfusa, og bæta í hann eins og einum lagstúf ef þörf...
12.09.2016 - 15:30

Eitt elsta handrit Íslendinga notað sem sigti

Það eru um 1100 íslensk handrit til frá miðöldum. Þó er þetta ekki nema lítið brot af því sem var til, restin er glötuð. En það sem við þó eigum, eigum við að mestu leyti einum manni að þakka, Árna Magnússyni.
10.09.2016 - 10:00

Tjáknin hjálpa okkur að skilja

Stundum nægja ekki hefðbundin orð til að koma því til skila sem við erum skrifa. Fyrir ekki svo löngu fór fólk að nota broskarla til aðstoðar en þeir hafa hjálpað fólki að skilja hugblæinn á bak við orðin sem skrifuð eru. Á síðasta ári var einn...
05.09.2016 - 16:25

Þáttastjórnendur

Brynja Þorgeirsdóttir

Facebook