Mynd með færslu

Orð af orði

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál. Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir.

„Zetan aldrei skapað annað en bölvað hringl“

Stafsetning er túlkun en ekki einhvers konar náttúrulögmál. Því er ekki hægt að segja að tungumál sé ritað eins og það er talað. Það er bara ritað eins og ákveðið er hverju sinni. Sú umdeilda ákvörðun var tekin árið 1973 að nema bókstafinn z brott...
24.09.2019 - 00:07

Þegar tungumálið var fullkomið

Áhyggjur fólks af hnignun tungumála hafa verið kallaðar gullaldartregi. Líklega er elsta varðveitta íslenska dæmið um gullaldartrega í þremur dróttkvæðum vísum frá 13. öld. Ónafngreint skáld reynir að kenna samtíðarfólki sínu að halda tveimur...
19.09.2019 - 10:24

Öll velkomin

Komið þið öll sæl og blessuð. Þessi kveðja er okkur töm. Við segjum ekki „komið þið allir sælir og blessaðir,“ nema við séum alveg viss um að allir í hópnum vilji láta ávarpa sig í karlkyni.
29.11.2017 - 12:14

Áreitni er ekki það sama og áreiti

Orðin áreiti og áreitni hljóma líkt en hafa gjörólíka merkingu. Áreiti merkir ytri áhrif á skynfærin, ástand eða atvik sem kallar fram viðbragð. Áreitni merkir ágengni, átroðningur, það að sýna einhverjum óvelkomna athygli og óska eftir samskiptum...
28.11.2017 - 14:30

Óþarfa áhyggjur af áhyggjusemi

Orðið áhyggjusamur hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í dag. Fjölmargir höfðu samband við fréttastofu RÚV til að benda á villu í fyrirsögn þar sem orðið kom fyrir og óska eftir að hún yrði leiðrétt. Auk þess spruttu umræður um orðið á Facebook og...
08.08.2017 - 16:24

Fjallkonan fletti börn sín vopnum

Í dag eru 100 ár síðan Stephan G. Stephansson heimsótti ættjörðina í fyrsta og eina sinn. Hann flutti vestur um haf, til Kanada, ásamt fjölskyldu sinni árið 1873, þá tæplega tvítugur. Í kvæði Stephans Fjallkonan, til hermannanna sem heim koma er...
16.06.2017 - 17:16

Þáttastjórnendur

annathr's picture
Anna Sigríður Þráinsdóttir