Mynd með færslu

Opnun

Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson...

„Eins og að horfa á eigin jarðarför“

Síðustu ár hafa verið annasöm hjá listamanninum Ragnari Kjartanssyni. Á síðasta ári fóru til að mynda fram tvær yfirlitssýningar á verkum hans, í Barbican-miðstöðinni í London og í Hirshhorn-safninu í Washington, auk fjölda annarra sýninga. „Þetta...
25.04.2017 - 17:15

Ósjálfrátt leitar tungumálið í verkin

Í lok apríl opnar sýning í Marshall-húsinu, þar sem boðið verður upp á þversnið af því sem er að gerast í íslenskri samtímamyndlist á Íslandi við upphaf 21. aldar.
21.04.2017 - 17:08

Tilfærslur og ummyndanir

Það hefur löngum verið listamönnum hugleikið að færa hluti úr stað. Taka eitthvað kunnuglegt og setja það í nýtt samhengi – skoða hvernig merking breytist. Tengja mætti listamennina Egil Sæbjörnsson og Rebekku Moran í gegnum áhuga þeirra á tilfærslu...
11.04.2017 - 15:02

Uppruni lita og skynræn áhrif

Það sem tengir gerólík verk myndlistarmannanna Hildar Bjarnadóttur og Helga Þórssonar er vægi litarins. Helgi notar lit nánast af handahófi en hann skiptir samt grundvallarmáli í skrautlegum myndheimi listamannsins. 
05.04.2017 - 18:03

Á sitt hvorum vængnum

„Þetta snýst allt um opnun,“ sagði einn listamaðurinn þegar við spurðum af hverju hann hefði lagt myndlist fyrir sig. Við vorum forvitin um að komast að því hvað drífur myndlistarmenn áfram til að skapa listaverk? Hvað er það sem myndlist getur...
29.03.2017 - 08:05

Því meira flækjustig – því skemmtilegra

Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson spáir mikið í tengsl líkama og rýmis, vitundar og umhverfis í verkum sínum.
22.03.2017 - 11:58