Mynd með færslu

Músíktilraunir

Músíktilraunir hófu göngu sína árið 1982 og hafa hátt í eitt þúsund hljómsveitir/tónlistarmenn tekið þátt. Úrslitakvöldinu hefur verið útvarpað á Rás 2 óslitið frá árinu 1992, auk þess sem RÚV hefur undanfarin sjónvarpað því. Hér fyrir neðan má heyra lög með sigursveitunum frá öllum úrslitakvöldunum sem fundust í safni RÚV.

Tíu sveitir á úrslitakvöldi Músíktilrauna

Úrslitakvöld Músíktilrauna fer fram laugardaginn 24. mars en þar etja tíu sveitir kappi sem hafa komist upp úr undankvöldunum fjórum. Sýnt verður beint frá úrslitunum á RÚV2, Rás 2 og RÚV.is, en útsending hefst kl. 17.00.
22.03.2018 - 18:13

2017: Between Mountains

Between Mountains er sigurvegari Músíktilrauna 2017. Hljómsveitina skipa Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir, fjórtán og sextán ára vinkonur frá Vestfjörðum. Þær voru einnig valdar söngvarar kvöldsins.
01.04.2017 - 21:00

2016: Hórmónar

Hljómsveitin Hórmónar úr Garðabæ varð hlutskörpust á Músíktilraunum 2016. Brynhildur Karlsdóttir, söngvari sveitarinnar, var jafnframt valin besti söngvari Músíktilrauna þetta árið.
09.04.2016 - 21:00

2015: Rythmatik

Hljómsveitin Rythmatik bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2015. Hér má sjá myndband af frammistöðu sveitarinnar. Rythmatik kemur frá Suðureyri við Súgandafjörð og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hljómsveit þaðan sigrar í keppninni.
31.03.2015 - 10:51

2014: Vio

Mosfellska hljómsveitin Vio var stofnuð í mars 2014 og sigraði í Músíktilraunum rétt um mánuði síðar. Í kjölfarið kom sveitin fram víða, þ.á.m. á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Hollandi.
24.03.2015 - 14:50

2013: Vök

Hljómsveitin Vök var stofnuð í byrjun árs 2013 og var því ekki gömul þegar sveitin sigraði í Músíktilraunum með glæsibrag í mars sama ár. Hljómsveitina skipuðu upphaflega þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson en síðar hefur Ólafur...
23.03.2015 - 16:11

2012: RetRoBot

RetRoBot, sigurhljómsveit Músíktilrauna árið 2012, var stofnuð á Selfossi árið 2011 af tveimur meðlimum sveitarinnar, Daða og Pálma. Það var þó ekki fyrr en árið 2012 sem þeir virkilega keyrðu bandið af stað og fengu þá Guðmund Einar og Gunnlaug með...
23.03.2015 - 15:23

2011: Samaris

Samaris var stofnuð árið 2011 af þremur reykvískum stúdentum. Þau ákváðu að taka þátt í Músíktilraunum stuttu seinna og unnu keppnina sama ár.
23.03.2015 - 15:13

2010: Of Monsters and Men

Óhætt er að fullyrða að enginn sigursveit Músíktilrauna hafi náð viðlíka árangri á heimsvísu og Of Monsters and Men. Hljómsveitin sigraði í Músíktilraunum árið 2010 og hefur allar götur síðan farið hamförum í tónlistarheiminum
19.03.2015 - 13:14

2009: Bróðir Svartúlfs

Bróðir Svartúlfs var stofnuð árið 2008 og má segja að sveitin sé afkvæmi fimm ólíkra hugmynda. Það að rappa yfir lifandi tónlist hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi en strákarnir í Bróður Svartúlfs ákváðu að það væri rétta hljóðið...
19.03.2015 - 13:06

2008: Agent Fresco

Hljómsveitin Agent Fresco vann Músíktilraunir árið 2008 með miklum brag, en sveitin var stofnuð nokkrum vikum fyrir tilraunirnar af félögum úr Tónlistarskólanum FÍH.
19.03.2015 - 13:04

2007: Shogun

Strákarnir úr metalsveitinni Shogun koma frá Mosfellsbæ og Reykjavík og unnu þeir keppnina 2007 með rafræna rokktónlist sem virtist verða mun vinsælli utan landsteinanna en hún var hér á Íslandi.
19.03.2015 - 12:00

2006: Foreign Monkeys

Rokksveitin Foreign Monkeys var stofnuð árið 2005 í Vestmannaeyjum og sigraði í Músíktilraunum 2006. Í framhaldi af því fengu hljómsveitarmeðlimir töluverða athygli um land allt, enda var markaðurinn troðfullur af rokkþyrstum aðdáendum.
19.03.2015 - 11:58

2005: Jakobínarína

Jakobínarína er eitt af þeim böndum sem unnu Músíktilraunir, en eru því miður ekki starfandi lengur. Hluti sveitarinnar skipar þó í dag hljómsveitina Grísalappalísu.
19.03.2015 - 11:54

2004: Mammút

Hljómsveitin Mammút var stofnuð árið 2003, en þá undir nafninu ROK. Mammút vann Músíktilraunir 2004 með miklum glæsibrag og hlutu mikla athygli eftir keppnina.
19.03.2015 - 11:49

2003: Dáðadrengir

Rapp/rokk hljómsveitin Dáðadrengir sigraði í Músíktilraunum árið 2003 og léku sveitin við mikla velgengni eftir keppnina. Flestar stelpur fóru úr að ofan þegar þeir tóku lagið á sviðum tónleikastaða Reykjavíkur og á öðrum stöðum hér og þar um landið.
17.03.2015 - 17:19

2002: Búdrýgindi

Hljómsveitin Búdrýgindi sló í gegn á Músíktilraunum fyrir áratug með skemmtilegum lögum og hressilegri sviðsframkomu. Strákarnir voru þá búnir að spila saman í næstum 4 ár þrátt fyrir að vera kornungir, en aldrei hafði hljómsveit, skipuð svo ungu...
17.03.2015 - 17:16

2001: Andlát

Harðkjarnasveitin Andlát hlaut hægt en ákveðið andlát eftir Músíktilraunir. Það fór ósköp lítið fyrir sveitinni alla tíð.
17.03.2015 - 17:14

2000: XXX Rottweiler hundar

Erpur Eyvindarson var ekki formlega í 110 Rottweilerhundum þegar hip-hopið sigraði í Músíktilraunum árið 2000. Erpur var aðeins eldri en þeir hinir, Bent, Lúlli og félagar og þeir voru allir í fötum af honum.
17.03.2015 - 14:41

1999: Mínus

Mínus tók Músíktilraunirnar með trompi árið 1999 og heillaði unga sem aldna með brjáluðu keyrslurokkinu sem einkenndi sveitina framan af.
17.03.2015 - 14:35

1998: Stæner

Stæner var skipuð ungum drengjum úr Hafnarfirði en Hafnfirðingar eiga einmitt Stæner nokkurn (Steiner) og er sveitin nefnd eftir honum.
17.03.2015 - 14:32

1997: Soðin fiðla

Soðin fiðla bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 1997. Tónlist sveitarinnar þótti minna einna helst á Radiohead sem sendi þetta sama ár frá sér meistaraverk sitt, OK Computer.
17.03.2015 - 14:30

1996: Stjörnukisi

Sextettinn Stjörnukisi vann Músíktilraunir árið 1996 og sama ár kom út tíu tommu vínylplatan „Veðurstofan“. EP-platan Geislaveisla kom út árið 1997, en jafnframt átti hljómsveitin tvö lög á safnplötunni Spírur sem Sproti gaf út.
17.03.2015 - 14:22

1995: Botnleðja

Hafnarfjarðartríóið Botnleðja bar sigur úr býtum á Músíktilarunum árið 1995 og sendi frá sér sína fyrstu plötu, Drullumall, sama ár. Alls eru plöturnar orðnar fimm og sú síðasta, Iceland National Park, kom út árið 2003.
17.03.2015 - 14:18

1994: Maus

Hljómsveitin Maus var stofnuð á vormánuðum árið 1993 og ári síðar bar sveitin sigur úr býtum á Músíktilraunum. Sveitin hefur sent frá sér fimm breiðskífur og sú síðasta, Musick, kom út árið 2003.
17.03.2015 - 14:14

1993: Yukatan

Hljómveitin Yukatan var stofnuð árið 1992 og gerði sér lítið fyrir og vann músíktilraunir árið eftir.
17.03.2015 - 14:09

1992: Kolrassa Krókríðandi

Sigursveit Músíktilrauna árið 1992, Kolrassa Krókríðandi, var stofnuð í Keflavík af fjórum ungum stúlkum. Elíza Geirsdóttir var þar fremst í flokki, en hún söng og spilaði á fiðlu. Hljómsveitin samning við Smekkleysu eftir Músíktilraunir og var...
16.03.2015 - 11:48

Facebook

Twitter