Ólæknandi blæti fyrir enska boltanum gat af sér bók
Þegar Orri Páll Ormarsson var settur á gæruskinnið fyrir framan svarthvítt sjónvarpið upphófst ástarsamband sem ekki sér fyrir endann á. Í bókinni Í faðmi ljónsins fjallar hann um nautnir og þjáningar sem enski boltinn hefur veitt Íslendingum. 03.03.2021 - 20:20
Orti kvæði til dýrðar Guði á Grensásvegi
„Eitthvað verður maður að gera við hausinn á sér á meðan maður er að ýta á undan sé vagninum um hverfið,“ segir Davíð Þór Jónsson sem samdi trúarljóð í fæðingarorlofi og gaf út í kveri. Ljóðin eru ort undir dróttkvæðum hætti og eru innblásin af... 25.02.2021 - 09:32
Mæður handrukkara og þunglyndi í fjölskyldum geimfara
Að skrifa smásögu er eins og að kveikja á eldspýtu í myrkri og lýsa upp atvik eða aðstæður í lífi fólks, segir Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur. Mikilvægt sé þó að myrkrið í kring, sagan á bak við söguna, sé nálæg og áþreifanleg. Sigurbjörg... 22.02.2021 - 12:28
Svisslendingur slær í gegn með krimma um Raufarhöfn
Joachim B. Schmidt er svissneskur rithöfundur sem tók ungur ástfóstri við Ísland. Hann býr hér nú og skrifar á þýsku um íslensk söguefni. Nýjasta bók hans heitir Kalmann, gerist á Raufarhöfn og hefur náð inn á metsölulista hjá Der Spiegel. 22.02.2021 - 11:55
„Sumir eru heppnir og fá tækifæri til að kveðjast“
„Þegar foreldri deyr er svo margt sem tapast úr minninu og er bara horfið,“ segir Björn Halldórsson rithöfundur. Hann á það sameiginlegt með aðalsöguhetju nýrrar skáldsögu sinnar að hafa misst föður sinn eftir glímu við veikindi. Bókin fjallar um... 13.02.2021 - 09:38
„Ég held að ritstífla sé ekkert annað en kvíði“
Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heimi, vakti mikla athygli fyrir jólin. „Oft eru efnistökin eitthvað alvarlegt eða sorglegt eða það sem mér finnst sjálfri jafnvel erfitt að hugsa um,“ segir hún. 06.02.2021 - 08:34