Mynd með færslu

Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands

Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum...

Ný þáttaröð um söguslóðir í Kaupmannahöfn

Á miðvikudag hefst ný sjónvarpsþáttaröð þar sem Egill Helgason og Guðjón Friðriksson leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum.