Mynd með færslu

Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu

Þáttaröð sem byggir á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu sem haldin var af Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn Í Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornarfjarðar 28.-30. apríl 2017. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

Ný sýn á íslenska landslagsmálverkið?

Hefur sjónarhorn rómantískrar náttúruhyggju og rómantískrar þjóðernishyggju þrengt um of forsendur okkar til að túlka íslenska málaralist á fyrri hluta tuttugustu aldar? Hvernig væri að prófa að skoða þessi verk meira í takt við sinn tíma og jafnvel...

Vá! Hvað getur maður annað sagt?

Undrun gegnir lykilhlutverk andspænis öfgakenndu landslagi eins og jöklum því hún er kveikjan að því frumspekilega ímyndunarafli sem spinnur þráðinn milli fegurðar og ægifegurðar. Undrun og hið fagurferðilega augnablik eiga sameiginlegt að fela í...

Jöklar, tvíræð táknmynd þjóðmenningar

Endurspeglun eðlis manneskjunnar í náttúrunni sem hún býr við er með ólíkum hætti eftir náttúrulegum aðstæðum í hverju landi. Þannig birtist þessi speglun í Danmörku undir lok 19. aldar í sól, sandi, nekt og æsku. Á Íslandi var myndin sem...

Um þverfagleika þýðinga á textum um jökla

Það var ekkert áhlaupaverk fyrir enska þýðandann Julian D´Arcy að þýða bókina Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson. Í texta bókarinnar er ótal sviðum náttúrufræða, lista og menningar blandað saman og vísað í skáldskap jafnt sem fræðitexta frá...

Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra

Hvenær og hversu vel gerðu landnámsmenn sér grein fyrir eðli jökla og áhrifum. Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra birtist með margvíslegum hætti þegar í fornum ritum. Á upplýsingaöld bera hæst skrif Sveins Pálssonar en einnig Grettir...

Jökullinn, eilífðartákn óforgengileikans?

Jökullinn og tíminn, var yfirskrift upphafsávarps Steinunnar Sigurðardóttur skálds á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu. Steinunn vitnaði í sögupersónu sína í skáldsögunni Hjartastaður frá árinu 1995, sem heldur því fram að ferðalög...
  •