Mynd með færslu

Íþróttavarp RÚV

Besta sænska frjálsíþróttafólkið og bréf frá kennara

Sigurbjörn Árni Arngrímsson valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið í þætti dagsins í íþróttavarpi RÚV frá Tókýó. Að venju var farið yfir keppni dagsins á Ólympíuleikunum en ýmis furðumál bar líka á góma.

Warholm, þrautafólk, línumenn og Kirgistan

Hið tilþrifamikla heimsmet Norðmannsins Karsten Warholm í 400 metra grindahlaupi var að sjálfsögðu til umfjöllunar í þrettánda þætti íþróttavarpsins frá Tókýó í kvöld.

Frjálsíþróttafólkið sem fylgjast þarf með á ÓL

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, frjálsíþróttalýsandi, fékk það erfiða verkefni að velja þrjár frjálsíþróttastjörnur Ólympíuleikanna í Tókýó sem nú fara fram. Val Sigurbjörns byggðist á því að fólkið sem um ræðir á allt möguleika á verðlaunum úr fleiri...

Snæfríður, Biles, nammi og kakkalakkar

Íþróttavarp RÚV ræðir í þætti dagsins meðal annars um sund Snæfríðar Sólar í Tókýó í dag, ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni, nammikaup í fjölmiðlahöllinni, bestu spænsku handboltamennina, kakkalakka og besta frjálsíþróttafólk sögunnar.

Anton og Biles til umræðu í þætti dagsins frá Tókýó

Stórtíðindin með fimleikadrottninguna Simon Biles og vonbrigðin yfir árangri sundmannsins Antons Sveins McKee voru stóru umfjöllunarefnin í þætti dagsins í íþróttavarpi RÚV sem sent er út daglega frá Tókýó.

Slefpróf á fjögurra daga fresti fyrir fjölmiðlafólk

Fjölmiðlafólk á Ólympíuleikunum í Tókýó þarf að taka Covid-próf á fjögurra daga fresti. Prófin eru þó ekki eins og við Íslendingar erum vön þar sem sýni eru tekin úr nefi eða hálsi heldur eru prófin í Tókýó slefpróf.