Mynd með færslu

Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Nýr þáttur fyrir ungt fólk með því markmiði að hvetja til sjálfstæðrar ákvörðunar í Alþingiskosningum 2017. Ingileif Friðriksdóttir fer af stað í vegferð til að finna út hvernig hún ver atkvæði sínu. Ingileif setur skipulega fram hvaða málefni skipta hana máli og hittir fulltrúa stjórnmálaflokkanna til að komast að því hverjir tikka í hennar box.

Óttarr kennir Ingileif að æla upp rokkinu

Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er kominn inn á vefinn. Ingileif Friðriksdóttir er þar með hálfnuð með að hitta fulltrúa stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar.

Logi Einarsson á sprellanum

Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er nú aðgengilegur á vef RÚV. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er viðmælandi þáttarins.

Inga Sæland slær í gegn í karókí

Fjórði þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er nú aðgengilegur á vefnum. Ingileif Friðriksdóttir heldur áfram vegferð sinni að reyna að finna út hvað hún ætlar að kjósa í komandi Alþingiskosningum.

Pírati og Ingileif leiða saman hesta sína

Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er nú aðgengilegur á vef RÚV. Þættirnir eru netþættir ætlaðir ungu fólki og verða frumsýndir jafnt og þétt fram að kosningum.

Bjarni skreytir köku og svarar unga fólkinu

Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er kominn í loftið. Í þessum þætti hittir Ingileif forsætisráðherra og reynir að komast nær því að ákveða hvað hún ætlar að kjósa í komandi Alþingiskosningum.

Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Nýr kosningaþáttur fyrir ungt fólk var frumsýndur í dag á vef RÚV. Í fyrsta þætti fer Ingileif Friðriksdóttir af stað í þá vegferð að komast að því hvað hún á að kjósa.
  •  

Þáttastjórnendur

ingileif's picture
Ingileif Friðriksdóttir