Mynd með færslu

Heilabrot

Þáttaröð í sex hlutum þar sem Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir kryfja til mergjar geðheilsu og greiningu á andlegri vanheilsu ungs fólks sem eru sívaxandi vandamál. Þær fjalla um mismunandi geðsjúkdóma, algengar mýtur og ræða við fólk sem greinst hefur með geðröskun, aðstandendur og fagfólk.

Þrír af hverjum hundrað í geðrof

Geðrof er algengara en fólk heldur, að sögn Halldóru F. Víðisdóttur hjá Laugarási sem er meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára með byrjandi geðrofssjúkdóm.
26.10.2019 - 12:05

„Kannski fá þau sektarkennd þegar ég drep mig“

„Ég ætlaði einu sinni að drepa mig. Ég var í skólanum, þetta var um hádegi og ég var búinn að eiga frekar erfiðan dag en hann var búinn að ganga samkvæmt venju,“ er meðal þess sem Stefán Ingvar Vigfússon deilir með áhorfendum í einlægu uppistandi um...
11.10.2019 - 16:29

Setjum pressu með ósveigjanlegum reglum

Ef þú getur ekki elskað sjálfan þig, hvernig í ósköpunum ætlar þú að elska einhvern annan? Hvernig metum við hvers virði við erum sem manneskjur og hvers vegna flækist sjálfsástin fyrir svona mörgum?
08.10.2019 - 14:43

Allir sem eiga mikinn pening geta fengið hjálp

Það eina sem maður þarf að gera er að hringja, mæta á svæðið og eiga mikinn pening og þá getur hver sem er fengið aðstoð í glímunni við hinar ýmsu raskanir og geðsjúkdóma. Lykillinn er að vera vel auðugur og þá eru manni allir vegir færir. Þetta er...
05.10.2019 - 11:25

Sótti ekki bílinn í átta mánuði út af kvíða

Í síððasta þætti af Heilabrotum ræddi Steiney við unga konu sem lenti í því að það voru klipptar númeraplöturnar af bílnum hennar. Í kjölfarið var hann dreginn í burtu en hún vissi ekki hvert. Hún þorði svo ekki að athuga hvar hann hafi endað út af...
01.10.2019 - 17:04

Að sjálfsögðu var ég að deyja

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir upplifði sitt fyrsta kvíðakast í bíó. Þá hélt hún að hún væri að deyja og að kvíði væri bara stress fyrir próf en ekki eitthvað sem gæti bara komið upp úr þurru.
26.09.2019 - 12:52