Mynd með færslu

Fátækt fólk

Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og líka fólk sem er við fátækrarmörk. Hvernig nær einstætt foreldri á kennaralaunum endum saman á Íslandi? Samkvæmt útreikningum Velferðarráðuneytisins er það eiginlega ekki hægt. Í þessum fimm þáttum veltir Mikael líka upp spurningunni um hvaða sögur...

Ekki velkominn í kaffi hjá Gamma

„Ég var ekki velkominn í kaffi og enginn hjá Almenna leigufélaginu vildi tala um fátækt fólk við mig,“ segir Mikael Torfason í þættinum Fátækt fólk. Hann segir útlitið ekki bjart fyrir leigjendur, þar sem Reykjavíkurborg hafi nýlega gert samning við...
01.04.2017 - 15:45

„Við eigum að skammast okkar“

Örorkubætur og lágmarkslaun hér á landi eru skammarleg, sagði Mikael Torfason í Silfrinu í dag en hann hefur undanfarna mánuði kynnt sér líf fátæks fólks á Íslandi. „Þetta er bara fólk sem við höfum skilið eftir á bótum sem eru skammarlegar. Og við...
19.03.2017 - 13:00

„Fátækt er ekki aumingjaskapur“

Samkvæmt tölum frá Velferðarráðuneytinu búa 1,3 prósent Íslendinga við sárafátækt. Það er ekki ýkja há tala en á bak við hana leynast þó rúmlega 4.000 manns. Margir hverjir eru fastir í fátæktargildru og hafa enga undankomuleið.
18.03.2017 - 11:16

Ungt fólk hefur ekki efni á að vera til

Mikael Torfason hefur eytt síðustu átta mánuðum í að taka viðtöl við fátækt fólk og fólk sem er við fátæktarmörk. Í útvarpsþáttaröðinni Fátækt fólk veltir hann upp spurningum um hvaða sögur við umberum af fátæku fólki og mögulegri skömm sem fylgir...
16.03.2017 - 16:16

Bosnía væri fýsilegri kostur en Ísland

Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytisins eru hjónin Sirrý og Bjarki fátæk. Þau búa í Sandgerði og leigja. Sirrý vinnur í Leifstöð en Bjarki við smíðar. Það kemur þeim á óvart að þau séu fátæk en þetta er samt óttalegt basl.
11.03.2017 - 13:29