Mynd með færslu

Ekkert skiptir máli

Finnst þér stundum eins og ekkert skipti máli? Og að ekkert hafi merkingu? Ef svo er langar okkur að óska þér til hamingju, því við erum með þáttinn fyrir þig. Í þættinum Ekkert skiptir máli, förum við vítt og breytt um heim vísinda og fræða, skoðum neindir og tómarúm, sjálfið tímann og hugsunina til þess að skilja hvernig ekkert, skiptir raunverulega máli.