Mynd með færslu

Drekasvæðið

Ný íslensk gamanþáttaröð. Ari Eldjárn úr Mið-Íslandi og Baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson koma saman ásamt öflugum leikhópi í nýjum rammíslenskum gamanþáttum. Góðlátlegt grín og frumstæður fíflagangur. Leikstjóri: Kristófer Dignus.

„Sú sem giftist mér giftist liðinu líka“

Stuart er eldheitur aðdáandi KR og styður liðið sitt með öllum mætti. Með hökkuðum afruglara nær hann svo að horfa á Pepsí-deildina frá London.
04.06.2015 - 15:28

„Ertu ekki að gleyma einhverju?“

Sumir vilja meina að aldur sé afstæður, þó svo að starfsmenn Vínbúðarinnar séu ekkert endilega sammála því. Þeir eiga miserfitt með að fá fólk til að framvísa skilríkjum.
01.06.2015 - 15:07

Frábært gæludýr sem fer ekki úr hárum

Guðgeir er hreinræktaður eltihrellir af fínustu sort — hann bíður alltaf við dyrastafinn eftir því að Dísa kemur heim.
13.05.2015 - 16:17

„Svo er ég líka með Máttinn“

Það getur verið ansi snúið að finna sér atvinnu. Sérstaklega ef maður var síðast í vinnu fyrir langa löngu, í sólkerfi langt, langt í burtu.
06.05.2015 - 13:53

Melissófóbíski slökkviliðsmaðurinn

Hugrökkustu menn tefla ekki í tvísýnu þegar illskeytt skordýr eru annars vegar.
24.04.2015 - 10:32

Styttist í Drekasvæðið

Nú styttist í að Drekasvæðið hefji göngu sína á RÚV. Drekasvæðið er ný gamanþáttaröð, framleidd af Stórveldinu fyrir RÚV, sem fyllir skjái landsmanna þann 1. maí. Þetta eru sex rammíslenskir þættir sem hafa það að yfirlýstu markmiði að láta þjóðina...
24.04.2015 - 10:17

Facebook