Mynd með færslu

Bók vikunnar

Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar. Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir og Jóhannes Ólafsson.

Dyrnar - Magda Szabó

Galdurinn við ungversku skáldsöguna Dyrnar er hvernig frásögnum og samtölum er raðað upp og niðurstaðan sem maður kemst að í lokin, segir þýðandi sögunnar, Guðrún Hannesdóttir.
03.12.2020 - 13:43

Um tímann og vatnið - Andri Snær Magnason

„Áskorunin var að skrifa um málefni sem eru í rauninni stærri en tungumálið. Þú getur ekki bara sagt að þetta sé alvarlegt í tólfta veldi,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur um bókina sína, Um tímann og vatnið. Í henni er Andri í leit að...

Kærastinn er rjóður – Kristín Eiríksdóttir

Ljóðabókin Kærastinn er rjóður, eftir Kristínu Eiríksdóttur, er bók vikunnar á Rás 1.

Lífsins tré - Böðvar Guðmundsson

„Bækurnar sem hafa verið kallaðar Vesturfarasögurnar, það er að segja Lífsins tré og Híbýli vindanna, þær urðu til sem eitt verk. Ég skrifaði þetta sem langa skáldsögu fyrst en útgefanda mínum sýndist að þetta myndi verða allt of langt fyrir eina...
12.11.2020 - 18:30

Jarðnæði - Oddný Eir Ævarsdóttir

Í bókinni Jarðnæði fléttast saman margir þræðir og segist höfundurinn, Oddný Eir Ævarsdóttir, hafa reynt að láta allar raddir hennar tala saman; ekki sé hægt að tala bara um ástarsöguna eða bara náttúruverndina eða bara formið eða formtilraunirnar;...
05.11.2020 - 16:24

Sagan af Washington Black - Esi Edugyan

Bók vikunnar á Rás 1 er skáldsagan Sagan af Washington Black eftir kanadíska rithöfundinn Esi Edugyan. Hún er óhugnanleg lýsing á þrælahaldi í Karíbahafinu og þroskasaga ungs manns í leit að frelsi og tilgangi en einnig spennandi ferðasaga þar sem...
29.10.2020 - 10:44

Þáttastjórnendur

jorunns's picture
Jórunn Sigurðardóttir
Jóhannes Ólafsson
Auður Aðalsteinsdóttir