Mynd með færslu

Arnar Eggert

Tónlistarrýnirinn kunni, Arnar Eggert Thoroddsen, deilir með hlustendum því sem togar í tónlistarhjartað hverju sinni. Hlustendur mega búast við safaríkum söguskýringum og innblásnum pælingum en fyrst og síðast tandurhreinni ástríðu fyrir allra handa tónlist.

Einlægt og ástríðufullt

Á nýrri plötu sinni, Ahoy! Side A, reynir Svavar Knútur sig við ýmis tilbrigði tónlistarinnar en setur um leið nýjan snúning á eldri smíðar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
12.01.2019 - 10:23

Ljós og skuggar

Í Arnar Eggert hittum við í upphafi fyrir Hr. Ringulreið en jafn ólíkir listamenn og Olivia Newton-John, Magnum og Kraftwerk áttu innslag í blábyrjuninni og eiga tónrænt séð lítt saman að sælda. 
12.04.2018 - 12:01

Endimörkin eru þarna

Í Arnar Eggert í þetta sinnið litum við til meisturum á borð við Önnu Ternheim, Emily Jane White og Cörlu Bozulich en sú síðastnefnda gaf síðast út plötu árið 2014 og kallast hún hinum dulræna heiti Boy
04.04.2018 - 23:01

Út um græna grundu

Umsjónarmaður Arnar Eggert, Arnar Eggert sjálfur, uppgötvaði sér til mikillar hrellingar að honum hafði láðst að spila kántrírokksgoðsögnina Gram Parsons í þætti sínum. Bætti hann snarlega úr því.  
28.03.2018 - 22:49

Færeyjar mín móðir

Það var nú svo að umsjónarmaður, Arnar Eggert, fór ásamt vösku teymi sínu til eyjanna átján eða Færeyja fyrir stuttu. Nam hann þar nýjustu strauma og stefnur í tónlistarlífi þessarar frændþjóðar vorrar.
24.03.2018 - 13:59

Í laufskjóli greina

Í þessum þætti ákvað Arnar Eggert að færa sig á værðarleg mið, sérstaklega undir lok þáttar, og stemningsrík verk eftir David Sylvian, Joönnu Brouk og Justin voru flutt, m.a. 
15.03.2018 - 09:49

Þáttastjórnendur

arnaret's picture
Arnar Eggert Thoroddsen

Facebook

Tónlistargagnrýni

Sefandi söngvaskáld

Skrifstofuplanta er plata eftir Svein Guðmundsson, söngvaskáld, sem leggur sig eftir lágstemmdri en þó knýjandi stemningu. Skrifstofuplantan er plata vikunnar á Rás 2.

Hástemmt dramarokk

The Never​-​Ending Year er ný breiðskífa eftir VAR, sveit sem á varnarþing suður með sveit en stefnir nú í víking. Var eiga plötu vikunnar á Rás 2 að þessu sinni.

Draugakórinn kallar

The Ghost Choir hefur sent frá sér samnefnda plötu þar sem innihaldið eru draugalegar stemmur og Lynchlegur djass, eins og nafnið gefur til kynna. The Ghost Choir er plata vikunnar á Rás 2.