Mynd með færslu

Alla leið

Ómissandi upphitun fyrir Eurovision. Í þáttunum verður eins og áður farið yfir öll lögin sem keppa í Eurovision í ár, þau vegin og metin og reynt að spá fyrir um gengi þeirra í keppninni. Umsjónarmaður þáttarins er Felix Bergsson og álitsgjafar þau Helga Möller og Karitas Harpa Davíðsdóttir. Í hverjum þætti fær hann til sín nýja gesti til að leggja...

„Bara Danir og Íslendingar munu ná þessu djóki“

Það sauð nánast upp úr í Alla leið-settinu í gær þegar fjallað var um lagið Øve os på hinanden sem er framlag Dana í Eurovision í ár. Sigurður Þorri gefur laginu fjögur stig og hneykslar Friðrik Ómar sem segist viss um að þetta sé lagið sem fái tólf...
09.05.2021 - 10:00

Helga rokkar með Finnum: „Var að læra að gera þetta“

Rokkhundarnir í Blind Channel flytja framlag Finna í Eurovision í ár. Ekki eru allir sammála um gæði lagsins, mörgum þykir það gamaldags og hallærislegt en aðrir spá því mjög góðu gengi. Helga Möller segir lagið melódískt og það fær hana til að...
08.05.2021 - 12:13

Helga Möller var efins um að senda ætti Daða út aftur

Álitsgjafar Alla leið á RÚV leggja mat sitt á framlag Íslands til Eurovision í ár. Helga Möller þurfti að hlusta á lagið tvisvar til að sannfærast um að rétt ákvörðun hefði verið tekin.

„Þarna var sjávarútvegurinn að fullnýta hráefnið“

Álitsgjafar Alla leið eru höggdofa yfir framlagi Moldóvu til Eurovision 2021. „Ég verð að komast á skemmtistað, tengja græjurnar mínar og ýta á play ... Við skulum vona að hún sleppi því að rífa munninn af samt.“
01.05.2021 - 13:35

„Það fyrsta sem ég hugsa er: Er honum alvara?“

„Hann er klæddur í einhvern „wannabe“ gull-rappbúning með svitaband og sólgleraugu, með loðfjaðrir og fullt af skröttum í keðjum,“ segir Selma Björnsdóttir sem er alls ekki hrifin af atriði Noregs í Eurovision í ár þó lagið sé grípandi. Álitsgjafar...
24.04.2021 - 14:50

„Virðist vera góð auglýsing fyrir Sputnik bóluefnið“

„Það er gaman að sjá að þetta sé ekki áferðarfallegur karlmaður í hvítum gallabuxum á skautum með allt of dýran led skjá sem hann flytur inn,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson um rússneska framlagið í Eurovision í ár.
17.04.2021 - 15:14

Þáttastjórnendur

felix's picture
Felix Bergsson