Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.

Amerískir sálmar verða að ballett og fiðlusónötu

Árið 1942 var bandaríski tónsmiðurinn Aaron Copland beðinn að semja ballett um amerískt efni og sama ár gerði annað tónskáld, Charles Ives, breytingar á fiðlusónötu sem hann hafði samið á árunum 1911-1916. Bæði þessi verk, „Vor í Appalasíufjöllum“...
30.04.2020 - 09:01

Tónskáldsins Pendereckis minnst

29. mars sl. andaðist pólska tónskáldið Krzyztof Penderecki, 86 ára að aldri. Þar er genginn einn af merkustu tónsmiðum samtíðar okkar.
15.04.2020 - 16:51

Öskubuska í ýmsum myndum

Það verður engin bein útsending frá Metrópólitan-óperunni á laugardaginn fyrir páska en þess í stað verður flutt óperan „Öskubuska“ (La Cenerentola) eftir Gioacchino Rossini í hljóðritun frá 2014. Í tilefni af því verður þátturinn „Á tónsviðinu“ í...
02.04.2020 - 10:47

Fyrsta hljóðritun á tónlist úr íslenskum fornhandritum

Síðastliðið haust kom út bókin "Tónlist liðinna alda, íslensk handrit 1100-1800" eftir Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing. Í bókinni fjallar Árni Heimir um tónlist sem finna má í íslenskum handritum þeirra 700 ára sem tímabilið 1100...
11.03.2020 - 16:15

100 ár frá fæðingu Guðmundu Elíasdóttur

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu söngkonunnar Guðmundu Elíasdóttur, en hún fæddist í Bolungarvík 23. janúar 1920. Guðmunda var ein besta mezzósópran-söngkona Íslands á 20. öld og 1981 komu út endurminningar hennar í bókinni „Lífsjátning“ sem...
11.02.2020 - 13:50

Skáldsaga full af jólalögum

Segja má að skáldsagan „Under the Greenwood Tree“ eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy sé full af jólalögum. Sagan, sem kom út árið 1872, fjallar um kirkjukór í sveit og fyrsti hluti skáldsögunnar gerist um jól.
18.12.2019 - 15:40