Mynd með færslu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.

Þuríðar Pálsdóttur minnst

12. ágúst sl. andaðist ein merkasta söngkona íslenskrar tónlistarsögu, Þuríður Pálsdóttir. Hennar verður minnst í þættinum „Á tónsviðinu“ fimmtudaginn 29. september.
28.09.2022 - 15:25

Nótur á málverkum

Þegar málverk 16. 17. 18. og 19. aldar eru skoðuð má oft sjá á þeim fólk að leika á hljóðfæri og slíkar myndir eru mikilvæg heimild um tónlistarflutning fyrri alda. En stundum sjást einnig nótnablöð á myndunum og fyrir kemur að nóturnar séu svo...
24.08.2022 - 14:55

100 ár frá fæðingu Guðmundar Guðjónssonar söngvara

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Guðjónssonar tenórsöngvara sem setti mikinn svip á íslenskt tónlistarlíf á tímabilinu 1960-1980. Guðmundur fæddist 1922 og lést 2016. Hann fór með mörg stór óperuhlutverk á 7. áratugnum og vakti...
05.07.2022 - 14:31

Enskur kór syngur íslenska tónlist á nýrri geislaplötu

Fyrir skömmu kom út geislaplata þar sem virtur enskur kór flytur eingöngu verk eftir íslenska tónsmiði auk þess sem sveitin Dmitri Ensemble leikur tvö íslensk verk fyrir strengi. Plata hefur fengið mjög góða dóma í erlendum fjölmiðlum.
02.06.2022 - 10:47

Molière 400 ára

Á þessu ári eru liðin 400 ár frá því að franska leikritaskáldið Molière fæddist. Hann þykir vera eitt besta gamanleikjaskáld heims fyrr og síðar, og sum nöfn persóna úr leikritum hans hafa orðið að orðum í franskri tungu.
23.03.2022 - 14:42

Hátt í 60 útvarpsstöðvar mótmæla stríði með Beethoven

Samband evrópskra útvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að mótmæla innrásinni í Úkraínu og votta fórnarlömbum stríðsins samúð með því að skora á útvarpsstöðvar í Evrópu að flytja Óðinn til gleðinnar úr 9. sinfóníu Beethovens fimmtudaginn 10. mars....