Færslur: Alþingiskosningar

X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Krafa um betri samgöngur
Samgöngur milli lands og Eyja brenna á Vestmannaeyingum. Siglingaleiðin sé lífæð þeirra og óþolandi sé að geta ekki treyst á hana. Öll afkoma byggist á góðum reglulegum samgöngum, fólks- og vöruflutningar og heilbrigðisþjónustan.
X22 - Borgarbyggð
Margir kjósa eftir afstöðu framboða til vindorkuvera
Bætt íþróttaaðstaða, möguleg vindorkuver og skólahald í heimabyggð eru meðal þess sem kjósendur í Borgarbyggð velta fyrir sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
X22 - Árborg
Mikilvægt að huga að innviðauppbyggingu í Árborg
Mikil fjölgun íbúa í Árborg veldur miklum vaxtarverkjum og innviðir víða komnir að þolmörkum. Standa verði vörð um innviðauppbyggingu og auka samvinnu sveitarfélaganna í kosningunum eftir níu daga.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.
Mikil hreyfing á fylginu í Reykjavík
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun Prósents, en flokkurinn mældist einnig stærstur í síðustu könnun Maskínu fyrr í þessum mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar mjög samkvæmt könnun Prósents, fer niður í 19,4% en var 25,6% samkvæmt Maskínukönnuninni. Píratar nálgast þá tvo stærstu en flokkurinn í Reykjavík virðist orðinn andhverfa Sjálfstæðisflokksins, bætir við sig fylgi í öllum könnunum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn dalar og öfugt.
Formennirnir halda spilunum þétt að sér
Formenn ríkisstjórnarflokkanna sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem rætt er um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Formennirnir segja viðræður ganga vel, en halda spilunum þétt að sér. Ekki hefur verið rætt um annað en að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra og ekki er farið að ræða skiptingu ráðuneyta.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Meirihluti treystir niðurstöðum kosninga
Tveir af hverjum þremur treysta niðurstöðum nýafstaðinna kosninga á meðan 22 prósent treysta þeim illa. Vantraustið er minnst í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að Landskjörstjórn hafi ekki borist staðfesting um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað hafi verið fullnægjandi.
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Fréttaskýring
Að fella þingmann
Útstrikanir og aðrar breytingar kjósenda á röðun frambjóðenda til Alþingis hafa aðeins einu sinni haft áhrif á það hverjir setjast á þing. Það var árið 1946 þegar Bjarni Benediktsson eldri náði þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík á kostnað Björns Ólafssonar. 
Morgunvaktin
Lögmaður telur líklegt að kjósa þurfi aftur
Líklegt er að kosningar í Norðvesturkjördæmi verði ógiltar og að kjósa þurfi aftur, að mati Gísla Tryggvasonar, lögmanns. Hugsanlega er nóg að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð, til að gera kosninguna ólögmæta. 
Segir brýnt að skoða rafræna kosningu
Vandkvæði við talningu atkvæða eftir alþingiskosningarnar á laugardaginn sýna að brýnt er að skoða rafræna möguleika við atkvæðagreiðslu. Þetta segir tæknistjóri hjá netöryggisfyrirtæki. Slík kosning yrði öruggari en núverandi fyrirkomulag og slíkar lausnir séu þegar til. 
29.09.2021 - 12:24
Fjórar af sex yfirkjörstjórnum hafa skilað skýrslu
Fjórar yfirkjörstjórnir eru búnar að skila skýrslu til landskjörstjórnar um meðferð og talningum um helgina. Búist við hinum tveimur í dag.
Sjónvarpsfrétt
Það var annaðhvort nú eða aldrei, segir Tommi
Allir flokkar á þingi fá nú inn nýja þingmenn nema Miðflokkurinn, en af þeim 63 sem náðu kjöri til Alþingis í gær eru 27 nýliðar. Sá elsti í hópnum er á áttræðisaldri og vill meðal annars berjast fyrir bættum kjörum námsmanna. 
Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.
Textalýsing
Uppnám vegna misræmis í endurtalningu
Á kosningavakt RÚV birtum við nýjustu tölur þegar þær koma, fylgjumst með kosningavökunni í sjónvarpinu og segjum frá helstu fréttum næturinnar.
Sjónvarp
Ánægður með að kjósa í fyrsta sinn
Mörgum þótti erfitt að gera upp hug sinn í kjörklefanum í morgun og ungur kjósandi var ánægður með að geta kosið til Alþingis í fyrsta sinn. 
Kosningasjónvarp RÚV hefst klukkan 21:25
Kosningavaka RÚV hefst tuttugu og fimm mínútur yfir níu í kvöld en engin leið er að segja til um hversu lengi hún stendur. Vonir standa til að fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verði komnar í hús klukkan ellefu.
Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
Vikulokin
Fólk með glænýjan kosningarétt líklegt til að kjósa
Fólk með glænýjan kosningarétt er líklegra að mæta á kjörstað en þau sem aðeins eldri eru. Það er mat viðmælenda í Vikulokunum á Rás eitt að kosningabaráttan hafi verið málefnaleg.
Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu á kjördag
Veðrið gæti sett strik í reikninginn í alþingiskosningunum á laugardag. Landhelgisgæslan er í viðbragsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks á kjördag. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir að lokatalning þar geti ekki byrjað fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur um nóttina.
Myndskeið
Verkefnin sem bíða þegar næsta stjórn tekur við völdum
Hvað þarf að gera á næsta kjörtímabili? Formaður Loftslagsráðs segir að pólitískt erfiðar ákvarðanir séu fram undan í loftslagsmálum. Bregðast þarf betur við niðurstöðu PISA-kannana að mati forstjóra Menntamálastofnunar. ASÍ og SA eru sammála um að stærsta efnahagsmál næstu áratuga er öldrun þjóðar. Landlæknir segir að mönnunarvandræði í heilbrigðiskerfinu þoli enga bið. Fréttastofa beinir sjónum að helstu kosningamálunum í aðdraganda kosninga og verkefnum sem þeim tengjast á næsta kjörtímabili.