Færslur: Alþingiskosningar

Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Sjónvarpsfrétt
Baráttan enn á hefðbundnum nótum en það gæti breyst
Það er hefð fyrir meiri endurnýjun þingmanna hér á landi en í mörgum öðrum löndum. Baráttan um atkvæðin í þingkosningunum í haust er byrjuð og hún er á hefðbundnu nótunum, enn sem komið er, að mati stjórnmálafræðings, þó að það gæti vel breyst þegar nær dregur kosningum.
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Willum Þór leiðir lista Framsóknar í Kraganum
Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var samþykktur á rafrænu aukakjördæmisþingi í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, skipar annað sætið og Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi, er í þriðja sæti.
05.06.2021 - 14:26
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Kastljós
Greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum
Stjórnmálaflokkar geta með aðstoð Facebook flokkað kjósendur tiltölulega nákvæmt með svokallaðri „örnálgun“ eða microtargeting. Þá er tækninni beitt til þess að greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að finna út hvaða áhugamál eða hagsmuni hver kjósandi hefur og í kjölfarið búa til sérsniðin skilaboð sem er beint að tilteknum hópi kjósenda.
Spegillinn
Ungir umhverfissinnar leggja mat á stjórnmálaflokka
Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða. Þrír háskólanemendur með bakgrunn í líffræði, stjórnmálafræði og sálfræði hafa tekið að sér að þróa kvarðann sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Kosningar verða 25. september.
Eiríkur og Sigríður leiða lista Viðreisnar í Norðaustur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, verður efsti maður á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi.
Njáll Trausti vill leiða listann í norðausturkjördæmi
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í norðausturkjördæmi, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti listans í kjördæminu. Þar var Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann hyggist hverfa af þingi.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
„Auðvitað eru svona umræður aldrei góðar“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir vonbrigði að Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hafi sagt sig úr flokknum. Jóhanna var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún sóttist eftir að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum.
Viðreisn ætlar að stilla upp í Norðvesturkjördæmi
Stillt verður upp á framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Þetta er fimmta kjördæmið þar sem ákveðið er að raða á lista Viðreisnar með þessum hætti, en ákvörðun um aðferð hefur ekki verið tekin í Norðausturkjördæmi.
Myndskeið
Stefnir í harða baráttu í öllum kjördæmum
Það stefnir í harða baráttu innan stjórnmálaflokkanna um að leiða lista í kjördæmum um allt land fyrir alþingiskosningar í haust. Margir liggja þar að auki enn undir feldi.
Andrés Ingi til liðs við Pírata
Andrés Ingi Jónsson alþingismaður ætlar að ganga til liðs við Pírata. Hann var kjörinn á þing í kosningunum 2016 fyrir Vinstri græn en hefur síðustu misseri setið á þingi utan flokka. Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sögðu sig úr flokknum haustið 2019 en þau studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Spegillinn
Jöfnunarsæti þyrftu að vera fleiri
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda.
Logi um mál Ágústs: Stuðst við lýðræðislegt ferli
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir Ágúst Ólaf Ágústsson hafa verið öflugan liðsmann sem ætli að starfa með þingflokknum fram að kosningum í haust. Ágúst Ólafur tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki að taka þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann var oddviti áður. Logi segir stuðst við lýðræðislegt ferli og vonar að sterkum listum verði teflt fram.
20.01.2021 - 18:33
Fjölmörg stjórnarfrumvörp framundan á kosningavetri
Sóttvarnalög, sameining sveitarfélaga, fjölmiðlar og miðhálendisþjóðgarður er meðal frumvarpa ríkisstjórnarinnar sem bíða afgreiðslu Alþingis. Kosningavetur er framundan sem mun setja svip sinn á stjórnmálin og þingstörfin og landsfundir flokkanna, prófkjör og ákvörðun um lista bíða í röðum þegar líður á vorið.
Ásmundur færir sig í Reykjavíkurkjördæmi norður
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokk, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu á framboðslista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í næstu Alþingiskosningum. Hann lýsti þessu yfir á Facebook síðu sinni í dag.
Ágúst Bjarni sækist eftir öðru sæti í Kraganum
Ágúst Bjarni Garðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Ágúst Bjarni var áður aðstoðamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Boða ýmsar breytingar á kosningalögum
Starfshópur um endurskoðun kosningalaga hefur skilað tillögum sínum í formi frumvarps til kosningalaga. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis, sveitastjórna, forsetakosninga og þjóðaratkvæðagreiðslur.
10.09.2020 - 13:56
Leggur til að kosið verði 25. september á næsta ári
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að leggja það til að alþingiskosningar fari fram 25. september 2021. Alþingiskosningar fóru síðast fram hér á landi 28. október 2017 og var núverandi ríkisstjórn mynduð í kjölfarið. Það var aðeins ári eftir alþingiskosningar þar á undan en kosið var 29. október 2016.
24.07.2020 - 15:26
Vilja tímasetningu Alþingiskosninga ákveðna sem fyrst
Stjórnarandstöðuflokkarnir undrast að ekki sé búið að ákveða hvenær verði næst kosið til Alþingis. Þeir hafa flestir kallað eftir því að kosningar fari fram næsta vor. Forsætisráðherra fundaði á föstudag með formönnum flokka og boðaði þá ákvörðun á næstu dögum.
14.07.2020 - 12:29
„2013 eyðileggurðu atkvæði allra Kópavogsbúa“
Úthlutunarkerfi þingsæta í núverandi kosningakerfi okkar er gallað og endurspeglar ekki vel niðurstöður kosninga. Þetta segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur. Nærri tuttugu og sjö þúsund atkvæði féllu dauð niður í alþingiskosningunum árið 2013. Haukur var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
09.07.2018 - 07:30
Nafnlaus kosningaáróður ekki ólöglegur
Ekkert bendir til að nafnlausar herferðir gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum fyrir Alþingiskosningar í fyrra og hittifyrra, hafi verið ólöglegar. Vandséð er að stjórnvöld geti grafist fyrir um hverjir stóðu að þeim.
11.06.2018 - 23:38
Húmanistaflokkurinn býður ekki fram
Húmanistaflokkurinn býður ekki fram í alþingiskosningum 28. október næstkomandi. Kosningarnar bar skjótt að eftir að ríkisstjórnin sprakk og segir Júlíus K. Valdimarsson, talsmaður Húmanistaflokksins, að tíminn hafi verið of skammur.