Færslur: Alþingiskosningar

Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu á kjördag
Veðrið gæti sett strik í reikninginn í alþingiskosningunum á laugardag. Landhelgisgæslan er í viðbragsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks á kjördag. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir að lokatalning þar geti ekki byrjað fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur um nóttina.
Myndskeið
Verkefnin sem bíða þegar næsta stjórn tekur við völdum
Hvað þarf að gera á næsta kjörtímabili? Formaður Loftslagsráðs segir að pólitískt erfiðar ákvarðanir séu fram undan í loftslagsmálum. Bregðast þarf betur við niðurstöðu PISA-kannana að mati forstjóra Menntamálastofnunar. ASÍ og SA eru sammála um að stærsta efnahagsmál næstu áratuga er öldrun þjóðar. Landlæknir segir að mönnunarvandræði í heilbrigðiskerfinu þoli enga bið. Fréttastofa beinir sjónum að helstu kosningamálunum í aðdraganda kosninga og verkefnum sem þeim tengjast á næsta kjörtímabili.
Fékk ekki að aðstoða konu sína sem er með Alzheimer
Eiginmaður konu með Alzheimer gagnrýnir að hafa ekki fengið að aðstoða hana við að kjósa og telur að eiginkona sín hafi ekki fengið að njóta kosningaleyndar. Hjónin hyggjast kæra framkvæmdina.
Fréttaskýring
„Ekkert sem segir að við viljum ekki hafa meiri jöfnuð“
Meirihluti almennings telur á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun og styður hátekjuskatt samkvæmt nýrri rannsókn. Prófessor í félagsfræði segir að langtímaáætlun þurfi til að bæta kjör öryrkja. Þá þurfi að koma til móts við einstæða foreldra. Fréttastofa beinir sjónum að ójöfnuði í aðdraganda kosninga.
Þrír kusu í gegnum bílrúðu í höfuðborginni í dag
Utankjörfundarkosning með óhefðbundnum hætti stendur yfir í Reykjavík við Skarfagarða frá þrjú til átta daglega fram á kjördag. Á kjördag verður einnig kosið á hafnarbakkanum. Þegar lokað var í kvöld höfðu þrír kosið í gegnum bílrúðu.
Hætta á falsi á netinu eykst með hverjum kosningum
Fjölmiðlanefnd varar við því þegar fólk siglir undir fölsku flaggi á netinu. Mikilvægt sé að kanna hver standi að baki netsíðna þar sem kosningaáróður sé ítrekað settur inn með það markmið að blekkja lesandann vísvitandi. Hættan á þessu aukist með hverjum kosningum. 
Myndskeið
Allt um X21 í hlaðvarpi, sjónvarpi, útvarpi og á vef
Fréttastofan verður með ítarlega umfjöllun um alþingiskosningarnar á næstu vikum. Hitamálin verða rædd í hlaðvarpi, sjónvarpi, útvarpi og svo verður allt aðgengilegt á glænýjum kosningavef RÚV.
01.09.2021 - 19:36
Fréttaskýring
LSH hefur þurft að herða sultarólina vegna launahækkana
Prófessor í hagfræði telur að bæði stjórnvöld og stjórnendur Landspítalans hafi rétt fyrir sér í deilu um fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en þar sem launahækkanir vegi þungt þurfi spítalinn að herða sultarólina. Langvarandi álag árum saman kemur fram í áfallastreituröskun segir formaður fagráðs. Heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum.
Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust í morgun
Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust klukkan 8:20 í morgun hjá sýslumönnum víðs vegar um landið. Ákveðið var í gær að Alþingi yrði formlega rofið 25. september og gengið yrði til almennra kosninga samdægurs.
Myndskeið
Hægt að kjósa utan kjörfundar í fyrramálið
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir alþingiskosningarnar í september hefst í fyrramálið. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er búist við að fleiri kjósi utan kjörfundar nú en áður.
Þing rofið og gengið til kosninga 25. september
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.
Myndskeið
Faraldurinn gerir kosningastjórum lífið leitt
Kórónuveirufaraldurinn kemur til með að lita kosningabaráttuna. Minna verður um handabönd og frambjóðendur að kyssa börn en áður og hætta er á að kosningabaráttan fari í uppnám ef frambjóðendur lenda í einangrun.
Þarf að rjúfa þing áður en hægt verður að kjósa
Þótt minna en átta vikur séu til kosninga er enn ekki hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar þar sem ekki er búið að rjúfa þing. Fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins gæti gert kosningarnar afar flóknar í framkvæmd.
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Myndskeið
Vill að ríkisstjórnin segi af sér vegna stöðunnar
Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar á þingi um hertar sóttvarnaaðgerðir og stefnu stjórnvalda í faraldrinum. Í dag eru tveir mánuðir til kosninga.
25.07.2021 - 19:25
Sigþrúður: Hefði viljað sjá fleiri konur á listanum
Sigþrúður Ármann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hafnaði í sjötta sæti. Hún segist fyrst og fremst vera þakklát eftir gærdaginn en hefði viljað sjá hlut kvenna betri í prófkjörinu.
Sjónvarpsfrétt
Baráttan enn á hefðbundnum nótum en það gæti breyst
Það er hefð fyrir meiri endurnýjun þingmanna hér á landi en í mörgum öðrum löndum. Baráttan um atkvæðin í þingkosningunum í haust er byrjuð og hún er á hefðbundnu nótunum, enn sem komið er, að mati stjórnmálafræðings, þó að það gæti vel breyst þegar nær dregur kosningum.
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Willum Þór leiðir lista Framsóknar í Kraganum
Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var samþykktur á rafrænu aukakjördæmisþingi í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, skipar annað sætið og Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi, er í þriðja sæti.
05.06.2021 - 14:26
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Kastljós
Greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum
Stjórnmálaflokkar geta með aðstoð Facebook flokkað kjósendur tiltölulega nákvæmt með svokallaðri „örnálgun“ eða microtargeting. Þá er tækninni beitt til þess að greina hegðun kjósenda á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að finna út hvaða áhugamál eða hagsmuni hver kjósandi hefur og í kjölfarið búa til sérsniðin skilaboð sem er beint að tilteknum hópi kjósenda.
Spegillinn
Ungir umhverfissinnar leggja mat á stjórnmálaflokka
Ungir umhverfissinnar kynna sér nú stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum og ætla að leggja mat á hana með sérstökum kvarða. Þrír háskólanemendur með bakgrunn í líffræði, stjórnmálafræði og sálfræði hafa tekið að sér að þróa kvarðann sem verður kynntur þegar hann er tilbúinn. Stefnt er að því að það verði 17. maí en einkunn stjórnmálaflokkanna verður birt 3. september. Kosningar verða 25. september.
Eiríkur og Sigríður leiða lista Viðreisnar í Norðaustur
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, verður efsti maður á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti verður Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi.
Njáll Trausti vill leiða listann í norðausturkjördæmi
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í norðausturkjördæmi, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti listans í kjördæminu. Þar var Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann hyggist hverfa af þingi.