Færslur: -

Hætta að taka við börnum í meðferð á Vogi
SÁÁ hefur tekið þá ákvörðun um að hætta að taka við ungmennum yngri en átján ára á sjúkrahúsinu Vogi. Í tilkynningu frá SÁÁ segir að augljós krafa um að ólögráða einstaklingar séu ekki í sama rými og fullorðnir í meðferð, sé meira en hægt er að ráða við á Vogi.
12.04.2018 - 12:26
Frakkar hyggjast fækka þingmönnum um þriðjung
Ríkisstjórn Frakklands hyggur á lagabreytingar sem miða að því að fækka þingmönnum beggja þingdeilda um nær þriðjung. Er þetta liður í umfangsmiklum kerfisbreytingum stjórnarinnar sem ná eiga til margra helstu stofnana ríkisvaldsins. Í frétt BBC af málinu segir að samkomulag hafi náðst um þessa fækkun milli forsætisráðherrans, Édouards Philippe, og leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna, sem hafa meirihluta í öldungadeild þingsins.
05.04.2018 - 03:19
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Frakkland · -
Rannsaka áhrif hryðjuverkaógnar á almenning
Þrír fræðimenn við Háskóla Íslands hafa fengið samtals 32,5 milljónir króna styrk til að rannsaka áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gagn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum.
26.03.2018 - 12:42
Fimmtíu féllu í loftárásum í Sýrlandi í dag
Talið er að hátt í fimmtíu almennir borgarar hafi fallið í dag í loftárásum sýrlenskra hersins á yfirráðasvæði uppreisnarmanna, í bænum Saqba í Ghouta-héraði, nálægt höfuðborginni Damaskus. Búist er við árás stjórnarhersins innan skamms.
19.02.2018 - 20:16
Erlent · sýrland · -
Myndskeið
Lefty Hooks & The Right Thingz í Stúdíói 12
Reggísveitin Lefty Hooks & The Right Thingz var gestur Popplands á Rás 2 í dag og tók nokkur lög í beinni útsendingu úr Stúdíói 12. Hljómsveitin kemur fram á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið.
Pólitískir vindar blása lífi í Óskarinn
Óskarsverðlaunahátíðin á stórafmæli í ár, en nítugasta hátíðin fer fram í Hollywood 4. mars. Styr hefur staðið um hátíðina síðustu ár og má segja að nýjasti skjálftinn, sjálf metoo-byltingin, hafi blásið nýju lífi í hátíðina en fréttir af kynferðisáreitni áhrifafólks í kvikmyndabransanum kunna að hafa úrslitaáhrif á niðurstöður tilnefninga sem verða kynntar kl. 13:20 í dag. RÚV sýnir beint frá tilnefningunum á RÚV.is.
Gjaldþrota en sagt góður fjárfestingarkostur
Gjaldþrot var það eina í stöðunni og síðasta verk United silicon var að greiða 56 starfsmönnum fyrirtækisins laun. Stærsti kröfuhafinn gerir sér vonir um að selja verksmiðjuna og telur söluverðmæti hennar ekki rýrna mikið við gjaldþrotið. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að herða þurfi ólina í rekstri bæjarins komi ekkert í staðinn fyrir United Silicon.
22.01.2018 - 18:36
Konur sigursælar á Kraumsverðlaununum
Sólveig, Cyber, Sigrún, GlerAkur, JFDR og Hafdís Bjarnadóttir hlutu í dag Kraumsverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bryggjunni í dag.
12.12.2017 - 19:10
Menningarefni · Tónlist · Cyber · JFDR · - · GlerAkur
11 slösuðust – enginn grunur um hryðjuverk
Lundúnalögreglan segir að maðurinn sem ók á hóp fólks við Náttúrugripasafn borgarinnar í dag hafi ekki verið hryðjuverkamaður – málið sé einfaldlega rannsakað sem umferðarslys. Ellefu manns særðust og fengu aðhlynningu, þeirra á meðal ökumaðurinn, og þar af voru níu fluttir á spítala. Flestir hlutu áverka á fótum eða á höfði og lögregla segir að enginn hafi slasast lífshættulega eða þannig að það muni hafa áhrif á líf þeirra til frambúðar.
07.10.2017 - 17:49
Erlent · Lundúnir · - · Bretland
Mayweather og McGregor mætast 26. ágúst
Það kom í ljós í kvöld að boxarinn Floyd Mayweather og UFC bardagakappinn Conor McGregor munu mætast 26. ágúst í líklega umtalaðasta bardaga síðari ára. Keppt verður í hnefaleikum en Mayweather hefur ekki tapað neinum af þeim 49 bardögum sem hann hefur háð á ferlinum.
14.06.2017 - 21:28
Íþróttir · Box · UFC · -
Hverjum þakkar þú í þinni ræðu?
Nú hafa forsetakosningar Bandaríkjanna tekið enda og því ákveðnum tilfinningarússíbana að ljúka. Hvað skiptir máli á degi þar sem Donald J. Trump er kjörinn forseti Bandaríkjanna? Á næsta ári taka Bandaríkjamenn á móti nýjum forseta en á næsta ári fögnum við líka tuttugu ára afmæli þakkarræðu Fionu Apple á MTV-tónlistarhátíðinni. Lestin veltir vöngum og skoðar boðskap þakkargjörðarhátíðarinnar, Fionu Apple og Alanis Morissette í ljósi nýkjörins forseta Bandaríkjanna. 
09.11.2016 - 17:30
Erfitt að tengja alla samninga við laun
Kjarasamningurinn sem starfsmenn Norðuráls gerðu við fyrirtækið í gær kveður á um að launahækkanir verði tengdar launavísitölu. Byrjunarlaun verða 492.000 krónur í lok samningstímans. Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði segir að það muni ekki ganga að allir geri slíkan samning.
18.03.2015 - 14:46
Kjaramál · Innlent · -
  •