Færslur: -

Austlæg átt og skúrir
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu  í dag. Víða skúrir, en samfelldari úrkoma norðvestan til eftir hádegi og úrkomulítið austanlands fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast austan til. 
26.06.2020 - 07:15
Mega vænta betri lánskjara
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í morgun í fjórða sinn í ár. Þess er vænst að lækkunin skili sér í betri lánskjörum fyrir fólk og fyrirtæki.
Leikhúsveisla
Þjóðarskútunni siglt í strand á sviði Þjóðleikhússins
Leikverkið Hart í bak er ein af perlum íslenskra leikbókmennta. Gunnar Eyjólfsson fór á kostum í uppsetningu verksins 2008 í hlutverki skipstjóra sem sigldi óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand. „Það er það sem var að gerast hjá okkur. Það var verið að sigla þjóðarskútunni í strand,“ segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. „Þannig að þessi texti lifnaði allur gjörsamlega við.“
05.04.2020 - 12:29
Orð um bækur
Af mataruppeldi bókaháka
„Að lesa er að borða er að hungra,“ segir Sunna Dís Másdóttir í pistli um mat í barnabókum. „Það má leiða að því líkur að hvað varðar mataruppeldi íslenskra barna hafi frú Blyton þar farið með mun veigameira hlutverk en margir heimilisfræðakennarar landsins.“
14.02.2020 - 10:35
Mótmæli á Lesbos
Flóttamenn og hælisleitendur í á grísku eynni Lesbos efndu til mótmæla þar í gær og fyrradag. Þeir mótmæltu seinagangi yfirvalda við afgreiðslu mála og bágum aðstæðum í Moria-flóttamannabúðunum á eynni. Í fyrradag var táragasi beitt gegn mótmælendum.
05.02.2020 - 09:59
Erlent · Evrópa · -
Viðtal
Mountaineers: „Við gerðum klárlega mistök“
Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir að allir hjá fyrirtækinu séu miður sín eftir að bjarga þurfti 49 manns af Langjökli í nótt. Um var að ræða vélsleðahóp sem var í ferð á vegum fyrirtækisins, en búið var að vara við mjög vondu veðri á svæðinu.
08.01.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Landsbjörg · -
Gervinotendum eytt af Facebook og Twitter
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter höfðu í nógu að snúast síðustu daga við að eyða gervinotendum af síðum sínum. Twitter eyddi nærri sex þúsund notendum sem sendu frá sér skilaboð til stuðnings stjórnvalda í Sádi Arabíu. Sú aðgerð var hluti af enn stærri aðgerð þar sem um 88 þúsund notendum var eytt fyrir ýmsar sakir.
21.12.2019 - 07:41
Vill rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraels
Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins, ICC, vill opna rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraels í Palestínu. Fatou Bensouda segir stríðsglæpi hafa verið, og enn vera framda á Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og á Gaza-ströndinni. Dómstóllinn hefur verið með málið til skoðunar síðan Palestínumenn lögðu það fram árið 2015.
21.12.2019 - 03:54
Stærsta aðgerð gegn mafíunni síðan í Palermo
Stjórnmálamenn og aðrir embættismenn voru meðal yfir 300 handtekinna í aðgerð ítölsku herlögreglunnar gegn 'Ndrangheta mafíunni. Aðgerðin er sögð sú næst umfangsmesta í sögu Ítalíu. Rannsókn yfirvalda hófst árið 2016 og teygir sig yfir 11 héruð á Ítalíu. Grunaðir mafíósar voru svo eltir til Þýskalands, Sviss og Búlgaríu. Um 2.500 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni.
20.12.2019 - 07:01
Yfir 60.000 flýja eldsvoða í efnaverksmiðju í Texas
Um 60.000 íbúar fjögurra bæja neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar tveggja öflugra sprenginga og mikils eldsvoða í efnaverksmiðju í austurhluta Texas. Verksmiðjan er í bænum Port Neches. Þar varð feiknarleg sprenging um klukkan eitt aðfaranótt miðvikudags að staðartíma og mikill eldur gaus upp í framhaldinu. Þrír starfsmenn verksmiðjunnar særðust í sprengingunni en enginn þeirra lífshættulega.
28.11.2019 - 01:38
Erlent · Norður Ameríka · - · Texas
Vill að pípuhattur Hitlers verði brenndur
Líbanskur auðmaður, sem keypti pípuhatt Adolfs Hitlers og fleira sem honum tengdist á umdeildu uppboði í München, hefur ánafnað gripina ísraelskum fjáröflunarsamtökum. Hann leggur til að þeir verði brenndir.
26.11.2019 - 14:38
Erlent · Evrópa · Mannlíf · - · Ísrael · Miðausturlönd
MDE: Yfirvöld brutu gegn Navalny
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu i morgun að yfirvöld í Rússlandi hefðu brotið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny árið 2014 með því að halda honum í lengri tíma í stofufangelsi.
09.04.2019 - 09:31
Erlent · Evrópa · Rússland · -
Þjóðin þarf að kynnast bændum betur
Guðrún Tryggvadóttir er fyrsta konan sem gegnir formennsku í rúmlega 180 ára sögu Bændasamtakanna. Hún segir að þjóðin þurfi að fá að kynnast bændum betur og hvetur til samtals. 
02.03.2019 - 10:13
Pistill
Í skapandi óreiðu Weimar-lýðveldisins
Næstkomandi sunnudag hefst sýning á þýsku þáttaröðinni Babýlon Berlín á RÚV og verður fróðlegt að fylgjast með henni, hún mun vera dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið á öðru máli en ensku og einnig hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. En það er þó ekki þáttaröðin sjálf sem hér er til umfjöllunar, heldur reyfararnir sem að baki standa, en það er óhætt að telja þá til mestu metsölubóka á þýskum markaði undanfarinn áratug.
01.03.2019 - 13:02
Þúsundir flúnar og enn fleiri í viðbragðsstöðu
Allir 3.000 íbúar bæjarins Wakefield á norðurodda Suðureyju Nýja Sjálands hafa fengið öruggt skjól fjarri heimilum sínum og nágrannar þeirra í borginni Nelson búa sig undir hið versta vegna einhverra mestu skógarelda sem geisað hafa í landinu áratuga skeið. Rúmlega 50.000 manns búa í Nelson en í allt eru heimili um 70.000 manns í Tasman-héraði í hættu vegna eldanna.
10.02.2019 - 06:31
Erlendir fjárfestar búa sig til brottfarar
„Erlendir fjárfestar hafa verið að selja eignir hér og skipta krónum í aðra gjaldmiðla. Það varð til þess að Seðlabankinn greip inn í fjóra viðskiptadaga í röð í janúar,“ sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, á Morgunvaktinni. Hann verður fastur viðmælandi um efnahagslíf og samfélag á Morgunvaktinni á Rás 1 hvern þriðjudag. Hann lýsti miklum umsvifum bandaríska sjóðsstýringarfyrirtækisins Eaton Vance hér á landi, en það hefur keypt hér skulda- og hlutabréf og hagnast af vaxtamun.
22.01.2019 - 10:28
Af fölskvalausum galsa og flötum Finnum
Á öðrum í Airwaves fara erlendu böndin á stjá en í gær voru það breski skrýtipopphópurinn Superorganism og eistneski ruslrapparinn Tommy Cash sem stóðu upp úr.
09.11.2018 - 16:33
Í barndómi - Jakobína Sigurðardóttir
„Verkið snýst um það að rata. Það kemur í ljós að hún ratar ekki um eldhúsið hennar mömmu, og það kostar hana töluverð átök að rifja þetta upp. En í þessu ferðalagi aftur í tímann þá raðast ýmislegt saman, ekki síst sjálfsmynd stúlkunnar, og konunnar, og hvernig þessi sjálfsmynd verður til í textanum er bara meistaraverk,“ segir Ástráður Eysteinsson um bók vikunnar á Rás1, Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
07.11.2018 - 16:06
Viðtal
„Enginn fullgildur gangnamaður án talstöðvar“
Vanir gangnamenn, rösk ungmenni og kyrrsetufólk að sunnan. Svona var hópurinn sem gekksuður hlíðar Hólafjalls, innst í Eyjafirði, um liðna helgi, samansettur. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegilinn fór í göngur og ræddi göngur á Eyjafjarðarsvæðinu við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra Eyjafjarðarsveitar. Hlýða má á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.
14.09.2018 - 19:27
Engin alvarleg frávik í kísilveri PCC á Bakka
Loftmengun við kísilverksmiðju PCC á Bakka hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk og engin alvarleg frávik orðið frá því starfsemin hófst, að mati Umhverfisstofnunar. Niðurstöður úr eftirliti síðustu fjögurra mánaða voru kynntar á íbúafundi á Húsavík í dag.
06.09.2018 - 19:04
Upptaka
Framboðsfundur á Fljótsdalshéraði
Frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Fljótsdalshéraði sátu fyrir svörum á Rás 2. Að þessu sinnu eru fimm flokkar sem bjóða fram, Héraðslistinn, samtök félagshyggjufólks,Sjálfstæðisflokkur og óháðir, Framsókn á Fljótsdalshéraði og Miðflokkurinn
Farsíminn varð eftirlýstum brotamanni að falli
Farsímanotkun undir stýri varð brotamanni að falli í dag. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglumenn hafi síðdegis í dag stöðvað för ökumanns sem var að tala í farsíma, án handfrjáls búnaðar, og notaði auk þess ekki stefnuljós eins og honum bar. Reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og þegar nánar var að gáð kom í ljós að hann var eftirlýstur af erlendum lögregluyfirvöldum.
06.05.2018 - 22:41
Fagnar hugmyndum um fyrirtækjaskrá á Tortóla
„Þetta eru góðar fréttir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um fyrirhugaðar aðgerðir breskra stjórnvalda um að gera stjórnvöldum á breskum yfirráðasvæðum skylt að birta opinbera skráningu um eignarhald fyrirtækja.
03.05.2018 - 16:26
Banna eitur og bjarga býflugum
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag nær algert bann við notkun utandyra á skordýraeitri sem talið er orsök fækkunar á hunangsflugum og öðrum frjóberum. Rannsókn á vegum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu leiddi í ljós að eitrið, neonicotinoid, er ógn við margar tegundir býflugna, sama hvar og hvernig það er notað úti við.
27.04.2018 - 11:05
Erlent · Dýralíf · ESB · Stjórnmál · -
Vilja landvörslu allt árið um kring
Landvarðafélag Íslands hefur skorað á stjórnvöld að tryggja að landvarsla sé á landinu öllu allt árið og stuðla með því að fagmennsku við umönnun náttúru landsins til framtíðar. Þetta kemur fram í áskorun sem Landvarðafélagið sendi Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í dag.
23.04.2018 - 13:40
Innlent · Náttúra · -