Söngvakeppnin

Viðtal
Hatrið hefur sigrað
„Það er óhemjumikil vinna lögð í gjörninginn sem er í raun þriggja mínútna leikhús. Það er hiti fyrir Hatara hér og fólk stendur með þeim,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndagerðakona sem er stödd í Tel Aviv þar sem hún vinnur að heimildarmynd um hópinn ásamt Baldvin Vernharðssyni. Hún segir að Hatari muni, hvernig sem fer, standa uppi sem sigurvegari fyrir að þora að setja sín mál á dagskrá og láta í sér heyra.
Dómarar kveða upp dóm sinn um Hatrið í kvöld
Í dag er stór dagur fyrir Hatara í Tel Aviv en í kvöld fer sjálft dómararennslið fram. Þá mun Hatara gefast tækifæri til að heilla dómnefndir hinna landanna, en dómaraatkvæðin vega helming á móti atkvæðum almennings svo það er mikið í húfi.
Myndband
Systkinabörn og bestu vinir
Það var stór stund hjá gjörningahópnum Hatara þegar ljóst varð að þau yrðu fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Tel Aviv í Ísrael 14.-18. maí. Í nýjum heimildarþætti segja liðsmenn hópsins hvernig þeim leið eftir sigurinn, frá tilurð Hatara og hvaða væntingar þau hafa til þátttökunnar í keppninni.
Hamarinn snýr aftur
Hatari æfði í annað og jafnframt næst síðasta sinn í Tel Aviv nú fyrir skemmstu þar sem liðsmenn hópsins fengu kærkomið tækifæri til að vinna með atriðið og prufa sig áfram. Síðar í dag verður einnig haldinn annar blaðamannafundur en á síðasta fundi tókst hópnum að valda usla.
Stór dagur fyrir Hatara í Tel Aviv í dag
Í dag er stór dagur í Tel Aviv en seinna í dag fer önnur æfing Hatara fram á stóra sviðinu í Expo höllinni. Æfingatíminn á sviðinu er af afar skornum skammti en í þessari 64. keppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva keppir alls 41 land og allir leggja sig fram við að nýta hverja sekúndu af dýrmætum æfingatíma sem allra best.
09.05.2019 - 09:30
Viðtal
„Þetta er bara mjög falleg stund“
Fulltrúar FÁSES eru í Tel Aviv að fylgjast með Hatara og öðrum keppendum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þau segja að keppnin sé þeirra persónulegu jól, þau verði meyr, mjúk og þakklát fyrir lífið.
09.05.2019 - 09:09
Söngvakeppnisæði Íslendinga rannsóknarefni
Svo virðist sem áhugi Íslendinga á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi stigmagnast frá 1986 þegar gífurlegur spenningur greip um sig meðal þjóðarinnar í kringum fyrsta framlag Íslands, Gleðibankann. Þjóðminjasafnið hefur útbúið spurningalista og biðlar til þjóðarinnar að veita svör um hefðir sínar og siði í kringum keppnina.
Viðtal
Höfum vald til að setja okkar mál á dagskrá
Eftir annasama daga Hatara í Tel Aviv og eldfiman blaðamannafund segist Matthías Tryggvi finna fyrir álagi og aukinni athygli, bæði jákvæðri og neikvæðri.
08.05.2019 - 11:48
Viðtal
Óhrædd við að glefsa
Vigdís Hafliðadóttir eða Dísa Hafliða fréttamaður Iceland Music News, sem er stödd í Tel Aviv að flytja fréttir af Eurovision, segir að stundum skorti heiðarleika í íslenskt samfélag. Hlutverk fréttamiðils hennar er að standa vörð um hagsmuni almennings og vera varðhundar. 
07.05.2019 - 11:09
Viðtal
Klökkur eftir blaðamannafund og magnaða æfingu
Fyrsta æfing Hatara úti í Tel Aviv er nú afstaðin og blaðamannafundur einnig, þar sem Hatari lét heldur betur finna fyrir sér eins og þau höfðu gefið loforð um. Felix Bergsson á ekki orð yfir sínu fólki en segist ætla að koma Hatara alla leið.
Hatari vill sjá enda hernáms í Palestínu
Hatari hélt sinn fyrsta blaðamannfund í Expó höllinni í Tel Aviv í dag að fyrstu æfingu lokinni. Fjöldi blaðamanna mætti og augljóst er að áhugi á atriðinu er mikill.
Fyrsta æfing Hatara á stóra sviðinu
Fyrsta æfing margmiðlunarverkefnisins Hatara fór fram í Expó höllinni í miðborg Tel Aviv í dag rétt eftir hádegi að staðartíma. Þar var ný sviðsmynd Hatara afhjúpuð sem og glæný grafík.
Myndskeið
Glæný sviðsmynd Hatara afhjúpuð
Hatari steig í dag sín fyrstu skref á stóra sviðinu í Expó höllinni í Tel Aviv en þar standa nú yfir æfingar þátttakenda. Þá var afhjúpuð ný sviðsmynd atriðisins, þar sem stór og glæsilegur skúlptúr vekur athygli en einn starfsmanna RÚV ferðaðist til Tel Aviv í síðasta mánuði gagngert til að setja saman risastóran hnött.
Niðr'á strönd með Hatara
„Eins og þið sjáið þá er gott veður og við getum verið léttklædd en við leggjum mikið upp úr því að vera í þægilegum klæðnaði úr lífrænum efnum,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir liðsmaður Hatara en þau spókuðu sig á ströndinni fyrsta daginn í Tel Aviv.
Vel upplýst fólk sem veit hvað það er að gera
„Við erum að senda vel menntað, vel upplýst og fallegt ungt fólk sem veit alveg hvað það er að gera,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir um Hatara sem var í þann mund að leggja af stað til Tel Aviv þegar þeir heimsóttu Vikuna með Gísla Marteini.
Von á yfirlýsingu frá Hatara
„Við munum ekki svara því eins og stendur,“ segir Matthías Haraldsson aðspurður hvort von sé á uppákomu frá Hatara í Ísrael og hvort þau muni mögulega draga sig úr keppni. Hópurinn hélt til Ísrael í morgun.
Hatari heldur út í heim
Fjöllistahópurinn Hatari er lagður af stað áleiðis til Tel Aviv í Ísrael ásamt fríðu föruneyti. Hatarahópurinn hittist við Útvarpshúsið fyrir allar aldir í morgun, nánar tiltekið klukkan 3.45, og steig þar upp í langferðabifreið sem flutti allan mannskapinn, samtals nítján manns, til Leifsstöðvar.
03.05.2019 - 06:45
Myndband
Sigrar hatrið ástina og hlýnun jarðar?
Ást, hatur og hlýnun jarðar er meðal þess sem fulltrúar Norðurlanda syngja um í Eurovison í ár. Svíar voru í gær síðastir til að velja framlag sitt til keppninnar.
10.03.2019 - 19:06
Upptaka
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Svíar urðu í gærkvöld síðasta Norðurlandaþjóðin til að velja framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ást, hatur og hlýnun jarðar er meðal þess sem sungið er um í lögunum fimm.
10.03.2019 - 12:43
DR: Ísrael ögrað með fokkjúmerki frá Íslandi
Danska ríkisútvarpið sparar ekki stóru orðin um framlag Íslands í Eurovision, lagið „Hatrið mun sigra“ með hljómsveitinni Hatara. Atriðið sé það villtasta sem áhorfendur fái að sjá og Íslendingar ögri Ísrael með „fokkjúmerki,“ eins og það er orðað á forsíðu DR. „Aðdáendur Eurovision eru öllu vanir, syngjandi apa og sigurlagi um þjóðarmorð en þeir hafa aldrei séð neitt í líkingu við það sem kemur frá Íslandi í ár,“ skrifar DR.
05.03.2019 - 08:17
Vegir Hatara liggja úr utanríkisráðuneytinu
Hljómsveitin Hatari flytur framlag Íslands í Eurovision í Ísrael um miðjan maí. Sveitin hefur vakið athygli fyrir yfirlýsingar sínar og hafa ísraelskir fjölmiðlar fjallað töluvert um þátttöku hennar. Liðsmenn Hatara eru þó ekki á flæðiskeri staddir ef upp skyldi koma milliríkjadeila eða annar diplómatískur ágreiningur, lagaflækjur eða einfaldlega lagastuldur.
04.03.2019 - 14:01
Eyddu þrjátíu milljónum í símakosningunni
Íslendingar eyddu rúmum þrjátíu milljónum á tveimur klukkustundum þegar framlag Íslands í Eurovision var valið. Fyrir það er hægt að kaupa 66 þúsund rjómabollur og bjóða hverjum einasta nemanda í grunnskóla í bollu-partý. 102.918 atkvæði bárust í gegnum símtöl og sms í fyrri símakosningunni en 114.222 þegar valið stóð á milli Hatrið mun sigra og Hvað ef ég get ekki elskað? í einvíginu.
04.03.2019 - 09:13
Yfirburðasigur hjá Hatara í Söngvakeppninni
Hatari vann öruggan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag þegar lag sveitarinnar, Hatrið mun sigra, var valið framlag Íslands í Eurovision. Hatari fékk samtals 134.492 atkvæði en lag Friðriks Ómars, Hvað ef ég get ekki elskað?, hlaut 98.551. Sjö dómarar í sérstakri dómnefnd settu Hatrið mun sigra í efsta sæti.
04.03.2019 - 07:51
Ísraelum heitt í hamsi í viðtali við Hatara
Hatari býst við blönduðum móttökum í Ísrael, bæði öfgakenndum og léttum. Þeir sögðu í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð dag að það væri ekkert óeðlilegt við þá hugmynd að sniðganga keppni sem haldin sé þar í landi.
03.03.2019 - 19:51
Viðtal
Eurovision á fyrst og fremst að sameina
Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er á leið til Íslands og verður viðstaddur úrslit Söngvakeppninnar sem fram fara í Laugardalshöll 2. mars.
23.02.2019 - 10:00