Tálknafjarðarhreppur

Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt á suðurfjörðunum. Rýmingu var aflétt á Patreksfirði í gær.
Bryndísi sagt upp á Tálknafirði
Bryndísi Sigurðardóttur var í gær sagt upp störfum sem sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps. Í tilkynningu segir að á fundi sveitarstjórnar og sveitarstjóra hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að leiðir þeirra liggi ekki lengur saman.
22.11.2019 - 23:34
Gera ráð fyrir mikilli stækkun seiðaeldis í Tálknafirði
Gert er ráð fyrir það að landseiðaeldi Arctic Smolt, sem er dótturfyrirtæki fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í botni Tálknafjarðar fjórfaldist og að byggingasvæði verði stækkað um tuttugu þúsund fermetra.
19.11.2019 - 17:15
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Ný seiðaeldisstöð endurnýtir 96% vatns
Ný seiðaeldisstöð Arctic fish á Tálknafirði endurnýtir 96 prósent vatns í eldinu og gerir tilraunir til að fullvinna allar aukaafurðir. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, segir mögulegt að endurnýta allt að 99 prósent vatnsins.
18.10.2019 - 20:52
Vilja að byggðakvóti fjármagni dvalarheimili
Meirihluti sveitarstjórnar á Tálknafirði vill að þeir sem fá úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins skuldbindi sig til að greiða 20 krónur af hverju byggðakvótakílói í sjóð fyrir nýtt dvalarheimili. Um leið verði aflétt vinnsluskyldu kvótans á atvinnusvæðinu.
18.01.2019 - 13:53
Formenn funduðu um fiskeldismálið í gær
Formenn stjórnarflokkanna funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps ásamt sveitastjórnarmönnunum í þessum tveimur bæjarfélögum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra,. Hún segist vona að farsæl lausn finnist á máli sveitarfélaganna tveggja eftir að úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál ógilti rekstrarleyfi til sjókvíaeldis á Vestfjörðum.
Mótmæla fullyrðingu Óttars um fjölda starfa
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segjast í yfirlýsingu gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflunting Ríkisútvarpsins um fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafiði. Í frétt fyrr í dag sagði Óttar Yngvason, lögmanni náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, að aðeins væru fimm til tíu manns komnir til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.
06.10.2018 - 18:58
Framsóknarflokkur í lykilstöðu í Ísafjarðarbæ
Útlit er fyrir að breytingar á bæjarstjórastólum á Vestfjörðum eftir kosningarnar á laugardaginn. Í Ísafjarðarbæ féll meirihluti Í-listans og þar eru framsóknarmenn í lykilstöðu.
Listi óháðra með 67% í Tálknafjarðarhreppi
Listi óháðra hlaut meirihluta atkvæða sveitarstjórnarkosningunum í Tálknafjarðarhreppi í dag, alls 67,13 prósent atkvæða sem skilar þeim fjórum mönnum í sveitarstjórn. Flokkurinn Eflum Tálknafjörð hlaut 32,87 prósent atkvæða og einn mann kjörinn.
Viðvarandi fólksfækkun á Tálknafirði
„Aðalmálið er að fólki hefur fækkað og börnum hefur fækkað,“ segir Eva Dögg Jóhannesdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps. Ekkert barn hefur fæðst í Tálknafjarðarhreppi frá árinu 2015. Árið 2002 voru íbúar 373, eru nú 244 og voru þegar fæst var 236.
Styrkir stoðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum
Gengið hefur verið frá samningi um að aflamark Byggðastofnunnar, sem áður var úthlutað Tálknfirðingum, muni haldist innan atvinnusvæðisins og þannig byggðafesta á vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða á sunnaverðum Vestfjörðum efld. Að samkomulaginu koma Byggðastofnun, Oddi á Patreksfirði og útgerðarfyrirtækin Stegla og Garraútgerðin á Tálknafirði. Framkvæmdastjóri Odda segir samkomulagið styrkja stoðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum.
10.02.2016 - 13:48
Áform um að setja upp varmadælu á Tálknafirði
Áform eru um að nota varmadælu til húshitunar fyrir alla byggðina á Tálknafirði. Oddviti hreppsins segir markmiðið vera að færa sig úr raforku í aðra staðbundna orkugjafa.
03.12.2015 - 11:54
„Höggið varð mýkra“
Það var reiðarslag fyrir Tálknafjarðarhrepp þegar öllum tuttugu og sex starfsmönnum fiskvinnslunnar Þórsbergs var sagt upp. Það voru um tíu prósent af íbúum hreppsins. Fljótlega varð ljóst að vinnslan yrði ekki opnuð að nýju. Þrátt fyrir það virðist útlitið nú bjartara.
01.12.2015 - 19:42
Kvótinn seldur frá Tálknafirði
1200 tonna kvóti og um 60-70 prósent af útsvarstekjum hverfa frá Tálknafirði þegar Kópur BA, línubátur í eigu Þórsbergs á Tálknafirði, verður seldur Nesfiski í Garði. Fiskvinnsla Þórsbergs, sem var lokað í haust, mun því ekki opna á ný.
07.10.2015 - 14:34
Virkni staðfest í íslenskum jurtavörum
Lífrænt vottuð jurtasmyrsl Villimeyjar á Tálknafirði eru samkvæmt rannsókn Matíss með virk efni sem jákvæð áhrif á húðina. Framkvæmdastjóri Villimeyjar er ánægður með að staðfest hafi verið að virknin sé sú sem þau hafi haldið fram.
20.09.2015 - 15:44
Fimm systur vinna saman á Tálknafirði
Veturinn 2006 ákváðu fimm systur frá Tálknafirði, Særún, Sædís, Stína, Freyja og Magga, að fara í heljarmiklar framkvæmdir. Ekki voru nógu mörg gistipláss í þorpinu til að anna eftirspurn svo stóra, gamla Bjarmaland skildi tekið í gegn og gefið nýtt hlutverk.
12.03.2015 - 13:35
Húsnæðisskortur heftir þróun
Víða á landsbyggðinni er mikill skortur á leiguhúsnæði. Í sumum bæjum er allt að fimmtungur íbúðarhúsa eingöngu notaður sem frístundahús. Á stöðum þar sem atvinnulífið hefur tekið kipp komast oft færri að en vilja. Skortur á húsnæði stendur því frekari þróun og fólksfjölgun fyrir þrifum.
Indriði áfram oddviti Tálknafjarðarhrepps
Indriði Indriðason verður áfram oddviti Tálknafjarðarhrepps. Það var niðurstaða atkvæðagreiðslu á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Indriði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í vor og var gengið frá áframhaldandi ráðningu hans sem sveitarstjóra í júní.
Breyta lögum vegna Tálknafjarðarmáls
Menntamálaráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum. Þannig á að taka á óvissunni sem kom upp þegar Tálknafjarðarhreppur samdi við Hjallastefnuna um rekstur eina grunnskólans í sveitarfélaginu.
18.07.2014 - 18:04
Indriði efstur í Tálknafjarðarhreppi
Indriði Indriðason hlaut flest atkvæði í kosningum í Tálknafjarðarhrepp.
Tálknafjarðarhreppur
Í Tálknafjarðarhreppi bjuggu 297 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 58. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Enginn listi býður fram í sveitarfélaginu og því verða kosningarnar þar óhlutbundnar.
14.05.2014 - 18:55
Nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð undirrituð
Skrifað var undir Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar fram til 2024 í dag. Í henni felst skipulag fjarðarins, undan ströndum. Staðsetningu fiskeldiskvía, útsýnisleiðir ferðaþjónustufyrirtækja, rækjuveiðar, dragnótaveiði, línuveiði, og hvar orkufyrirtæki leggi neðansjávarkapla.
Kvenfélagið sér um þorramatinn
Kvenfélagið Harpa á Tálknafirði hefur um árabil útbúið allan þorramat fyrir þorrablót Tálknfirðinga, en þegar slátur og pungar eru sett í súr að hausti er skammturinn ríflegur því kvenfélagskonur vilja eiga nóg til þess að geta selt þorpsbúum líka.
28.01.2014 - 11:20
Sérstökum aflaheimildum senn úthlutað
Um næstu mánaðamót eiga að liggja fyrir samningar um úthlutun sérstakra aflaheimilda til sex byggðarlaga sem eiga í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Forstjóri Byggðastofnunar væntir þess að þannig megi tryggja heilsárs fiskvinnslu á þessum stöðum.