Færslur: Ýsa

Þorskstofninn sterkur þrátt fyrir kvótaminnkun
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að þrátt fyrir kvótaminnkun sé staða þorskstofnsins góð. Lagt er til að þorskkvótinn verði minnkaður um 6% en ýsukvótinn aukinn um 23%. Viðbúið er að tekjur þjóðarbúsins minnki. Samdrátturinn reiknaður yfir í þorskígildistonn er 3%.
Þorskstofninn ofmetinn og dregið verður úr veiði
Hafrannsóknastofnun mælir með þrettán prósenta samdrætti í þorskveiði á næsta fiskveiðiári og leggur til að aflamark verði rúm 222 þúsund tonn. Samdrátturinn hefði orðið mun meiri ef ekki væri fyrir sveiflujöfnun í aflareglu, þá væri líklega gerð tillaga um 27 prósenta samdrátt í veiðum. Í ljós hefur komið að stærð stofnsins hefur verið ofmetin síðustu ár.
15.06.2021 - 09:55
Þorskárgangurinn í fyrra yfir meðalstærð
Fyrsta mæling sem Hafrannsóknastofnun gerði á 2020 árgangi þorsks bendir til þess að hann sé yfir meðalstærð að því segir í nýrri skýrslu hennar um stofnmælingu botnfiska. Sama gildir um árganginn þar á undan, það er 2019 en árin 2017 og 2018 voru í tæpu meðallagi. 
30.04.2021 - 09:19