Færslur: Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa hreppir Blóðdropann fyrir Bráðina
Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur hlaut Blóðdropann í ár, verðlaun Hins íslenska glæpafélags. Í fréttatilkynningu frá glæpafélaginu segir að dómnefnd Blóðdropans hafi lesið fjölbreyttar og spennandi glæpasögur í fyrra, og hún hafi verið sammála um að Bráðin stæði upp úr að þessu sinni.
13.03.2021 - 06:55
Yrsa tilnefnd til breskra glæpasagnaverðlauna
Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur er tilnefnd til Petrona-verðlaunanna sem besta norræna glæpasagan í Bretlandi árið 2020.
24.11.2020 - 12:47
„Börn eru almennt skemmtilegri en fullorðnir“
„Það er þægilegt að fara úr því að skrifa um kalsár á fólki sem er að deyja á öræfum og svo að skrifa um kött sem þykist vera í geimfaraáætlun sem er styrkt af síldarverksmiðjum,“ segir Yrsa Sigurðardóttir sem er með tvær bækur í jólabókaflóði ársins. Önnur er hryllileg glæpasaga en hin er barnabók um kött. Hún lofar að senda frá sér tvær bækur á ári héðan í frá.
Yrsa meðal bestu glæpasagnahöfunda heims að mati Times
Breska dagblaðið The Times hefur birt lista yfir bestu glæpasögur skrifaðar af konum það sem af er öldinni. Yrsa Sigurðardóttir er þar á meðal höfunda.
29.04.2020 - 13:57
Lestin
Skrifar fyrir Hulu og færir bók Yrsu á hvíta tjaldið
Það er nóg að gera hjá kvikmyndagerðarmanninum Erlingi Óttari Thoroddsen, þessa dagana. Fyrir áramót gaf Blumhouse Productions út hrollvekjuna Midnight Kiss, eftir handriti Erlings, á streymisveitunni Hulu. Nýverið keypti Metro-Goldwyn-Mayer réttinn að kvikmynd hans Rökkri og réð hann til að aðlaga hana bandarískum markaði. Þá vinnur hann nú að kvikmynd eftir bók Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. Erlingur skrifar handritið og mun jafnframt leikstýra myndinni.
Kiljan
„Yrsa hefur skrifað meira spennandi bækur“
Sverrir Norland og Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnendur Kiljunnar fjölluðu um Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur og telja þau nokkuð víst að hörðustu aðdáendur Yrsu fljúgi í gegnum hana nokkuð sáttir þó þau hafi sjálf verið efins um margt í uppbyggingu og söguþræði bókarinnar.
Fimm uppáhalds sumarbækur Yrsu Sigurðardóttur
Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir segist lesa aðeins minna á sumrin en veturna, því þá sé hún að skrifa hvað mest. Hún féllst þó á að deila fimm uppáhalds sumarbókunum sínum með Tengivagninum.
28.07.2018 - 10:00
Hlustar Yrsa á Rokk?
Gestur þáttarins er glæpasagnarithöfundurinn og verkfræðingurinn Yrsa Sigurðardóttir sem hefur gegnum tíðina valdið andvökunóttum hjá fjölda lesenda sinna.
09.02.2018 - 19:10
Gagnrýnandi Politiken gagntekinn af bók Yrsu
Aflausn Yrsu Sigurðardóttur er „vel skrifuð, heillandi og spennandi,“ segir gagnrýnandi danska dagblaðsins Politiken, sem gefur bókinni fimm hjörtu af sex mögulegum.
18.01.2018 - 13:15
Yrsa og Ragnar stofna ný glæpasagnaverðlaun
Svartfuglinn kallast ný glæpasagnaverðlaun sem rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson hafa stofnað til í samvinnu við bókaútgáfuna Veröld. Á þriðja tug handrita bárust í keppnina. Frestur til að senda inn efni rann út um áramót.
Gagnrýni
Vendingarnar í Gatinu koma of seint
Það er margt gott í skáldsögunni Gatið eftir Yrsu Sigurðardóttur að mati gagnrýnenda Kiljunnar en sögufléttan er þó of lengi að ná flugi.
Íslenskir rithöfundar tilnefndir til IMPAC
Yrsa Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson og Sjón eru meðal rithöfunda sem tilnefndir eru til alþjóðlegu Dublin-bók­mennta­verðlaun­anna, eða IMPAC-verðlaunanna.
Ég man þig gengur „skrefi of langt“
Íslenska hrollvekjan Ég man þig fær þrjár stjörnur frá kvikmyndagagnrýnanda The Guardian, sem er þó lítt hrifinn af yfirnáttúrulegum hliðum söguþráðarins.
21.10.2017 - 10:25
Þriðja tákn Yrsu verður að þáttaröð
Framleiðsla á sex þátta sjónvarpsþáttaröð, byggð á bókinni Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, hefst í mars á næsta ári. Sigurjón Sighvatsson er einn framleiðanda þáttanna.
Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir
Dvöl á Hesteyri var kveikjan að því að Yrsa Sigurðardóttir sagði tímabundið skilið við söguhetju sína, lögfræðinginn Þóru, og lagði til atlögu við hryllingssögu. Úr varð skáldsagan Ég man þig sem er fyrsta bók vikunnar þetta haustið. Umsjónarmaður þáttarins, sunnudaginn 3. september, er Auður Aðalsteinsdóttir sem fær til sín bókmenntafræðingana Ástu Gísladóttur og Björn Þór Vilhjálmsson.
01.09.2017 - 14:36
Gagnrýni
Ég man þig: Sterk glæpasaga en slappur hrollur
Kvikmyndarýnir Lestarinnar telur Ég man þig, sem er byggð á bók Yrsu Sigurðardóttur, vera frambærilega glæpasögu en að reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.
Myndskeið
Yrsa hlakkar til að láta hræða sig
Líklega hafa fáar bækur haldið vöku fyrir jafn mörgum Íslendingum og hrollvekjan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Bókin kom út árið 2010 og seldist í hátt í 30 þúsund eintökum. Kvikmynd byggð á bókinni verður frumsýnd á föstudag. Yrsa segist hafa gert sitt besta til að gleyma bókinni til að myndin komi henni sem mest á óvart.
Lygi Yrsu meðal bestu bóka ársins í Bretlandi
Bók Yrsu Sigurðardóttur, Lygi, er á meðal bestu bóka ársins í flokki dægurbókmennta að mati gagnrýnenda breska blaðsins The Sunday Times.
28.11.2016 - 12:12