Færslur: yfirskattanefnd

Slæm meðferð skattsins á einstæðri konu frá Eistlandi
Einstæð móðir frá Eistlandi, sem búið hefur með börnum sínum hérlendis síðan 2008, fékk þá málsmeðferð hjá ríkisskattstjóra að yfirskattanefnd taldi slíka annmarka vera á málsmeðferðinni að álagning var ómerkt og opinber gjöld konunnar felld niður í bili. Skattlagning ríkisskattstjóra miðaði við að konan væri í sambúð og hefði verið í Eistlandi nær helming ársins. 
07.06.2020 - 12:12
Erfði íbúð en fær afslátt af stimpilgjaldi
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íbúðareigandi, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu neitaði um helmingsafslátt af stimpilgjöldum, hafi átt rétt á afslættinum.
21.06.2019 - 21:04
Samherja-framkvæmdastjóri braut skattalög
Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins og eiginkona hans brutu skattalög og eiga að greiða sex milljónir króna í sekt samkvæmt úrskurði yfirskattanefndar í síðustu viku.
10.11.2017 - 10:05