Færslur: yfirkjörstjórn
Starfsmenn lýsi ekki yfir stuðningi með prófílmyndum
Athugasemd barst yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í gær vegna starfsmanns kjörstjórnar Fljótsdalshéraðs sem hafði sett ramma um prófílmynd sína á Facebook þar sem lýst var stuðningi við annan forsetaframbjóðendanna.
28.06.2020 - 15:55
Þjóðin sammála túlkun Guðna á embættinu
Ekki er hægt að túlka niðurstöður forsetakosninganna í gær öðruvísi en svo að þjóðin sé sammála túlkun Guðna Th. Jóhannessonar á forsetaembættinu. Þetta sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, í aukafréttatíma í Sjónvarpinu í hádeginu í dag.
28.06.2020 - 13:19
Sagði myndina af Guðna vera áróður á kjörstað
Kjósandi nokkur á Hellu brást reiður við að sjá mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á kjörstað. Starfsfólk kjörstaðarins brást snarlega við og fjarlægði myndina, en ekki voru allir kjósendur jafn sáttir við þá ákvörðun.
27.06.2020 - 17:04
Færri kjósa á kjördag nú en í síðustu forsetakosningum
Kjörsókn hefur verið heldur minni það sem af er kjördegi en á sama tíma í síðustu forsetakosningum. Á móti kemur að fleiri kusu utan kjörfundar þetta árið en nokkru sinni áður.
27.06.2020 - 15:47
Allir eigi að njóta grundvallarlýðræðisréttinda
Allt útlit er fyrir að 300 einstaklingar sem eru í sóttkví vegna Covid-19 geti ekki kosið í forsetakosningum á morgun.
27.06.2020 - 01:31
Guðni Th. og Guðmundur Franklín skiluðu inn listum
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu í dag inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboðs.
15.05.2020 - 19:30