Færslur: Xi Jinping

Bandaríkjamenn hyggjast auka enn viðskipti við Taívan
Bandaríkjastjórn hyggst auka enn á viðskipti við eyríkið Taívan í ljósi ögrandi framferðis Kínverja. Hvíta húsið greindi frá þessum fyrirætlunum í gær og að Bandaríkin hygðust auka nærveru sína á svæðinu.
„Hver sem leikur sér að eldi brennir sig“
„Hver sá sem leikur að eldinum endar á að brenna sig,“ á Xi Jinping forseti Kína að hafa sagt við Joe Biden Bandaríkjaforseta á símafundi þeirra í gær. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua hefur birt útdrætti úr samtali forsetanna tveggja.
Xi: „Ekkert lýðræði í Hong Kong fyrr en Kína tók við“
Xi Jinping, forseti Kína, er í Hong Kong í sinni fyrstu opinberu heimsókn utan meginlands Kína í rúm tvö ár. Tilefni heimsóknarinnar er að 25 ár eru liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 04:32
Xi fer til Hong Kong að fagna 25 ára valdatíð Kínverja
Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Hong Kong í dag, föstudag. Hann verður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess að 25 ár er liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 01:45
Nýr leiðtogi Hong Kong hittir ráðamenn í Kína
John Lee, sem tekur við stjórnartaumum í Hong Kong 1. júlí, hélt til Beijing höfuðborgar Kína í morgun. Þar verður hann opinberlega settur inn í embættið og þiggur blessun helstu leiðtoga alþýðulýðveldisins.
28.05.2022 - 05:40
Hafna að veita ríkisábyrgð vegna mannréttindabrota
Þýska ríkisstjórnin hefur neitað að veita fyrirtæki ríkisábyrgð fyrir fjárfestingum í Kína í ljósi mannréttindabrota gegn múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði. Robert Habeck efnahagsráðherra Þýskalands segir þetta vera í fyrsta sinn sem ábyrgð er hafnað vegna mannréttindabrota.
Biden og Xi ræða Úkraínustríðið í dag
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, Kínaforseti, ræðast við í síma klukkan 13 í dag að íslenskum tíma. Jean Psaki, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu. „Leiðtogarnir munu ræða hvernig halda má samkeppni stórveldanna innan skynsamlegra marka, stríð Rússlands við Úkraínu og önnur mál sem snerta hagsmuni beggja ríkja,“ sagði Psaki.
Viðtal
Erfitt fyrir forseta Kína að styðja Pútín opinberlega
Það er erfitt fyrir forseta Kína að styðja Pútín opinberlega að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Rússland verður sífellt einangraðra, landið fær ekki að taka þátt í Eurovision.
25.02.2022 - 18:05
Pútín og Xi ræðast við í Peking
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sest til fundar við Xi Jinping, Kínaforseta, í dag. Er þetta fyrsti staðfundur Xi með öðrum þjóðarleiðtoga í tæp tvö ár. Xi hefur ekki farið út fyrir landamæri Kína síðan í janúar 2020, þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði hvað heitast í kínversku stórborginni Wuhan, þar sem veirunnar varð fyrst vart svo staðfest sé. Nú hyggst Xi hitta á þriðja tug þjóðarleiðtoga í tengslum við vetrarólympíuleikana í Peking og Pútín er þar fyrstur í röðinni.
04.02.2022 - 05:31
Heimsglugginn
Það er ekki allt að fara til fjandans
Niðurstaða umræðna í Heimsglugganum í morgun var sú að þrátt fyrir mörg vandamál sem steðja að mannkyni sé einnig margt jákvætt að gerast og því óþarfi að telja að allt sé að fara í hundana. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna.
Segja Bandaríkin nota lýðræði sem gereyðingarvopn
Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjamenn um að nota lýðræðishugmyndina sem gjöreyðingarvopn og Bandaríkjaforseta um að draga upp átakalínur í nýju, köldu stríði. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, reitti stjórnvöld í Beijing til reiði með því að bjóða þeim ekki að taka þátt í tveggja daga netráðstefnu um lýðræði með leiðtogum ríflega annað hundrað ríkja í vikunni. Rússland og Ungverjaland voru einnig á meðal ríkja, sem ekki var boðið að fundarborðinu.
11.12.2021 - 07:50
Sendiherra kallaður á fund vegna ummæla Abe um Taívan
Utanríkisráðuneyti Kína kallaði Hideo Tarumi sendiherra Japans í landinu á sinn fund í gærkvöldi vegna ummæla sem Senso Abe fyrrverandi forsætisráðherra lét falla varðandi stöðu Taívans.
02.12.2021 - 05:14
Xi varar Suðaustur-Asíu við afskiptum Bandaríkjanna
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum ríkja Suðaustur-Asíu í dag að Kína hefði engin áform um að drottna yfir þeim og að Kínverjar séu hvorki né verði yfirgangsseggir á svæðinu.
22.11.2021 - 11:15
MeToo hreyfingin á undir högg að sækja í Kína
MeToo hreyfingin í Kína hefur mátt þola mikla ritskoðun en réttarkerfið þar í landi leggur þungar byrðar á þolendur kynferðisbrota. Femínistar eru ofsóttir og fangelsaðir.
20.11.2021 - 04:15
Segja áríðandi að samkeppni ríkjanna valdi ekki ófriði
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir áríðandi að tryggja að samkeppni við Kína komi ekki af stað ófriði. Þetta er meðal þess sem hann sagði á stafrænum fundi hans og Xi Jinping forseta Kína sem hófst í dag.
Telja að Xi leggi áherslu á Taívan á fundi með Biden
Xi Jinping, forseti Kína, mun leggja höfuðáherslu á Taívan á fundi sínum með Joe Biden Bandaríkjaforseta í fyrramálið. Þetta kemur fram í leiðurum ýmissa kínverskra ríkisfjölmiðla í dag.
15.11.2021 - 11:04
Bandaríkjastjórn
Vara Kínverja við að beita Taívan hótunum og þrýstingi
Bandaríkjastjórn varar stjórnvöld í Peking við því að beita Taívan frekari þrýstingi og hótunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, aðeins tveimur dögum fyrir fyrsta fund forseta stórveldanna tveggja, sem beðið er með talsverðri eftirvæntingu.
14.11.2021 - 04:27
Biden og Xi ræðast við á mánudagskvöld
Forsetar Bandaríkjanna og Kína, þeir Joe Biden og Xi Jinping, hafa mælt sér mót á fjarfundi á mánudag. Skrifstofa bandaríska forsetaembættisins í Hvíta húsinu staðfesti þetta í gærkvöld. Verða þetta fyrstu milliliðalausu viðræður leiðtoganna frá því að Biden tók við forsetaembættinu vestra í janúar.
13.11.2021 - 05:49
Arfleifð Xi fest í sessi
Þing kínverska kommúnistaflokksins hefur samþykkt „sögulega ályktun“ sem talin er festa Xi Jinping, forseta landsins, enn betur í sessi. Ályktunin er samantekt á hundrað ára sögu flokksins þar sem farið er yfir helstu afrek flokksins og stefnu forsetans til frambúðar.
11.11.2021 - 14:23
Biden gagnrýnir fjarveru forseta Kína og Rússlands
Bandaríkjaforseti er gagnrýninn mjög á fjarveru forseta Kína og Rússlands frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Hann segir þá með því snúa baki við loftslagsvánni. Bæði ríki eiga sendinefndir á ráðstefnunni.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Samkeppni Bandaríkjanna og Kína leiði ekki til átaka
Þeir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, áttu opinskátt og djúpt samtal í gærkvöld, að sögn forsetaembættisins í Kína. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Biden hafi hvatt til þess að ríkin kæmu í veg fyrir að samkeppnin á milli þeirra yrði að átökum.
10.09.2021 - 03:58
Risapandan Huan Huan er orðin móðir
Risapöndunni Huan Huan fæddust tvíburar skömmu eftir miðnætti. Huan og maki hennar Yuan Zi dvelja í láni frá Kína í frönskum dýragarði. Forstjóri dýragarðsins gat ekki hamið gleðina þegar hann greindi frá fæðingunni enda eiga pöndur erfitt með að eignast afkvæmi.
02.08.2021 - 03:41
„Enginn fær að kúga Kínverja“
Margir komu saman í Peking, höfuðborg Kína, í dag til að hlýða á forseta Kínverja, Xi Jinping. Efnt var til athafnarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli Kommúnistaflokksins. Herþotur flugu yfir og gestir sungu og lofuðu flokkinn. Xi Jinping var harðorður í garð Bandaríkjamanna í ræðu sinni og lagði áherslu á mikilvægi Kommúnistaflokksins fyrir framtíð Kína.
01.07.2021 - 13:49
Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.