Færslur: X22

Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra
Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra voru endurtalin í gærkvöldi eftir að beiðni þess efnis kom frá fulltrúum N-listans. Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur þó ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.
20.05.2022 - 09:23
Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
Nýr meirihluti væntanlegur á Akureyri
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði kominn fljótlega upp úr helgi.
Meirihlutaviðræður hafnar í nýjum sveitarfélögum
Á fyrsta sinn var kosið í tveimur nýjum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra á laugardaginn. Í báðum sveitarfélögum eiga B- og D- listar í meirihlutaviðræðum.
B- og D-listi ræða saman í Húnaþingi vestra
Fulltrúar B og D-lista eru komnir vel á veg í formlegum viðræðum um meirihlutasamstarf í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra bauð ekki fram í kosningunum 2018.
Segir íhaldsamari sjónarmið hafa náð yfirhöndinni
Kjósendur í nýsameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps höfnuðu flokki sitjandi sveitarstjórnarfulltrúa í kosningunum á laugardag. Oddviti flokksins segir að íhaldssamari sjónarmið hafi orðið ofan á.
18.05.2022 - 13:28
„Vonbrigði að þau skyldu svíkja okkur“
Fulltrúi L-listans á Akureyri segir mikil vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi svikið flokkinn í meirihlutaviðræðum þeirra. Þeir hafi leitað til annarra flokka þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki.
Meirihlutaviðræður á Akureyri á viðkvæmu stigi
Ekki virðist ríkja jafn mikil bjartsýni í viðræðum um myndun nýs meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri og virtist í fyrstu. Formlegar viðræður á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og L-listans hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar.
Viðræður hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð
Formlegar viðræður eru hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð á milli K-listans og Sjálfstæðisflokks.
Formlegar viðræður hafnar í Fjallabyggð
Í Fjallabyggð hefjast síðar í dag formlegar viðræður A-lista Jafnaðarfólks og D-lista Sjálfstæðisflokks.
16.05.2022 - 13:21
„Líklegast að ráðinn verði bæjarstjóri á Akureyri“
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Bæjarlistinn (L-listi) hófu í gær formlegar viðræður um meirihlutasamstarf á Akureyri. Stjórnmálafræðingur segir flokksforystu minni en áður en fjórflokkurinn tapaði allur fylgi á Akureyri.
16.05.2022 - 12:03
Myndskeið
Meirihlutaviðræður hefjast í Eyjum í dag
Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey og Eyjalistinn hittast í dag og hefja samtal um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Flokkarnir tveir fengu samtals fimm fulltrúa á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
16.05.2022 - 11:46
Valdaskipti í uppsiglingu á Hornafirði
Valdaskipti eru í uppsiglingu í sveitarfélaginu Hornafirði eftir að Framsókn tapaði hreinum meirihluta í kosningunum á laugardag og helmingi kjörinna fulltrúa. Kex-framboð nýtt framboð í sveitarfélaginu er í oddastöðu þegar kemur að því að mynda meirihluta í bæjarstjórn og getur valið sér Sjálfstæðisflokk eða Framsókn til samstarfs.
16.05.2022 - 10:53
Formlegar viðræður hafnar í Múlaþingi
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í gær og fékk sex menn kjörna samtals, þrjá hvor flokkur. Framsókn bætti við sig manni en Sjálfstæðisflokkur missti einn.
15.05.2022 - 16:26
Óformlegar viðræður á milli D- og B-lista í Fjarðabyggð
Sjálfstæðisflokkurinn var sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð í gær, fékk mest fylgi og fjóra menn kjörna. Framsókn bætti líka við sig manni og fékk þrjá en Fjarðalistinn missir helming af sínu fylgi og fékk tvo menn kjörna. VG sem er nýtt framboð í Fjarðabyggð náði ekki inn manni.
15.05.2022 - 12:48
Lakari þátttaka í kosningu til heimastjórna í Múlaþingi
Í Múlaþingi er líka kosið til fjögurra heimastjórna: á Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og á Fljótsdalshéraði. Þátttaka í þeirri kosningu er nokkuð verri en í kosningu til sveitastjórnar. Klukkan 11 höfðu 6,9% kosið til sveitastjórnar en aðeins 4,3% til heimastjórnar.
14.05.2022 - 12:14
Ný líkamsrækt helsta hitamálið á Hornafirði
Helsta hitamálið á Hornafirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er bygging nýrrar líkamsræktarstöðvar á staðnum. Bæjarbúi segir mikilvægt að lóðaframboð verði aukið til að bregðast við húsnæðisskorti.
13.05.2022 - 15:19
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
X22 Múlaþing
Tekist á um virkjanamál í Múlaþingi
Skýr afstöðumunur kom fram í virkjanamálum á milli framboða í Múlaþingi á framboðsfundi sem RÚV stóð fyrir í Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag. Í sveitarfélaginu eru minnst tvær vatnsaflsvirkjanir á teikniborðinu; Hamarsvirkjun sem reyndar er í biðflokki og svo Geitdalsárvirkjun en þar hafa bæði sveitarfélagið og ríkið samið við Arctic Hydro um vatnsréttindi.
09.05.2022 - 15:57
X22 - Fjallabyggð
Samgöngumálin ofarlega í huga íbúa Fjallabyggðar
Samgöngumál eru íbúum í Fjallabyggð sérstaklega hugleikin í aðdraganda kosninga enda falla reglulega snjóflóð og grjótskriður á vegina. Sveitarstjórnarfulltrúar mættu einnig huga meira að húsnæðismálum að mati heimafólks.
X22 - Skagafjörður
Skagfirðingar velta fyrir sér framtíð landbúnaðar
Framtíð landbúnaðar er Skagfirðingum hugleikin fyrir komandi kosningar. Einnig þurfi að standa vörð um þá þjónustu sem þegar er til staðar. Ýmis opinber þjónusta hefur verið skert þar á síðustu árum.
X22 - Suðurnesjabær
Íbúar Suðurnesja vilja skýra stefnu í ferðamálum
Marka þarf skýra stefnu og setja markmið í ferðamálum í Suðurnesjabæ og aðstoða ungt fólk sem stofnar fyrirtæki með tímabundnum ívilnunum. Þetta er meðal þess sem íbúar þar vilja sjá í kosningunum eftir tíu daga.