Færslur: Wuhan

Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Skimuðu milljónir Wuhan-búa á innan við viku
Milljónir íbúa Wuhan-borgar í Kína, þar sem kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 varð fyrst vart svo staðfest sé, voru skimaðir fyrir sjúkdómnum á nokkrum dögum. Heilbrigðisyfirvöld borgarinnar ákváðu að grípa til allsherjar skimunar eftir að sjö farandverkamenn greindust með COVID-19. Voru það fyrstu smitin sem greinst hafa í borginni í rúmlega ár. Alls greindust 78 með veiruna í skimunarátakinu.
08.08.2021 - 23:55
Erlent · Asía · Heilbrigðismál · Kína · COVID-19 · Wuhan
Allir íbúar Wuhan-borgar skikkaðir í sýnatöku
Yfirvöld í borginni Wuhan í miðhluta Kína tilkynntu í morgun að allir íbúar hennar skuli fara í sýnatöku. Fyrstu kórónuveirutilfellin í meira en ár komu þar upp í gær.
03.08.2021 - 04:40
Hafnar ásökunum um uppruna veirunnar í tilraunastofu
Doktor Shi Zhengli, æðsti yfirmaður tilraunastofunnar í kínversku borginni Wuhan sem legið hefur undir grun um að hafa misst kórónuveiruna úr böndum og út í umhverfið, hafnar öllum ásökunum um slíkt.
„Skiptir engu máli fyrir það sem við erum að gera núna“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gaf stutt en skýrt svar eftir upplýsingafundinn í morgun þegar hann var spurður út í fyrirhugaða rannsókn á því hvort kórónuveiran sem veldur COVID-19 ætti uppruna sinn á tilraunastofu í kínversku borginni Wuhan. „Ég segi ekki neitt við þessu.“ Bandaríkjaforseti hefur falið leyniþjónustustofnunum að komast til botns í málinu við litla hrifningu kínverskra ráðamanna.
27.05.2021 - 22:51
Þrjú af fjórum enn með einkenni hálfu ári eftir sýkingu
Þrjú af hverjum fjórum sem lögð voru inn á sjúkrahús vegna alvarlegra COVID-19 veikinda í Wuhan í Kína kljást enn við í það minnsta eitt sjúkdómseinkenni, sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þetta er ein megin niðurstaða rannsóknar kínverskra vísindamanna, sem birt var í læknaritinu Lancet á föstudag. Rannsóknin nær til hátt á annað þúsund COVID-19 sjúklinga í Wuhan og er ein fárra slíkra, enn sem komið er, þar sem rýnt er í langtímaafleiðingar sjúkdómsins.
09.01.2021 - 01:49
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Hálft ár af kórónuveiru
Hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vöruðu fyrst við þá óþekktum lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði. Síðan þá hafa að meðaltali 3000 manns dáið á degi hverjum í farsóttinni.
09.07.2020 - 14:23
Vísbendingar um að Covid-19 hafi byrjað í fyrrasumar
Aukin umferð fyrir utan sjúkrahús í Wuhan-borg í Kína í fyrrasumar þykir benda til þess að kórónuveiran hafi byrjað að leggjast á fólk mun fyrr en talið hefur verið hingað til.
09.06.2020 - 10:17
Blaðamaður sem hvarf í Wuhan kominn í leitirnar
Kínverskur blaðamaður sem hvarf fyrir tveimur mánuðum eftir að hafa gagnrýnt kínversk stjórnvöld fyrir að fela umfang Covid19-farsóttarinnar í Wuhan er kominn í leitirnar. Hann segist hafa verið í haldi lögreglunnar en hrósar henni fyrir umhyggju og góða meðferð.
23.04.2020 - 11:59
Markaðir opnaðir aftur en ekki má selja villt dýr
Margir af bændamörkuðunum í Kína sem var lokað þegar COVID-19 faraldurinn braust út hafa verið opnaðir á ný. Bann við sölu og neyslu á villtum dýrum og dýraafurðum er þó ennþá í gildi.
21.04.2020 - 14:52
Íslendingar sem dvöldu í Wuhan komnir til landsins
Íslensk fjölskylda, sem dvalið hefur í Wuhan í Kína að undanförnu kom heim til Íslands í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að koma heim. Miklar takmarkanir eru á samgöngum frá Wuhan en í gegnum almannavarnasamstarf Evrópu var fólkinu komið í sérstakt flug til Frakklands sem var skipulagt fyrir Evrópubúa á svæðinu.
22.02.2020 - 12:09
Viðtal
Eru tilbúin ef veirufaraldur og gos verða samtímis
Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og Rauða krossins síðustu vikur, enda hefur veður verið með eindæmum slæmt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á að Wuhan-kórónaveiran berist hingað til lands og sömuleiðis vegna landriss og tíðra jarðskjálfta við Grindavík. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins og Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segja sitt fólk í viðbragðsstöðu og tilbúið verði gos og veirufaraldur á sama tíma. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
Vinna að áætlun um sóttvarnamiðstöð vegna Wuhan-veiru
Heilbrigðisyfirvöld ásamt Rauða krossinum vinna nú að áætlun um sóttvarnamiðstöð, komi upp Wuhan-kórónuveirufaraldur hér á landi. Þar geti ferðamenn eða þeir sem ekki geti verið heima dvalist í sóttkví utan heilbrigðisstofnana.
01.02.2020 - 13:01
Wuhan-veiran hefur áhrif á póstsendingar
Búast má við að tafir verið á öllum sendingum til og frá Kína á næstum vikum vegna þess að mörg flugfélög hafa ákveðið að aflýsa ferðum til Kína vegna Wuhan-veirunnar.
31.01.2020 - 13:29
Viðtal
Trúlega þarf að bæta í sóttvarnabúnað vegna Wuhan-veiru
Almannavarnir vinna nú að viðbragðsáætlun til að tryggja innviði, berist Wuhan-kórónaveiran hingað til lands. Trúlega verður bætt í sóttvarnarbúnað í landinu að sögn aðalvarðstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
31.01.2020 - 12:26
Virkja samhæfingarstöð í varúðarskyni vegna Wuhan-veiru
Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð við áætlanagerð vegna Wuhan-kórónaveirunnar klukkan tíu í dag. Hún á að afla upplýsinga og samræma viðbrögð. Innan almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra leggja menn þó áherslu á að með þessu sé verið að horfa fram í tímann og bregðast tímanlega við. Þetta er ekki til marks um aukna hættu hérlendis í bili enda engin tilfelli verið staðfest um að veiran hafi borist hingað til lands.
31.01.2020 - 09:32
Búa sig undir veiruna í Keflavík og hjá Rauða krossinum
Á Keflavíkurflugvelli er verið að gera ráðstafanir vegna hugsanlegrar komu Wuhan-veirunnar hingað til lands. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að andlitsgrímur fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli séu væntanlegar í dag. Þá segir hann að fulltrúar frá sóttvarnarlækni hafi í morgun átt fund með forsvarsmönnum fyrirtækja á flugvellinum, þar sem farið var yfir stöðu mála.
29.01.2020 - 12:25
Yfir 130 látin af völdum kórónaveiru
Nærri 6.000 tilfelli kórónaveirunnar sem á upptök sín í Kína eru nú staðfest í landinu. Heilbrigðisyfirvöld í landinu segja yfir 9.000 tilfelli til rannsóknar. Alls eru 132 látin af völdum veirunnar.
29.01.2020 - 01:52
Asíubúar kaupa upp andlitsgrímur í Reykjavík
„Þetta er pínu ástand og allir birgjar sem ég hef náð tali af eru að reyna að fá grímur sendar með flugi,“ segir Skúli Skúlason, lyfsali hjá Íslandsapóteki á Laugavegi. Nánast allar andlitsgrímur eru uppseldar hjá apótekinu og eru það í langflestum tilvikum ferðamenn frá Asíu sem kaupa nokkur hundruð grímur í einu til að fara með heim.
28.01.2020 - 12:40
Íslendingarnir ekki smitaðir og mega fara heim
Íslendingarnir tveir, sem hafa verið einangrun á Spáni síðan á mánudagskvöld vegna gruns um kórónuveirusmit, eru ekki með veiruna og hafa fengið leyfi til að fara heim, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
28.01.2020 - 09:40
Hafa tilkynnt að þeir séu með mögulegt smit í rannsókn
Spænsk yfirvöld hafa gefið merki í gegnum alþjóðlegt skráningarkerfi um að þau séu með mögulegt smit af kórónu-veirunni til rannsóknar. Þetta segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við fréttastofu. Embættinu hefur ekki borist formleg tilkynning um að þarna séu Íslendingar.
28.01.2020 - 09:14