Færslur: Wow air

Skorað á ríkisstjórnina að lengja tíma atvinnuleysibóta
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á ríkisstjórnina að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins.
Listrænir hrekkir og fjármálalífið
Í síðustu viku opnaði heimasíða þess sem virtist vera nýtt ofur-lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, Mom Air. Það virðist þó líklegt að um listrænan hrekk sé að ræða. Í Lestinni á Rás 1 voru rifjaðir upp nokkrir listrænir gjörningar sem hafa hrist upp í fjármálamörkuðum.
15.11.2020 - 09:37
Menningarefni · Myndlist · Odee · Wow air · Mom Air · Michele Ballarin · Yes Men · LHÍ · H&M · Síle · Papas Fritas · Abbie Hoffman
Telja fjármálastjóra WOW hafa verið valdalausan
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa komist að þeirri niðurstöðu að krafa Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW, í þrotabú flugfélagsins upp á rúmar 14 milljónir eigi að njóta forgangs. Annar af skiptastjórum þrotabúsins er undrandi á þessari niðurstöðu og ætlar að leita eftir leyfi hjá Hæstarétti til að áfrýja henni.
16.10.2020 - 10:45
Arion banki tekur yfir sjávarvillu Skúla
Arion banki hefur tekið yfir sjávarvillu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Afsal til bankans bíður þinglýsingar, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var auglýst til sölu í október á síðasta ári og var þá lýst sem einhverju „tilkomumesta einbýlishúsi Íslands.“
15.09.2020 - 11:42
40 milljóna gjaldþrot hjá rekstrarfélagi Base hótel
Skiptum er lokið í þrotabúi TF Hot, rekstrarfélagi Base Hotel á Ásbrú sem Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW opnaði fyrir fjórum árum. Lýstar kröfur í þrotabúið námu rúmum fjörutíu milljónum. Engar eignir fundust í búinu. Þetta kom fram í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi.
31.08.2020 - 07:26
Krafa flugfreyja WOW um hækkun launa tekin til greina
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á túlkun Flugfreyjufélags Íslands um að taka ætti tillit til kjarasamningsbundinnar viðbótalaunahækkunar við útreikning kröfu í þrotabú WOW air. Hins vegar var ekki fallist á að yfirvinna og sölulaun rúmuðust innan kröfunnar.
01.07.2020 - 07:00
Skiptum WOW air lýkur líklega ekki fyrr en 2023
Gjaldþrotaskiptum WOW air lýkur ekki í bráð og endanlegt uppgjör gæti teygst til ársins 2023, að sögn skiptastjóra félagsins. Flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra og gætu skiptin því tekið allt að fjögur ár. 
07.05.2020 - 16:21
Fær ekki tvö minnisblöð um aðgerðir Isavia gegn WOW
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Isavia sem synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum um aðgerðir félagsins gegn WOW air. Nefndin féllst á þau rök að minnisblöðin fælu í sér „lögfræðilega álitsgerð,“ vegna dómsmála. Dómsmál Isavia gegn íslenska ríkinu og ALC verður þingfest á fimmtudag í næstu viku.
08.02.2020 - 13:11
Rolls Royce fær ekki matsmann í deilunni við WOW
Landsréttur hefur hafnað kröfu Rolls Royce um að dómkvaddur yrði til matsmaður í deilu fyrirtækisins við þrotabú Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu Rolls Royce um matsmanninn. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði og vildi fallast á kröfuna um matsmanninn.
07.02.2020 - 07:42
Hótel í eigu Skúla úrskurðað gjaldþrota
Base hótel á Ásbrú, sem Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, opnaði árið 2016, var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur daginn eftir að því var lokað og öllu starfsfólki sagt upp störfum. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
03.02.2020 - 06:57
Þrotabú WOW höfðar riftunarmál upp á milljarða
Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmál vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars á síðasta ári, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Þetta var kynnt á skiptafundi þrotabúsins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Slitabú WOW vildi kyrrsetja eignir móðurfélagsins Títan
Skiptastjórum í WOW air tókst ekki að kyrrsetja neinar eignir fjárfestingafélagsins Títan móðurfélags WOW air. Títan varð gjaldþrota 28. mars í fyrra, sama dag og WOW air varð gjaldþrota. Allar eignir Títan eru veðsettar Arion banka.
22.01.2020 - 08:16
Flybe, Wow og lukkuriddarar
Breska flugfélagið Flybe er ekki þekkt nafn utan Bretlands en tæplega tvö af hverjum fimm innanlandsflugum eru á vegum félagsins. Fyrir ári síðan var því bjargað af hópi fjárfesta, þar á meðal Virgin Air. Nú virðist sem sú björgun hafi ekki dugað nema árið, Flybe aftur í kröggum. Þetta leiðir hugann að íslenskum aðstæðum og flugfélaginu Wow, sem reynt er að endurreisa, hingað til árangurslaust.
17.01.2020 - 18:45
 · Erlent · Wow air
Lofar fyrstu ferð nýja WOW innan fárra vikna
Michele Edwards, stjórnarformaður US Aerospace Associates sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segir að fyrsta flug nýja flugfélagsins verði innan fárra vikna. 
08.01.2020 - 12:14
Skuldabréfaútboð WOW tilkynnt til héraðssaksóknara
Skiptastjórar þrotabús flugfélagsins WOW air hafa sent tilkynningu til embætti héraðssaksóknara vegna hugsanlegs brots í rekstri flugfélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr tilkynningin meðal annars að skuldabréfaútboði WOW og húsnæðismálum forstjóra flugfélagsins.
07.01.2020 - 12:03
Þrotabú WOW stefnir Icelandair fyrir samkeppnislagabrot
Þrotabú WOW hefur stefnt Icelandair fyrir samkeppnislagabrot þar sem Icelandair er sakað um að hafa beitt skaðlegri undirverðlagningu. Stefnan var þingfest í október en fyrirtaka í málinu verður um miðjan þennan mánuð. Stefnan er byggð á frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins á verðlagningu Icelandair sem birt var flugfélaginu í september 2015. Icelandair vísar ásökunum þrotabúsins á bug en rannsókn Samkeppniseftirlitsins er ekki lokið.
03.01.2020 - 11:42
Viðvörunarorð Independent um Ísland hafa lítil áhrif
Ritstjóri ferðasíðunnar turisti.is hefur litlar áhyggjur þótt breski fjölmiðillinn Independent vari lesendur sína við ferðalögum til Íslands.
03.01.2020 - 09:24
Hafa tekið væntanlega söluskrifstofu á leigu
Félagið WOW air 2.0 hefur tekið á leigu húsnæði í miðborg Washingtonborgar í Bandaríkjunum. Þar stendur til að hýsa söluskrifstofu og vera með aðstöðu fyrir viðskiptavini þar sem hægt verði að fá sér kaffibolla og kanna framboð félagsins. Þetta segir Gunn­ar Steinn Páls­son, almannatengill nýja flugfélagsins. „Það verður að minnsta kosti heitt á könn­unni þarna all­an dag­inn.“
23.12.2019 - 14:57
Styttist í að nýja WOW taki á loft
Biðin í jómfrúarflug nýs WOW air er talin í vikum frekar en mánuðum, segir Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður Michele Ballarin hér á landi. Ballarin, sem er stjórnarformaður bandaríska félagsins US Aerospace Associates, stendur að endurreisn flugfélagsins. Upphaflega átti fyrsta vél félagsins að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í október en ferlið við endurreisnina gengur hægar en vonast var til.
19.12.2019 - 12:15
Innlent · Wow air · flug
Efast um að flugfreyjur fái allt bætt
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Flugfreyjufélags Íslands, segist efast um að flugfreyjur fái launakröfur sínar í þrotabú WOW air greiddar að öllu leyti. Rúmlega fjögur hundruð flugfreyjur eiga forgangskröfur í þrotabúið.
06.12.2019 - 14:34
Óljóst hvort flugfreyjur WOW fái allt sitt greitt
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri WOW air, segir að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort það verði til nóg í þrotabúi WOW til að greiða allar forgangskröfur. Búið sé að samþykkja launatengdar forgangskröfur upp á 3,8 milljarða króna. Eignir og fjármagn þrotabúsins breytist frá viku til viku, enn er unnið að því að selja eignir félagsins, segir hann. Skiptastjórar funduðu með Flugfreyjufélagi Íslands í dag.
06.12.2019 - 07:00
Segir ekki rétt að rekstur WOW hafi aldrei gengið
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segir það „einfaldlega ekki rétt“ að rekstur WOW hafi aldrei gengið, að lág fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og að WOW hafi niðurgreitt lág fargjöld með botnlausum taprekstri. Samanlagður hagnaður félagsins frá stofnun og þar til það varð gjaldþrota hafi verið um 1 milljarður króna.
26.11.2019 - 12:21
Pistill
Hvar eru þessir frjálsu markaðir?
Halldór Armand Ásgeirsson fjallar um ástarsamband auðæfa og ríkisvalds.
21.11.2019 - 09:43
Vill að Sveini Andra sé vikið úr starfi skiptastjóra
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, vill að Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra flugfélagsins, verði vikið frá störfum og hefur gert kröfu þess efnis til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sveinn Andri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Sveinn segir kröfuna sýna fram á að hann sé að „gera eitthvað rétt.“ 
21.11.2019 - 09:12
Skiptafundur hjá WOW 28. nóvember
Skiptafundur verður í þrotabúi WOW þann 28. nóvember í fundarsal Hilton Reykjavik Nordica. Efni fundarins er að fjalla um skrá um lýstar kröfur og afstöðu skiptastjóra til lýstra krafna. Verði afstöðu skiptastjóra ekki mótmælt í síðasta lagi á fundinum telst afstaða endanlega samþykkt við skiptin. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
12.11.2019 - 07:17