Færslur: Wow air

Almenn laun og taxtar hækka vegna hagvaxtarauka
Almenn laun og taxtar hækka í næsta mánuði vegna svokallaðs hagvaxtarauka. Hagvöxtur á mann hérlendis jókst um 2,5% milli ára og því hefur forsendunefnd kjarasamninga ákveðið að til greiðslu hans komi 1. maí.
Ríkið bótaskylt vegna háttsemi dómara í þotumáli WOW
Íslenska ríkið og flugvélaleigan ALC voru í dag dæmd til að greiða Isavia rúma 2,5 milljarða króna vegna „saknæmrar háttsemi“ héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness í tengslum við deilu um kyrrsetningu Isavia á Airbus-þotu gegn skuldum flugfélagsins WOW air. Málinu verður líklega áfrýjað til Landsréttar og kemur að öllum líkindum til kasta Hæstaréttar.
22.12.2021 - 15:59
Viðtal
Segir hagsmuni WOW ekki hafa ráðið för
Forstjóri Samgöngustofu segir af og frá að viðskiptalegir hagsmunir WOW Air hafi ráðið för þegar kom að því að fylgjast með bókhaldi félagsins. Samgönguráðherra segir að atburðarásin í kringum fall WOW hafi átt þátt í því að ákveðið var að auglýsa stöðu þáverandi forstjóra Samgöngustofu.
Funda um WOW skýrslu
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar hafa verið boðaðir á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan 9 til að ræða skýrslu embættisins um fall Wow Air. Ríkisendurskoðun telur að Samgöngustofa hafi brugðist eftirlitshlutverki í aðdraganda gjaldþrots félagsins árið 2019.
20.04.2021 - 08:22
Núningur milli ráðuneytis og Samgöngustofu
Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.
16.04.2021 - 14:29
Tjá sig ekki fyrr en trúnaði verður aflétt
Hvorki samgönguráðherra né forstjóri Samgöngustofu segjast geta tjáð sig efnislega um skýrslu ríkisendurskoðunar um fall WOW Air fyrr en trúnaði af skýrslunni hafi verið aflétt. Það verður ekki gert fyrr en á þriðjudaginn.
Viðtal
„Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér“
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður hafði frumkvæði að því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir skýrslu ríkisendurskoðunar um WOW air. „Ríkisendurskoðun er býsna harðorð í sinni skýrslu. Samgöngustofa brást algjörlega og stjórnvöld að einhverju leyti líka,“ segir Helga Vala. „Ég held að það sé alveg skýrt að Samgöngustofa þarf að taka til hjá sér,“ segir Helga Vala.
Samgöngustofa tekin til bæna vegna falls WOW air
Samgöngustofa veitti samgönguráðuneytinu misvísandi upplýsingar um fjárhagseftirlit með flugfélaginu WOW air. Þegar ráðuneytið sendi samgöngustofu skýr fyrirmæli um sérstakt eftirlit í september 2018 sagðist Samgöngustofa þá þegar vera að vinna að slíku að mati þótt það hefði ekki hafist fyrr en tveimur vikum seinna. „Ótækt er að stofnun veiti ráðuneyti sínu svo misvísandi upplýsingar ekki síst þegar ástandið er jafn viðkvæmt og raun bar vitni.“
14.04.2021 - 18:43
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Fjármálastjóri WOW ekki valdalaus að mati Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur snúið við dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem töldu að krafa Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW, uppá rúmar fjórtán milljónir ætti að njóta forgangs í þrotabú flugfélagsins. Hæstiréttur telur sýnt að fjármálastjórinn hafi stýrt daglegum rekstri félagsins, teljist þar af leiðandi nákominn og því eigi krafa hans ekki að njóta forgangs.
29.01.2021 - 14:20
Skorað á ríkisstjórnina að lengja tíma atvinnuleysibóta
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á ríkisstjórnina að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins.
Listrænir hrekkir og fjármálalífið
Í síðustu viku opnaði heimasíða þess sem virtist vera nýtt ofur-lággjaldaflugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, Mom Air. Það virðist þó líklegt að um listrænan hrekk sé að ræða. Í Lestinni á Rás 1 voru rifjaðir upp nokkrir listrænir gjörningar sem hafa hrist upp í fjármálamörkuðum.
15.11.2020 - 09:37
Menningarefni · Myndlist · Odee · Wow air · Mom Air · Michele Ballarin · Yes Men · LHÍ · H&M · Síle · Papas Fritas · Abbie Hoffman
Telja fjármálastjóra WOW hafa verið valdalausan
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa komist að þeirri niðurstöðu að krafa Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW, í þrotabú flugfélagsins upp á rúmar 14 milljónir eigi að njóta forgangs. Annar af skiptastjórum þrotabúsins er undrandi á þessari niðurstöðu og ætlar að leita eftir leyfi hjá Hæstarétti til að áfrýja henni.
16.10.2020 - 10:45
Arion banki tekur yfir sjávarvillu Skúla
Arion banki hefur tekið yfir sjávarvillu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Afsal til bankans bíður þinglýsingar, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var auglýst til sölu í október á síðasta ári og var þá lýst sem einhverju „tilkomumesta einbýlishúsi Íslands.“
15.09.2020 - 11:42
40 milljóna gjaldþrot hjá rekstrarfélagi Base hótel
Skiptum er lokið í þrotabúi TF Hot, rekstrarfélagi Base Hotel á Ásbrú sem Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW opnaði fyrir fjórum árum. Lýstar kröfur í þrotabúið námu rúmum fjörutíu milljónum. Engar eignir fundust í búinu. Þetta kom fram í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi.
31.08.2020 - 07:26
Krafa flugfreyja WOW um hækkun launa tekin til greina
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á túlkun Flugfreyjufélags Íslands um að taka ætti tillit til kjarasamningsbundinnar viðbótalaunahækkunar við útreikning kröfu í þrotabú WOW air. Hins vegar var ekki fallist á að yfirvinna og sölulaun rúmuðust innan kröfunnar.
01.07.2020 - 07:00
Skiptum WOW air lýkur líklega ekki fyrr en 2023
Gjaldþrotaskiptum WOW air lýkur ekki í bráð og endanlegt uppgjör gæti teygst til ársins 2023, að sögn skiptastjóra félagsins. Flugfélagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra og gætu skiptin því tekið allt að fjögur ár. 
07.05.2020 - 16:21
Fær ekki tvö minnisblöð um aðgerðir Isavia gegn WOW
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest ákvörðun Isavia sem synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum um aðgerðir félagsins gegn WOW air. Nefndin féllst á þau rök að minnisblöðin fælu í sér „lögfræðilega álitsgerð,“ vegna dómsmála. Dómsmál Isavia gegn íslenska ríkinu og ALC verður þingfest á fimmtudag í næstu viku.
08.02.2020 - 13:11
Rolls Royce fær ekki matsmann í deilunni við WOW
Landsréttur hefur hafnað kröfu Rolls Royce um að dómkvaddur yrði til matsmaður í deilu fyrirtækisins við þrotabú Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu Rolls Royce um matsmanninn. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði og vildi fallast á kröfuna um matsmanninn.
07.02.2020 - 07:42
Hótel í eigu Skúla úrskurðað gjaldþrota
Base hótel á Ásbrú, sem Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, opnaði árið 2016, var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur daginn eftir að því var lokað og öllu starfsfólki sagt upp störfum. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
03.02.2020 - 06:57
Þrotabú WOW höfðar riftunarmál upp á milljarða
Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmál vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars á síðasta ári, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Þetta var kynnt á skiptafundi þrotabúsins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Slitabú WOW vildi kyrrsetja eignir móðurfélagsins Títan
Skiptastjórum í WOW air tókst ekki að kyrrsetja neinar eignir fjárfestingafélagsins Títan móðurfélags WOW air. Títan varð gjaldþrota 28. mars í fyrra, sama dag og WOW air varð gjaldþrota. Allar eignir Títan eru veðsettar Arion banka.
22.01.2020 - 08:16
Flybe, Wow og lukkuriddarar
Breska flugfélagið Flybe er ekki þekkt nafn utan Bretlands en tæplega tvö af hverjum fimm innanlandsflugum eru á vegum félagsins. Fyrir ári síðan var því bjargað af hópi fjárfesta, þar á meðal Virgin Air. Nú virðist sem sú björgun hafi ekki dugað nema árið, Flybe aftur í kröggum. Þetta leiðir hugann að íslenskum aðstæðum og flugfélaginu Wow, sem reynt er að endurreisa, hingað til árangurslaust.
17.01.2020 - 18:45
 · Erlent · Wow air
Lofar fyrstu ferð nýja WOW innan fárra vikna
Michele Edwards, stjórnarformaður US Aerospace Associates sem hyggst endurreisa flugfélagið WOW air, segir að fyrsta flug nýja flugfélagsins verði innan fárra vikna. 
08.01.2020 - 12:14
Skuldabréfaútboð WOW tilkynnt til héraðssaksóknara
Skiptastjórar þrotabús flugfélagsins WOW air hafa sent tilkynningu til embætti héraðssaksóknara vegna hugsanlegs brots í rekstri flugfélagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr tilkynningin meðal annars að skuldabréfaútboði WOW og húsnæðismálum forstjóra flugfélagsins.
07.01.2020 - 12:03