Færslur: Wizz air

Sex flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Sex flugfélög hyggjast fljúga til Keflavíkur frá 15. júní. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur þegar hafið flug til Keflavíkur.  
05.06.2020 - 10:16
Óvinnufær vegna logandi rafrettu í flugvél Wizz air
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tryggingafélagið Sjóvá í vikunni af kröfu konu sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna andlegs áfalls sem hún varð fyrir þegar eldur kviknaði út frá rafsígarettu um borð í flugvél Wizz Air. Læknir mat konuna óvinnufæra með öllu eftir atvikið.
Sex flugvélar frá áhættusvæðum lenda í dag
Átta af 36 flugferðum sem voru á áætlun til lands í dag hefur verið aflýst. Sex flugvélar koma til landsins í dag frá Spáni, Þýskalandi og Frakklandi. Íslenskir farþegar þessara véla þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví. 
Engar bætur þrátt fyrir að enda á Egilsstöðum
Tvær flugvélar Wizz Air sem voru að koma frá Póllandi þurftu að lenda á Egilsstöðum vegna óveðursins. Þar var farþegum gefinn kostur að fara frá borði eða snúa aftur til Póllands. Farþegar eiga ekki rétt á bótum þótt flugfélagið hafi ekki skilað þeim á áfangastað.
Fréttaskýring
Rafrettuóhöpp vel þekkt í flugheiminum
Flugóhöppum sem tengjast svokölluðum liþíum-rafhlöðum hefur fjölgað á síðastliðnum árum. Rafhlöðurnar eiga það til að ofhitna og við það kviknar í þeim. Þær eru orkumeiri en venjulegar rafhlöður og er meðal annars að finna í fartölvum, símum og rafrettum. Á vef Alþjóðasambands flugfélaga segir að á síðastliðnum árum hafi orðið nokkrir alvarlegir eldsvoðar í háloftunum af völdum rafhlaðnanna, sem hefðu getað leitt til stórslyss.
14.09.2017 - 17:40