Færslur: Wintris-málið

Pistill
Af hverju treysta Íslendingar ekki Alþingi?
„Það er búið að kjósa án afláts frá 2008, þjóðin er sífellt að skipta um sokka en allt kemur fyrir ekki. Alltaf er sama táfýlan af Alþingi,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson í nýjum pistli. Hann veltir fyrir sér hvernig ráðamenn geti endurheimt traust þjóðarinnar og líkir Wintrismálinu við grískan harmleik.
10.04.2019 - 15:26
Bretar vilja fækka skattaskjólum
Neðri deild breska þingsins hyggst samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Lögin kveða á um að bresk yfirráðasvæði á borð við Bresku Jómfrúreyjar og Caymaneyjar skuli framvegis halda og birta lista yfir raunverulega eigendur félaga og fyrirtækja, oftar en ekki hreinna skúffuyrirtækja, sem þar eru á skrá.
04.05.2018 - 06:16
Enn ekkert nýtt í gögnunum frá Þýskalandi
Þær upplýsingar upp úr Panama-skjölunum sem íslensk yfirvöld hafa fengið í hendur frá þýsku alríkislögreglunni hafa enn ekki varpað neinu nýju ljósi á mál sem varða Íslendinga og íslensk félög. Þetta segir í svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn fréttastofu.
11.10.2017 - 11:22
Þýsk yfirvöld upplýsa íslensk um Sigmund Davíð
Þýska alríkislögreglan hefur miðlað til Íslands upplýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem byggja á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í grein Süddeutsche Zeitung, sem fjallar um lögregluaðgerðir á grundvelli upplýsinga úr skjölunum, sem þýsk yfirvöld ákváðu í sumar að kaupa á fimm milljónir evra, jafnvirði um 625 milljóna íslenskra króna.
11.10.2017 - 07:31
Segir rangt talið fram vegna Wintris
Skattalögfræðingur telur að aflandsfélagið Wintris hafi verið stofnað til að komast hjá hærri sköttum. Í úrskurði Yfirskattanefndar komi fram að horft hafi verið fram hjá tilvist félagsins. 
03.10.2017 - 23:25
Horfðu fram hjá Wintris í skattskilum
Ríkisskattstjóri hefur í úrskurði endurákvarðað skattgreiðslur á hjónin Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur vegna eignar þeirra í Wintris. Þau kærðu hluta úrskurðarins og yfirskattanefnd tók undir með þeim þannig að nú fá þau að nýta gengistap Wintris. 
02.10.2017 - 21:21
Yfirskattanefnd úrskurðar um Wintris
Yfirskattanefnd hefur fellt niður hluta þeirra breytinga sem ríkisskattstjóri gerði á skattframtölum, sem hjónin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir kærðu til nefndarinnar. Hjónin óskuðu í fyrra eftir því að skattframtöl þeirra yrðu leiðrétt nokkur ár aftur í tímann vegna aflandsfélagsins Wintris.
02.10.2017 - 14:03
Þjóðverjar kaupa Panamaskjölin
Þýsk stjórnvöld hafa keypt gagnagrunn Panamaskjalanna sem sýnir eignir í þekktum skattaskjólum. Kaupverðið er talið nema um 5 milljónum evra, 600 milljónum íslenskra króna. Gögnin byggja á leka frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.
05.07.2017 - 15:15
Panamaskjölin
Dagur pólitískra hamfara
Eitt ár er í dag liðið frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panamaskjölunum um eignir í aflandsfélögum á Bresku Jómfrúaeyjum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði líka af sér en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sátu áfram þrátt fyrir uppljóstranir um tengsl þeirra við aflandsfélög.
05.04.2017 - 06:40
Átök og ólga í Framsókn - hvað gerðist?
Framsóknarflokkurinn logar stafnanna á milli eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, lýsti því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Nokkrir þingmenn hafa verið afdráttalausir í skoðunum sínum á meðan aðrir hafa reynt að halda sig til hlés.
Silja: Ætluðum að lýsa vantrausti á Sigmund
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þingflokkurinn hafi verið reiðubúinn að setja Sigmund Davíð Gunnlaugsson af sem forsætisráðherra í apríl. Hún segir ömurlegt að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður flokksins sé sakaður um svikabrigsl með formannsframboði sínu. 
Get ekki beðist afsökunar á „ótrúlegri árás“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þingkosningarnar séu ekki snemma vegna Wintris-málsins. „Ég steig til hliðar á meðan það mál var að skýrast sem það hefur svo sannarlega gert síðar,“ sagði Sigmundur Davíð sem taldi sig hafa farið í gegnum eina ítarlegustu skoðun sem nokkur stjórnmálamaður hefði farið í gegnum.
Lét kanna tölvuinnbrot rétt fyrir Wintris-þátt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét rekstrarfélag stjórnarráðsins kanna hvort brotist hefði verið inn í tölvu hans tveimur dögum áður en Kastljósþáttur var sýndur þar sem uppljóstrað var um eign hans í aflandsfélaginu Wintris. Þetta kemur fram í svari rekstrarfélagsins við fyrirspurn Kjarnans.
12.09.2016 - 17:12
Soros réði engu um Panamaskjölin
George Soros hafði engin áhrif á fréttaflutning Alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ, og samstarfsmanna þeirra af Panamaskjölunum. Þetta segir Gerard Ryle, framkvæmdastjóri ICIJ, aðspurður um orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að Soros hefðu fjármagnað skjölin og gæti notað þau að vild.
28.07.2016 - 21:25
Hanson: Nauðsynlegt að afhjúpa hræsni
Nils Hanson, ritstjóri sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag granskning segir að nauðsynlegt hafi verið að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson í viðtal á fölskum forsendum til að afhjúpa hræsni hans. Hann segir aðferðirnar vera umdeildar en taldar nauðsynlegar til að afhjúpa þáverandi forsætisráðherra.
05.06.2016 - 19:57
Aðstoðarmaður Sigmundar hringdi í ritstjórann
Aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra segir að það hafi verið hann en ekki blaðafulltrúi ráðuneytisins sem hafði samband við ritstjóra sænsks fréttaskýringarþáttar eftir viðtal við forsætisráðherra. Hann þvertekur fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir birtingu viðtalsins. Ritstjórinn stendur við frásögn sína og segir yfirmann sérstakra rannsóknarverkefna sem hlustaði á síðari hluta símtalsins á hátalara einnig hafa heyrt aðstoðarmanninn krefjast þess að viðtalið birtist ekki.
05.06.2016 - 12:48
Vilja girða fyrir skattaskjól og leyndina
Nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld grípi til fjölþættra aðgerða til að sporna við starfsemi skattaskjóla og þeirri leynd sem þau bjóði. Þetta er niðurstaða efnahags- og viðskiptanefndar en hún birti í dag skýrslu með tillögum að fjölmörgum lagabreytingum í þeirri viðleitni. Frosti Sigurjónsson er formaður nefndarinnar sem gerir 19 ábendingar að lagabreytingum.
24.05.2016 - 18:02
Segir hagsmunaskráningu lágmarksupplýsingar
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist ekki hafa farið dult með þá afstöðu sína að líta beri á þær upplýsingar um hagsmunaskráningu þingmanna, sem gerð sé krafa um samkvæmt reglum, sem lágmarksupplýsingar og að þingmönnum sé frjálst að veita ítarlegri upplýsingar ef þeir kjósi svo.
18.05.2016 - 16:21
Vigdís: „Viljum við svona samfélag?“
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir upplýsingarnar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, birti á vef sínum í morgun, vera einsdæmi. Hann hafi tekið skref sem enginn annar stjórnmálaleiðtogi hafi áður gert - að birta fjárhagsupplýsingar maka. „Viljum við svona samfélag?“ spyr þingmaðurinn.
11.05.2016 - 08:37
Skattgreiðslur námu 300 milljónum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir í yfirlýsingu á vefsíðu sinni að skattgreiðslur hans og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, hafi numið tæpum 300 milljónum á tímabilinu 2007 til 2015. Hjónin greiddu 85 milljónir vegna auðlegðarskatts og 174 milljónir í fjármagnstekjuskatt á tímabilinu.
11.05.2016 - 07:54
Sigmundur birtir skattaupplýsingar
Upplýsingar um eignir og skattgreiðslur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu hans frá árinu 2007 til 2015 eru birtar í Morgunblaðinu í dag og á heimasíðu Sigmundar. Sigmundur hvetur aðra kjörna fulltrúa til þess að birta ámóta upplýsingar.
11.05.2016 - 05:48
Gagnagrunnur Panama-skjalanna opnaður í dag
Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, opna í dag gagnagrunn sem unninn er upp úr Panama-skjölunum. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar um yfir 200 þúsund aflandsfélög. Ekki verða birtar persónulegar upplýsingar - gögnin sem hægt verður að nálgast eru sérvalin með hagsmuni almennings í huga.
09.05.2016 - 06:36
Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknar
Hrólfur Ölvisson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri flokksins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á vef Framsóknarflokksins. „Þetta er persónuleg ákvörðun mín og á engan hátt viðurkenning á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheiðarlegum hætti,“ segir í yfirlýsingu Hrólfs.
27.04.2016 - 13:46
Áhugasamir um tengsl Jóns Ásgeirs við Panama
DR, Daily Mail og Telegraph eru meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hafa sýnt tengslum kaupsýslumannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við Panama-skjölin áhuga. Danska ríkisútvarpið hefur reynt án árangurs að ná tali af íslenska kaupsýslumanninum vegna tengsla hans við Mossack Fonseca, lögfræðistofuna alræmdu í Panama.
24.04.2016 - 20:16
99 prósent Framsóknarmanna ánægð með Ólaf
99 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vera ánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt nýrri könnun MMR sem birt var í dag. Könnunin var gerð daginn áður en forsetinn synjaði beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanni flokksins um þingrof, og sama dag. 60 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun MMR sögðust ánægðir með störf Ólafs. Tæpum tveimur vikum seinna tilkynnti forsetinn að honum hefði snúist hugur og að hann ætlaði að bjóða sig fram aftur.
19.04.2016 - 15:20