Færslur: Wimbledon

Sjötti Wimbledon-titill Djokovic og sá þriðji í röð
Novak Djokovic varð í dag Wimbledon-meistari í einliðaleik karla í tennis í sjötta sinn og í þriðja skipti í röð. Með sigrinum jafnaði hann met Rogers Federer og Rafaels Nadal yfir flesta titla á risamótum í tennis.
11.07.2021 - 17:14
Djokovic varði titilinn eftir maraþonleik
Serbinn Novak Djokovic vann Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Úrslitaviðureign þeirra var sú lengsta í sögu mótsins.
14.07.2019 - 18:15
Myndskeið
Halep rúllaði Williams upp í úrslitum
Rúmenska tenniskonan Simona Halep varð í dag Wimbledon-meistari í tennis eftir öruggan sigur gegn hinni bandarísku Serenu Williams. Yfirburðir Halep í viðureigninni voru algjörir.
13.07.2019 - 14:15
Federer og Djokovic spila til úrslita
Svisslendingurinn Roger Federer mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaviðureign WImbledon-mótsins í tennis á morgun. Báðir komust þeir áfram úr undanúrslitum mótsins í gær.
13.07.2019 - 09:20
Federer og Nadal mætast í undanúrslitum
Tveir af efstu þremur spilurum heimslistans í tennis, Roger Federer og Rafael Nadal, komust báðir áfram á Wimbledon-mótinu í Lundúnum í dag. Þeir munu mætast í undanúrslitum mótsins á föstudag.
10.07.2019 - 18:00
Murray og Williams úr leik
Andy Murray og Serena Williams féllu úr leik í tvenndarleik á Wimbledon-mótinu í tennis í Lundúnum í dag. Murray hefur því lokið keppni á mótinu.
10.07.2019 - 16:25
Tvöföld gleði hjá Serenu
Serena Williams átti góðan dag á Wimbledon-mótinu í tennis í dag. Hún komst áfram bæði í einliðaleik kvenna og tvenndarleik.
09.07.2019 - 18:45
Mögnuð endurkoma Gauff
Ævintýri hinnar 15 ára gömlu Cori Gauff á Wimbledon-mótinu í tennis er hvergi nærri lokið. Hún vann magnaðan sigur gegn Polonu Hercog í maraþonleik í þriðju umferð mótsins í dag.
05.07.2019 - 19:30
Djokovic áfram en Wozniacki úr leik
Serbinn Novak Djokovic komst áfram á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir erfiða byrjun gegn hinum pólska Hubert Hurkacz. Hin danska Caroline Wozniacki féll hins vegar úr leik.
05.07.2019 - 17:30
Gauff heldur uppteknum hætti
Hin fimmtán ára gamla Cori Gauff hélt uppteknum hætti á Wimbledon-mótinu í tennis í Lundúnum í dag. Hún er komin áfram í þriðju umferð mótsins.
03.07.2019 - 20:30
Murray og Williams spila saman á Wimbledon
Hinn breski Andy Murray mun leika með tennisstjörnunni Serenu Williams í tvenndarleik á Wimbledon-mótinu í tennis sem nú stendur yfir í Lundúnum.
02.07.2019 - 20:05
Serena og Kerber áfram en Sharapova úr leik
Bandaríska tenniskonan Serena Williams komst í dag áfram úr fyrstu umferð á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Hin rússneska Maria Sharapova féll hins vegar úr leik.
02.07.2019 - 19:25
Myndskeið
Federer og Nadal áfram á Wimbledon
Tennisstjörnunar Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram úr fyrstu umferð Wimbeldon-mótsins í tennis í Lundúnum í dag.
02.07.2019 - 17:50
15 ára vann Venus Williams á Wimbledon
Óvæntar fregnir urðu á fyrsta degi Wimbledon-mótsins í tennis í Lundúnum í Englandi í dag. Hin 15 ára gamla Cori Gauff sló þar reynsluboltann og margfalda risameistarann Venus Williams úr leik.
01.07.2019 - 19:30
Federer vann Wimbledon í áttunda skiptið
Svisslendingurinn Roger Federer vann í dag Wimbledon mótið í áttunda skiptið og þar með sinn 19 risatitil. Sigurinn var einstaklega sannfærandi en vann hann öll sett dagsins, 6-3, 6-1 og 6-4. Mótherji Federer var hinn króatíski Marin Čilić. Sá króatíski virtist meiðast í fyrsta setti og náði í raun aldrei að jafna sig. Hann harkaði af sér og kláraði viðureignina án þess þó að ógna Federer af neinu viti.
16.07.2017 - 15:04
Federer og Venus að spila eins og það sé 2005
Hinn 35 ára gamli Roger Federer og hin 37 ára gamla Venus Williams stefna harðbyri á enn eitt gullið á Wimbledon mótinu í tennis. Með sigri nær Federer í sitt áttunda gull á mótinu en Venus getur náð sínu sjötta. Sigri Venus þá er hún komin með jafn mörg gull og systir sín, Serena, á Wimbledon mótinu.
13.07.2017 - 21:34