Færslur: Willum Þór Þórsson

Sjö manna stjórn verður sett yfir Landspítala
Sjö manna stjórn verður skipuð yfir Landspítala, samkvæmt drögum að frumvarpi sem heilbrigðisráðherra hefur birt. Stjórninni er ætlað að marka spítalanum langtímastefnu og taka ákvörðun um veigamikil atriði er varða rekstur hans.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Einangrun stytt í sjö daga
Einangrun fólks sem greinist með Covid-19 hefur verið stytt úr tíu dögum í sjö.
Mistök ráðherra sýnu verri en þjálfara
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir að hafa veitt viðburðahöldurum og veitingamönnum undanþágu í dag Þorláksmessu frá þeim nýju takmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Ríflega 500 kórónuveirusmit greindust í gær og hafa aldrei verið fleiri.
Kastljós
Covid-spítali komi til greina ef fari á versta veg
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir koma til greina að vera með sérstakan covid-spítala eða opna nýjar farsóttardeildir undir Landspítalanum ef verstu spár gangi eftir um vöxt COVID-19. Hann segir spítalann í stakk búinn til þess að takast á við stöðuna eins og hún er í dag.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Nýjar sóttvarnaráðstafanir tilkynntar á morgun
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk í morgun í hendurnar nýtt minnisblað frá sóttvarnalækni. Minnisblaðið verður rætt á fundi ráðherranefndar klukkan þrjú í dag. Fundurinn verður rafrænn. Þá verður málið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrramálið. Að honum loknum verða tilkynntar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum, ef einhverjar eru, segir í svari aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra.
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Segir ástandið farsakennt og hvetur ráðherra til dáða
Hátt í 80 prósent þeirra sjúklinga sem nú eru á bráðamóttöku Landspítalans hafa lokið meðferð þar og bíða eftir að komast á aðrar deildir. Yfirlæknir segir ástandið farsakennt og hvetur nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, til að leysa úr vandanum.
Sjónvarpsfrétt
Aðkoma Alþingis skýlaus krafa
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé afar næmur fyrir öllum aðgerðum sem stjórnvöld boði. Þingmenn gagnrýndu harðlega litla aðkomu Alþingis að ákvörðunum stjórnvalda, það ætti að vera skýlaus krafa þingmanna að fjalla um þær aðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Nýgengi óbólusettra 13 sinnum meira
Um þrettánfaldur munur er á nýgengi kórónuveirusmita hjá óbólusettum og hjá fólki sem hefur fengið örvunarskammt. Hátt í helmingur þeirra sem hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19  í fjórðu bylgju faraldursins er óbólusettur, heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að virða sjónarmið þeirra sem ekki þiggja bólusetningu. Nokkur hundruð lítrum af kórónuveirubóluefni hefur verið sprautað í Íslendinga síðan bólusetningar hófust hér á landi fyrir tæpu ári.   
Fjárframlag heilbrigðisráðuneytis á að stytta biðtíma
Landspítala verður gert kleift að útvista á annað hundrað valinna aðgerða með sextíu milljóna króna fjárframlagi sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað að veita spítalanum.
Mögulega niðurstaða um Norðvesturkjördæmi í næstu viku
Willum Þór Þórsson sitjandi forseti Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks sagði í Silfrinu í dag að undirbúningskjörbréfanefnd myndi mögulega skila niðurstöðu um lögmæti framkvæmdar alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi í næstu viku. Spurður hvort nefndin miðaði við ákveðinn frest, sagði Willum þau gætu til dæmis miðað við kærufrest sem rynni þá út á föstudag í næstu viku.