Færslur: Wikileaks

Þúsund dagar Assange í Belmarsh-fangelsinu
Samtökin Blaðamenn án landamæra, RSF, vekja athylgi á því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur nú setið inni í Belmarsh fangelsinu í Lundúnum í þúsund daga. Í færslu þeirra á Facebook segir að varðhaldið eigi ekki rétt á sér og bæði líkamlegri og andlegri heilsu hans sé mikil hætta búin.  Samtökin segja hann hafa eiga það eitt sökótt að hafa sinnt blaðamennsku.
05.01.2022 - 17:51
Mótmælir meðferð á Assange við breska sendiráðið
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, afhenti breska sendiráðinu bréf í hádeginu í dag. Í bréfinu krefst hann þess að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði látinn laus og fallið verði frá áformum um að framselja hann til Bandaríkjanna. Ögmundur hyggst mótmæla aftur við sendiráðið á hádegi á morgun og á miðvikudag.
20.12.2021 - 15:33
„Pólitísk hefndaraðgerð gegn Assange"
„Nöturlegt að stríðið í Afganistan sé búið en ekki stríðið gegn Julian Assange,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, en áfrýjunardómstóll í Lundúnum komst í dag að þeirri niðurstöðu að framselja skuli Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna.
10.12.2021 - 14:30
Julian Assange fær að kvænast unnustunni Stellu Moris
Julian Assange, stofnandi Wikileaks sem setið hefur í Belmarsh-fangelsinu í Englandi frá því að honum var vísað út úr sendiráði Ekvadors árið 2019, hefur fengið heimild til að kvænast unnustu sinni, Stellu Moris.
Unnusta Assange biðlar til Bidens
Stella Moris, unnusta Julians Assange, skoraði í morgun á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að fella niður málið á hendur á sambýlismanni hennar. Áfrýjunarkrafa bandarískra stjórnvalda var tekin fyrir í morgun. Það skýrist í október hvort þeim tekst að fá Assange framseldan til Bandaríkjanna.
11.08.2021 - 23:21
Bandaríkin áfrýja framsalsúrskurði yfir Assange
Bandaríkjastjórn hefur áfrýjað úrskurði breskra dómstóla um að framselja ekki Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Guardian hefur þetta eftir Marc Raimondi, talsmanni bandaríska dómsmálaráðuneytisins. 
13.02.2021 - 07:38
Assange neitað um lausn úr bresku fangelsi
Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var í morgun neitað um lausn gegn tryggingu úr fangelsi í Lundúnum. Lögmenn hans freistuðu þess að fá hann lausan í framhaldi af því að dómari úrskurðaði á mánudag að hann skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna.
06.01.2021 - 12:17
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Kastljós
Tilfinningaþrungin stund þegar dómarinn las úrskurðinn
Talsmaður Wikileaks segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund þegar breskur dómari las upp úrskurð sinn í morgun um að Julian Assange skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna. Ástæðan er slæm andleg heilsa Assange, sem er talinn í sjálfsvígshættu. Bandarísk stjórnvöld ætla að áfrýja úrskurðinum.
Bjóða Julian Assange pólitískt hæli í Mexíkó
Stjórnvöld í Mexíkó ætla að bjóða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, pólitískt hæli þar í landi. Forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, sagði við fréttamenn í dag að hann ætlaði að biðja utanríkisráðherra landsins að ganga frá formsatriðum boðsins.
04.01.2021 - 17:13
Assange ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu fyrir hádegi. Í Bandaríkjunum hefur hann verið ákærður fyrir njósnir vegna birtingar á þúsundum leynilegra skjala frá bandaríska hernum um hernað í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug. 
04.01.2021 - 11:10
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
Assange hefur setið í fangelsi í 20 mánuði án dóms
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í Belmarsh fangelsinu í London í tuttugu mánuði án dóms við ómannúðlegar aðstæður. Þetta segir Stella Morris, unnusta hans. Sakir hans séu að hafa birt sannar upplýsingar um pyntingar og misbeitingu bandarískra stjórnvalda.
13.12.2020 - 11:59
Assange hafnar nýrri framsalsbeiðni Bandaríkjanna
„Nei,“ sagði ástralski blaðamaðurinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í réttarsal í London í morgun þegar hann var beðinn um að svara því hvort hann væri reiðubúinn að fallast á framsalsbeiðni Bandaríkjanna. Assange var máttlítill og virtist veikburða þegar hann var leiddur fyrir réttinn.
07.09.2020 - 15:29
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Segir Assange hafa nýtt sér tölvuþrjóta
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hafi ráðið til sín tölvuþrjóta til að komast yfir trúnaðarupplýsingar.
Heimskviður
Hvað verður um Julian Assange?
Verður Julian Assange, stofnandi Wikileaks, framseldur til Bandaríkjanna? Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin í nýjasta þætti Heimskviðna, og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum.
07.03.2020 - 07:30
Segja gagnaleka Assange pólitískan
Lögmenn Julian Assange færðu rök fyrir því í gær að aðgerðir hans hafi verið pólitískar. Lögmenn bandarískra yfirvalda vilja meina að svo sé ekki, þar sem upplýsingum hafi ekki verið lekið til þess að steypa Bandaríkjastjórn af stóli eða breyta stefnu hennar.
28.02.2020 - 03:52
Framsalskrafa á hendur Assange tekin fyrir í dag
Réttarhöld vegna framsalskröfu bandarískra stjórnvalda á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, hefjast í Woolwich í Lundúnum í dag. Assange hefur verið í fangelsi í Lundúnum síðan honum var neitað um áframhaldandi skjól í sendiráði Ekvadors í apríl á síðasta ári eftir stjórnarskipti þar í landi. Þar leitaði hann hælis 2011 af ótta við að bresk stjórnvöld myndu selja hann í hendur sænskra yfirvalda, sem hann taldi líklegt að myndu framselja hann til Bandaríkjanna.
24.02.2020 - 05:42
Amnesty International biður Julian Assange griða
Mannréttindasamtökin Amnesty International fara fram á að allar ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verði felldar niður. Þá er þess krafist að hann verði látinn laus úr fangelsi í Bretlandi. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum.
21.02.2020 - 17:50
Ræddu réttaraðstoð vegna komu FBI
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fjallaði um alþjóðlega réttaraðstoð í sakamálum á fundi ríkisstjórnar í gær. Umfjöllunin var að beiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Beiðnin kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að íslensk stjórnvöld hefðu aðstoðað bandarísku alríkislögregluna (FBI) vegna rannsókna á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, án vitneskju forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.
15.06.2019 - 07:20
Þingflokkur Pírata fordæmir framsal Assange
Þingflokkur Pírata fordæmir harðlega framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Julian Assange stofnanda WikiLeaks í yfirlýsingu frá flokknum. Framganga stjórnvalda vestanhafs sé bein aðför að frelsi fjölmiðla og gróflega vegið að vernd uppljóstrara.
14.06.2019 - 08:18
Félag fréttamanna á RÚV fordæmir handtöku
Félag fréttamanna á RÚV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna handtöku og yfirvofandi framsals Julian Assange stofnanda WikiLeaks til Bandaríkjanna. Þar er framganga breskra og bandarískra stjórnvalda fordæmd, um sé að ræða aðför að sjálfstæðum fjölmiðlum og uppljóstrurum um heim allan.
13.06.2019 - 13:05
Hjálmar fordæmir framsal Assange
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands fordæmir þá ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands að samþykkja framsalsbeiðni bandríska yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks.
13.06.2019 - 12:33
Innanríkisráðherra samþykkir framsal Assange
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, hefur samþykkt beiðni bandarískra yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks þar sem hann hefur verið ákærður fyrir fjölda tölvuglæpa í tengslum við birtingu trúnaðargagna.
13.06.2019 - 10:06