Færslur: Wikileaks

Assange hafnar nýrri framsalsbeiðni Bandaríkjanna
„Nei,“ sagði ástralski blaðamaðurinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í réttarsal í London í morgun þegar hann var beðinn um að svara því hvort hann væri reiðubúinn að fallast á framsalsbeiðni Bandaríkjanna. Assange var máttlítill og virtist veikburða þegar hann var leiddur fyrir réttinn.
07.09.2020 - 15:29
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Segir Assange hafa nýtt sér tölvuþrjóta
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hafi ráðið til sín tölvuþrjóta til að komast yfir trúnaðarupplýsingar.
Heimskviður
Hvað verður um Julian Assange?
Verður Julian Assange, stofnandi Wikileaks, framseldur til Bandaríkjanna? Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin í nýjasta þætti Heimskviðna, og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum.
07.03.2020 - 07:30
Segja gagnaleka Assange pólitískan
Lögmenn Julian Assange færðu rök fyrir því í gær að aðgerðir hans hafi verið pólitískar. Lögmenn bandarískra yfirvalda vilja meina að svo sé ekki, þar sem upplýsingum hafi ekki verið lekið til þess að steypa Bandaríkjastjórn af stóli eða breyta stefnu hennar.
28.02.2020 - 03:52
Framsalskrafa á hendur Assange tekin fyrir í dag
Réttarhöld vegna framsalskröfu bandarískra stjórnvalda á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, hefjast í Woolwich í Lundúnum í dag. Assange hefur verið í fangelsi í Lundúnum síðan honum var neitað um áframhaldandi skjól í sendiráði Ekvadors í apríl á síðasta ári eftir stjórnarskipti þar í landi. Þar leitaði hann hælis 2011 af ótta við að bresk stjórnvöld myndu selja hann í hendur sænskra yfirvalda, sem hann taldi líklegt að myndu framselja hann til Bandaríkjanna.
24.02.2020 - 05:42
Amnesty International biður Julian Assange griða
Mannréttindasamtökin Amnesty International fara fram á að allar ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verði felldar niður. Þá er þess krafist að hann verði látinn laus úr fangelsi í Bretlandi. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum.
21.02.2020 - 17:50
Ræddu réttaraðstoð vegna komu FBI
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fjallaði um alþjóðlega réttaraðstoð í sakamálum á fundi ríkisstjórnar í gær. Umfjöllunin var að beiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Beiðnin kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að íslensk stjórnvöld hefðu aðstoðað bandarísku alríkislögregluna (FBI) vegna rannsókna á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, án vitneskju forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.
15.06.2019 - 07:20
Þingflokkur Pírata fordæmir framsal Assange
Þingflokkur Pírata fordæmir harðlega framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Julian Assange stofnanda WikiLeaks í yfirlýsingu frá flokknum. Framganga stjórnvalda vestanhafs sé bein aðför að frelsi fjölmiðla og gróflega vegið að vernd uppljóstrara.
14.06.2019 - 08:18
Félag fréttamanna á RÚV fordæmir handtöku
Félag fréttamanna á RÚV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna handtöku og yfirvofandi framsals Julian Assange stofnanda WikiLeaks til Bandaríkjanna. Þar er framganga breskra og bandarískra stjórnvalda fordæmd, um sé að ræða aðför að sjálfstæðum fjölmiðlum og uppljóstrurum um heim allan.
13.06.2019 - 13:05
Hjálmar fordæmir framsal Assange
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands fordæmir þá ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands að samþykkja framsalsbeiðni bandríska yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks.
13.06.2019 - 12:33
Innanríkisráðherra samþykkir framsal Assange
Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, hefur samþykkt beiðni bandarískra yfirvalda um framsal á Julian Assange stofnanda WikiLeaks þar sem hann hefur verið ákærður fyrir fjölda tölvuglæpa í tengslum við birtingu trúnaðargagna.
13.06.2019 - 10:06
Hljóð
Forkastanlegt að aðstoða FBI vegna WikiLeaks
Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir forkastanlegt að íslensk lögregluyfirvöld hafi aðstoðað við rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á WikiLeaks-málinu án vitneskju ráðherra. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í dag.
08.06.2019 - 13:01
Myndskeið
Telur líklegt að hann verði ákærður í BNA
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann verði ákærður í sakamálarannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI í tengslum við Wikileaks. FBI rannsakar nú mál Julian Assange og hefur notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda við að afla vitna í málinu.
07.06.2019 - 19:59
Segir Wikileaks-málið „mjög undarlegt“
Hvorki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra né Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra vissu af aðstoð íslenskra stjórnvalda við bandarísku alríkislögregluna (FBI) hér á landi. Bandarískir erindrekar fengu aðstoð íslenskra stjórnvalda við að komast í samband við Sigurð Inga Þórðarson, sem einnig er þekktur sem Siggi hakkari.
07.06.2019 - 18:11
Spyr um aðstoð við BNA vegna Assange-rannsókna
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og þremur ráðherrum fyrirspurn um aðstoð íslenskra yfirvalda við bandaríska lögreglumenn og þarlendan saksóknara vegna rannsóknar á Julian Assange. Hann segist hafa nokkrar heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi veitt bandarísku erindrekunum aðstoð við að komast í samband við og ræða við Sigurð Inga Þórðarson. Hann er betur þekktur sem Siggi hakkari.
06.06.2019 - 21:15
Assange ekki framseldur til Svíþjóðar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks verður ekki framseldur til Svíþjóðar vegna rannsóknar þar á nauðgun sem hann hefur verið sakaður um. Dómstóll í Uppsala úrskurðaði í dag að þótt Assange væri enn grunaður um afbrot, væri óþarfi að gefa út handtökuskipun og framsalsbeiðni - því hann væri nú þegar í haldi í Bretlandi. Búist er við að sænskir lögreglumenn fari til Lundúna til að yfirheyra Assange. Hann hefur staðfastlega neitað ásökunum um að hafa nauðgað konu í Enköping árið 2010.
03.06.2019 - 15:37
17 nýjar ákærur gegn Assange
Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa birt 17 nýjar ákærur gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann var handtekinn fyrir skömmu í Bretlandi og berst nú gegn því að vera framseldur til Bandaríkjanna.
23.05.2019 - 20:21
Fréttaskýring
Tímalína: Saga Wikileaks og Assange
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, situr nú í gæsluvarðhaldi í Bretlandi eftir að hafa verið handtekinn í sendiráði Ekvadors 11. apríl síðastliðinn. Þar hafði hann haft pólitískt hæli í nærri fimm ár.
18.04.2019 - 13:30
Samþykktu vernd uppljóstrara
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta reglur um vernd uppljóstrara. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hægt verði að beita þá hefndum þegar þeir afhjúpa hneykslis-, spillingar- og svikamál af ýmsu tagi. Nýju reglurnar studdi 591 þingmaður, 29 voru á móti og 33 sátu hjá.
16.04.2019 - 15:00
Hakkarar herja á stofnanir í Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador segjast hafa orðið fyrir 40 milljón árásum á vefsíður hins opinbera í landinu eftir að Julian Assange var sviptur pólitísku hæli. AFP fréttastofan hefur eftir Patricio Real, aðstoðarráðherra upplýsinga- og samskiptatækni í Ekvador, að fyrstu árásirnar hafi verið gerðar á fimmtudag. Þær komi aðallega frá Bandaríkjunum, Brasilíu, Hollandi, Þýskalandi, Rúmeníu, Frakklandi, Austurríki og Bretlandi auk Ekvadors.
16.04.2019 - 06:55
Svíi handtekinn í tengslum við Assange
Sænskur maður var handtekinn í Ekvador í gærkvöldi. Maðurinn er sagður tengjast Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem var handtekinn í Lundúnum í gærmorgun. Svíinn er sagður hafa ætlað að flýja til Japans að sögn AFP fréttastofunnar.
12.04.2019 - 04:21
Fréttaskýring
Samofin tengsl Assange og Íslands
Handtaka Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum hefur vakið heimsathygli. Assange er ákaflega umdeildur maður og því hefur meðal annars verið haldið fram að vefsíða hans, Wikileaks, hafi átt þátt í því að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. En Assange hefur líka ítrekað komið við sögu í íslenskum stjórnmálum og tengsl hans við landið eru mikil.
11.04.2019 - 17:34
Assange úrskurðaður í gæsluvarðhald
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem var handtekinn í Lundúnum í morgun, var í dag sakfelldur fyrir að hafa rofið skilyrði fyrir því að fara frjáls ferða sinna gegn tryggingu. Hann situr í varðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp yfir honum vegna brotsins. Hann á allt að eins árs fangelsi yfir höfði sér.
11.04.2019 - 14:43
Hermt að Assange verði vísað á dyr fljótlega
Greint er frá því á Twittersíðu samtakanna WikiLeaks að Julian Assange, stofnanda og forstjóra samtakanna, verði vísað úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum á næstu dögum eða jafnvel klukkustundum. Er þetta haft eftir ónafngreindum, háttsettum manni innan ekvadorska stjórnkerfisins, sem fullyrðir jafnframt að ekvadorsk og bresk stjórnvöld hafi þegar samið um handtöku Assange um leið og honum verði vísað á dyr.
05.04.2019 - 00:42