Færslur: Whitney Houston

Taylor Swift oftast kvenna á toppi Billboard
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er nú sú kona sem hefur dvalið lengst á toppi Billboard-breiðskífulistans í Bandaríkjunum. Nýjasta breiðskífa hennar, Folklore, er á toppi listans í sjöunda sinn, sem þýðir að alls hafa breiðskífur Swift verið efstar á listanum í 47 vikur. Það er einni viku lengur en breiðskífur Whitney Houston.
29.09.2020 - 05:42
Segir Whitney Houston hafa verið misnotaða
Poppsöngkonan Whitney Houston var kynferðislega misnotuð í æsku af frænku sinni Dee Dee Warwicke, að sögn náinnar samstarfskonu hennar. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um söngkonuna sem lést árið 2012, Whitney, en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær.
17.05.2018 - 17:02
Bréf Tupac til Madonnu fer á uppboð
Poppdívan Madonna hefur tapað máli gegn uppboðshúsinu Gotta Have It! Collectibles, þar sem hún reyndi að stöðva sölu á safni tuttugu og tveggja persónulegra muna sem áður voru í hennar eigu. Í safninu er meðal annars persónulegt bréf frá rapparanum sáluga, fyrrum unnusta Madonnu, Tupac Shakur.
24.04.2018 - 16:47
Sorgleg saga Whitney Houston
Í nýrri heimildamynd Nicks Broomfield „Whitney: Can I be me“ segir af ævi og ferli söngkonunnar Whitney Houston, en frægðarsól hennar skein skært á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, áður en halla fór undan fæti. Whitney lést þann 11. febrúar 2012, aðeins 48 ára að aldri.
19.09.2017 - 14:20
Mynd með færslu
Elsku Whitney: 4. þáttur
Þrátt fyrir að á ýmsu gengi í einkalífi Whitney Houston á 21. öldinni átti hún alltaf góða spretti í tónlistinni inn á milli.
06.07.2016 - 12:15
Mynd með færslu
Elsku Whitney: 3. þáttur
Í þriðja þættinum um Whitney Houston verður líf hennar og störf á 10. áratugnum til umfjöllunar.
29.06.2016 - 13:31
Mynd með færslu
Elsku Whitney: 2. þáttur
Whitney stimplaði sig svo sannarlega inn í alþjóðlegu poppsenuna með fyrstu plötunni sem kom út árið 1985, þá 22ja ára gömul. Næsta plata, Whitney, kom út árið 1987 og rauk beint á topp bandaríska vinsældalistans.
29.06.2016 - 13:09
Mynd með færslu
Elsku Whitney: 1. þáttur
Í þessum þáttum verður saga bandarísku söngdífunnar Whitney Houston sögð. Saga hennar er dramatísk í meira lagi en hún lést fyrir aldur fram í febrúar 2012, þá 48 ára gömul.
29.06.2016 - 12:45